Sjokkeruðu Celtics menn með þriggja stiga skotsýningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 14:00 Tyler Herro og félagar í Miami Heat skutu Boston Celtics liðið í kaf í nótt. Getty/Winslow Townson Miami Heat sló Boston Celtics óvænt úr úr úrslitakeppni NBA deildarinnar i körfubolta í fyrra og þeir ætla einnig að stríða þeim í ár. Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austurdeildinni í vetur og endaði með langbesta árangurinn. Verðlaunin voru að mæta liði Miami Heat annað árið í röð. Það fór ekki vel í fyrra en núna mætir Miami liðið til leiks án bæði stórstjörnunnar Jimmy Butler og byrjunarliðsmannsins Terry Rozier. Það bjuggust því flestir við auðveldu sópi hjá Boston og það benti líka allt til þess eftir stórsigur í leik eitt þar sem Boston var um tíma 34 stigum yfir. Miami menn tókst hins vegar að jafna metin í nótt með 111-101 sigri í leik sem fór fram í Boston alveg eins og leikur eitt. Næstu tveir leikir verða aftur á móti í Miami. Í raun má segja að Miami Heat hafi staðið undir nafni fyrir utan þriggja stiga línuna því liði bætti félagsmetið með því að setja niður 23 þriggja stiga skot í leiknum. Boston strákarnir voru skotnir í kaf og þurfa nú að passa sig ef þeir ætla ekki að klúðra úrslitakeppninni í fyrstu umferð annað árið í röð. Miami hitti úr 53,5 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna sem er frábær hittni. Tyler Herro var allt í öllu hjá Miami með 24 stig og 14 stoðsendingar en hann skoraði sex af þessum fyrrnefndu þristum. Bam Adebayo bætti við 21 stigi og 10 fráköstum og Caleb Martin skoraði 21 stig en hann var með fimm þrista úr aðeins sex tilraunum. Stórstjörnur Boston voru að skila, Jaylen Brown skoraði 33 stig og Jayson Tatum var með 28 stig. Næsti maður var aftur á móti bara með 13 stig (Derrick White) og enginn annar skoraði meira en níu stig. Staðan er því 1-1 í einvíginu. Oklahoma City Thunder er aftur á móti komið í 2-0 á móti New Orleans Pelicans eftir 124-92 stórsigur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 33 stig, nýliðinn Chet Holmgren var með 26 stig og Jalen Williams skoraði 21 stig. Jonas Valanciunas var atkvæðamestur hjá Pelicans með 19 stig. NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austurdeildinni í vetur og endaði með langbesta árangurinn. Verðlaunin voru að mæta liði Miami Heat annað árið í röð. Það fór ekki vel í fyrra en núna mætir Miami liðið til leiks án bæði stórstjörnunnar Jimmy Butler og byrjunarliðsmannsins Terry Rozier. Það bjuggust því flestir við auðveldu sópi hjá Boston og það benti líka allt til þess eftir stórsigur í leik eitt þar sem Boston var um tíma 34 stigum yfir. Miami menn tókst hins vegar að jafna metin í nótt með 111-101 sigri í leik sem fór fram í Boston alveg eins og leikur eitt. Næstu tveir leikir verða aftur á móti í Miami. Í raun má segja að Miami Heat hafi staðið undir nafni fyrir utan þriggja stiga línuna því liði bætti félagsmetið með því að setja niður 23 þriggja stiga skot í leiknum. Boston strákarnir voru skotnir í kaf og þurfa nú að passa sig ef þeir ætla ekki að klúðra úrslitakeppninni í fyrstu umferð annað árið í röð. Miami hitti úr 53,5 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna sem er frábær hittni. Tyler Herro var allt í öllu hjá Miami með 24 stig og 14 stoðsendingar en hann skoraði sex af þessum fyrrnefndu þristum. Bam Adebayo bætti við 21 stigi og 10 fráköstum og Caleb Martin skoraði 21 stig en hann var með fimm þrista úr aðeins sex tilraunum. Stórstjörnur Boston voru að skila, Jaylen Brown skoraði 33 stig og Jayson Tatum var með 28 stig. Næsti maður var aftur á móti bara með 13 stig (Derrick White) og enginn annar skoraði meira en níu stig. Staðan er því 1-1 í einvíginu. Oklahoma City Thunder er aftur á móti komið í 2-0 á móti New Orleans Pelicans eftir 124-92 stórsigur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 33 stig, nýliðinn Chet Holmgren var með 26 stig og Jalen Williams skoraði 21 stig. Jonas Valanciunas var atkvæðamestur hjá Pelicans með 19 stig.
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira