Íslenski boltinn

Óli Kalli í Val og Beitir í HK

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Karl skorar hér fyrir Fylki.
Ólafur Karl skorar hér fyrir Fylki. Vísir/Diego

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokar í kvöld og fjöldi leikmanna á eftir að skipta um félag áður en dagurinn er allur.

Það sem af er degi vekur mesta athygli að Ólafur Karl Finsen sé búinn að fá félagaskipti í Val. Framherjinn var hættur í fótbolta en nú virðist honum hafa snúist hugur.

Svo er áhugavert að sjá að markvörðurinn Beitir Ólafsson, sem hefur varið mark KR síðustu ár, er kominn heim í HK. Hann var líka hættur og spilaði síðast með HK árið 2015.

Annar markvörður sem líka var hættur, Þórður Ingason, hefur svo ákveðið að rífa hanskana af hillunni og semja við KFA fyrir austan.

Víkingur Ólafsvík er svo búinn að semja við enska framherjann Gary John Martin en hann spilaði síðast með Selfyssingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×