Infantino: Stórkostlegt að hitta Þorvald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 11:00 Það fór mjög vel á með Þorvaldi Örlygssyni og Gianni Infantino í París. KSÍ Þorvaldur Örlygsson, nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands, átti sinn fyrsta fund með Gianni Infantino, forseta FIFA, í París á þriðjudag. Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Íslands sögð bæði frá fundinum á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að þeir félagar hafi meðal annars rætt A landslið karla og kvenna og umsókn KSÍ um að taka þátt í Talent Development Scheme. Með Talent Development Scheme vill FIFA hjálpa aðildarsamböndum sínum að ná hámarksárangri og tryggja að allir hæfileikaríkir leikmenn eigi möguleika á að þróast og verða uppgötvaðir. Langtímamarkmið áætlunarinnar er að hækka rána í A landsliðum karla og kvenna. Þeir Þorvaldur og Gianni ræddu einnig innviði í Laugardalnum. „Við töluðum um eitt af okkar mikilvægustu málefnum sem eru vallarmál. Það er frábær byrjun fyrir okkur að fá stuðning frá Infantino forseta FIFA, að heyra að hann sé viljugur til að styðja við verkefni eins og þetta,“ sagði Þorvaldur í frétt á heimasíðu KSÍ. Infantino afhenti líka Þorvaldur sérmerkta veifu þar sem má finna nafn þeirra beggja og dagsetningu fundarins. „Það var stórkostlegt að hitta forseta Knattspyrnusambands Íslands, Þorvald Örlygsson, í París og ég óskaði honum til hamingju með kosningu sína á dögunum,“ sagði Gianni Infantino á Instagram síðu sinni. „Allir hafa tekið eftir góðum árangri landsliða Íslands á síðustu árum og ég mjög ánægður með að Knattspyrnusamband Íslands sé tilbúið að stíga skrefin til að halda áfram að ná góðum árangri í framtíðinni með því að huga vel að yngri flokka starfinu,“ sagði Infantino. „Örlygsson forseti er fyrrum landsliðsmaður sjálfur og hann þekkir vel mikilvægi þess að byrja strax í grasrótunum. Umsókn Íslands um að taka þátt í Talent Development Scheme er risaskref í rétt átt,“ sagði Infantino. Alþjóða knattspyrnusambandið sýndi fundinum líka áhuga og nánar má lesa um fund þeirra Þorvaldar og Infantino á heimasíðu FIFA. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) FIFA KSÍ Fótbolti Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Íslands sögð bæði frá fundinum á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að þeir félagar hafi meðal annars rætt A landslið karla og kvenna og umsókn KSÍ um að taka þátt í Talent Development Scheme. Með Talent Development Scheme vill FIFA hjálpa aðildarsamböndum sínum að ná hámarksárangri og tryggja að allir hæfileikaríkir leikmenn eigi möguleika á að þróast og verða uppgötvaðir. Langtímamarkmið áætlunarinnar er að hækka rána í A landsliðum karla og kvenna. Þeir Þorvaldur og Gianni ræddu einnig innviði í Laugardalnum. „Við töluðum um eitt af okkar mikilvægustu málefnum sem eru vallarmál. Það er frábær byrjun fyrir okkur að fá stuðning frá Infantino forseta FIFA, að heyra að hann sé viljugur til að styðja við verkefni eins og þetta,“ sagði Þorvaldur í frétt á heimasíðu KSÍ. Infantino afhenti líka Þorvaldur sérmerkta veifu þar sem má finna nafn þeirra beggja og dagsetningu fundarins. „Það var stórkostlegt að hitta forseta Knattspyrnusambands Íslands, Þorvald Örlygsson, í París og ég óskaði honum til hamingju með kosningu sína á dögunum,“ sagði Gianni Infantino á Instagram síðu sinni. „Allir hafa tekið eftir góðum árangri landsliða Íslands á síðustu árum og ég mjög ánægður með að Knattspyrnusamband Íslands sé tilbúið að stíga skrefin til að halda áfram að ná góðum árangri í framtíðinni með því að huga vel að yngri flokka starfinu,“ sagði Infantino. „Örlygsson forseti er fyrrum landsliðsmaður sjálfur og hann þekkir vel mikilvægi þess að byrja strax í grasrótunum. Umsókn Íslands um að taka þátt í Talent Development Scheme er risaskref í rétt átt,“ sagði Infantino. Alþjóða knattspyrnusambandið sýndi fundinum líka áhuga og nánar má lesa um fund þeirra Þorvaldar og Infantino á heimasíðu FIFA. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino)
FIFA KSÍ Fótbolti Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki