Körfubolti

Þrjú Suður­ne­sjalið í undan­úr­slitum í fyrsta sinn í tuttugu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grindavík er í fyrsta sinn í undanúrslitunum frá árinu 2017 en Njarðvíkingar hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í átján ár.
Grindavík er í fyrsta sinn í undanúrslitunum frá árinu 2017 en Njarðvíkingar hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í átján ár. Vísir/Diego

Njarðvík varð í gær fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta sem hefjast síðan strax á mánudagskvöldið.

Njarðvík bættist þar í hóp með Grindavík, Val og Keflavík sem höfðu áður unnið sín einvígi í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar kláruðu fyrsta fyrir viku síðan en Valsmenn bættust í hópinn á mánudaginn og svo Keflvíkingar á þriðjudagskvöldið.

Þetta þýðir jafnframt að þrjú af liðunum fjórum sem standa eftir koma af Suðurnesjunum þótt eitt þeirra spili vissulega heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi.

Suðurnesjaliðin eignuðu sér íslenskan körfubolta í lok síðustu aldar og byrjun þessarar en það hefur ekki gengið eins vel hjá þeim undanfarna áratugi.

Þetta er þannig í fyrsta sinn í tuttugu ár þar sem þrjú Suðurnesjalið eru í undanúrslitum úrslitakeppninnar eða í fyrsta skipti síðan vorið 2004.

Þrjú Suðurnesjalið voru átta sinnum í undanúrslitum á tíu árum frá 1994 til 2004 en undanfarna tvo áratugi höfðu þau ekki verið öll í undanúrslitunum.

Frá árinu 2017 höfðu sem dæmdi aldrei verið fleiri en eitt Suðurnesjalið í undanúrslitum og aðeins tvisvar frá og með árinu 2011 höfðu Suðurnesin átt helming liðanna í undanúrslitunum.

Grindvíkingar voru síðastir Suðurnesjaliðanna til að vinna titilinn en það var fyrir ellefu árum (2013). Það eru aftur á móti sextán ár síðan Keflavík vann titilinn (2008) og átján ár síðan að Njarðvíkingar fóru með Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryfjuna.

Frá 1981 til 2008 þá unnu Suðurnesjaliðin 23 af 28 Íslandsmeistaratitlum en frá og með árinu 2009 hafa þau aðeins unnið tvo af fjórtán Íslandsmeistaratitlum. Nú er bara að sjá hvort það verið breyting á því í vor en fjögur efstu lið deildarkeppninnar eru komin í undanúrslitin og það er von á jafnri og spennandi baráttu.

Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét
  • Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum
  • 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík)  með Val
  • 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli
  • 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól
  • 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR
  • 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ
  • 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR
  • 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum
  • 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími
  • 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA
  • 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR
  • 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR
  • -
  • Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum
  • 2017 (Keflavík og Grindavík)
  • 2014 (Grindavík og Njarðvík)
  • 2010 (Keflavík og Njarðvík)
  • 2009 (Keflavík og Grindavík)
  • 2008 (Keflavík og Grindavík)
  • 2007 (Njarðvík og Grindavík)
  • 2006 (Keflavík og Njarðvík)
  • 2001 (Njarðvík og Keflavík)
  • 2000 (Njarðvík og Grindavík)
  • 1998 (Njarðvík og Keflavík)
  • 1993 (Keflavík og Grindavík)
  • 1992 (Njarðvík og Keflavík)
  • 1989 (Njarðvík og Keflavík)
  • 1988 (Njarðvík og Keflavík)
  • 1987 (Njarðvík og Keflavík)
  • 1986 (Njarðvík og Keflavík)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×