Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum í fyrsta sinn í tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 15:30 Grindavík er í fyrsta sinn í undanúrslitunum frá árinu 2017 en Njarðvíkingar hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í átján ár. Vísir/Diego Njarðvík varð í gær fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta sem hefjast síðan strax á mánudagskvöldið. Njarðvík bættist þar í hóp með Grindavík, Val og Keflavík sem höfðu áður unnið sín einvígi í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar kláruðu fyrsta fyrir viku síðan en Valsmenn bættust í hópinn á mánudaginn og svo Keflvíkingar á þriðjudagskvöldið. Þetta þýðir jafnframt að þrjú af liðunum fjórum sem standa eftir koma af Suðurnesjunum þótt eitt þeirra spili vissulega heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi. Suðurnesjaliðin eignuðu sér íslenskan körfubolta í lok síðustu aldar og byrjun þessarar en það hefur ekki gengið eins vel hjá þeim undanfarna áratugi. Þetta er þannig í fyrsta sinn í tuttugu ár þar sem þrjú Suðurnesjalið eru í undanúrslitum úrslitakeppninnar eða í fyrsta skipti síðan vorið 2004. Þrjú Suðurnesjalið voru átta sinnum í undanúrslitum á tíu árum frá 1994 til 2004 en undanfarna tvo áratugi höfðu þau ekki verið öll í undanúrslitunum. Frá árinu 2017 höfðu sem dæmdi aldrei verið fleiri en eitt Suðurnesjalið í undanúrslitum og aðeins tvisvar frá og með árinu 2011 höfðu Suðurnesin átt helming liðanna í undanúrslitunum. Grindvíkingar voru síðastir Suðurnesjaliðanna til að vinna titilinn en það var fyrir ellefu árum (2013). Það eru aftur á móti sextán ár síðan Keflavík vann titilinn (2008) og átján ár síðan að Njarðvíkingar fóru með Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryfjuna. Frá 1981 til 2008 þá unnu Suðurnesjaliðin 23 af 28 Íslandsmeistaratitlum en frá og með árinu 2009 hafa þau aðeins unnið tvo af fjórtán Íslandsmeistaratitlum. Nú er bara að sjá hvort það verið breyting á því í vor en fjögur efstu lið deildarkeppninnar eru komin í undanúrslitin og það er von á jafnri og spennandi baráttu. Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík) Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Njarðvík bættist þar í hóp með Grindavík, Val og Keflavík sem höfðu áður unnið sín einvígi í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar kláruðu fyrsta fyrir viku síðan en Valsmenn bættust í hópinn á mánudaginn og svo Keflvíkingar á þriðjudagskvöldið. Þetta þýðir jafnframt að þrjú af liðunum fjórum sem standa eftir koma af Suðurnesjunum þótt eitt þeirra spili vissulega heimaleiki sína í Smáranum í Kópavogi. Suðurnesjaliðin eignuðu sér íslenskan körfubolta í lok síðustu aldar og byrjun þessarar en það hefur ekki gengið eins vel hjá þeim undanfarna áratugi. Þetta er þannig í fyrsta sinn í tuttugu ár þar sem þrjú Suðurnesjalið eru í undanúrslitum úrslitakeppninnar eða í fyrsta skipti síðan vorið 2004. Þrjú Suðurnesjalið voru átta sinnum í undanúrslitum á tíu árum frá 1994 til 2004 en undanfarna tvo áratugi höfðu þau ekki verið öll í undanúrslitunum. Frá árinu 2017 höfðu sem dæmdi aldrei verið fleiri en eitt Suðurnesjalið í undanúrslitum og aðeins tvisvar frá og með árinu 2011 höfðu Suðurnesin átt helming liðanna í undanúrslitunum. Grindvíkingar voru síðastir Suðurnesjaliðanna til að vinna titilinn en það var fyrir ellefu árum (2013). Það eru aftur á móti sextán ár síðan Keflavík vann titilinn (2008) og átján ár síðan að Njarðvíkingar fóru með Íslandsmeistaratitilinn í Ljónagryfjuna. Frá 1981 til 2008 þá unnu Suðurnesjaliðin 23 af 28 Íslandsmeistaratitlum en frá og með árinu 2009 hafa þau aðeins unnið tvo af fjórtán Íslandsmeistaratitlum. Nú er bara að sjá hvort það verið breyting á því í vor en fjögur efstu lið deildarkeppninnar eru komin í undanúrslitin og það er von á jafnri og spennandi baráttu. Pétur Ingvarsson og Remy Martin fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík)
Þrjú Suðurnesjalið í undanúrslitum 2024 (Grindavík, Keflavík og Njarðvík) með Val 2004 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Snæfelli 2003 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Tindastól 2002 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1999 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KFÍ 1997 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1996 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Haukum 1995 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með Skallagrími 1994 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með ÍA 1991 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR 1990 (Njarðvík, Grindavík og Keflavík) með KR - Tvö Suðurnesjalið í undanúrslitum 2017 (Keflavík og Grindavík) 2014 (Grindavík og Njarðvík) 2010 (Keflavík og Njarðvík) 2009 (Keflavík og Grindavík) 2008 (Keflavík og Grindavík) 2007 (Njarðvík og Grindavík) 2006 (Keflavík og Njarðvík) 2001 (Njarðvík og Keflavík) 2000 (Njarðvík og Grindavík) 1998 (Njarðvík og Keflavík) 1993 (Keflavík og Grindavík) 1992 (Njarðvík og Keflavík) 1989 (Njarðvík og Keflavík) 1988 (Njarðvík og Keflavík) 1987 (Njarðvík og Keflavík) 1986 (Njarðvík og Keflavík)
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík UMF Njarðvík Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti