Luka og félagar jöfnuðu: „Þetta var 90s körfubolti eins og hann gerist bestur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2024 13:00 Luka Doncic og Amir Coffey berjast um boltann í leik Los Angels Clippers og Dallas Mavericks. getty/Keith Birmingham Varnarleikurinn var í aðalhlutverki þegar Dallas Mavericks sigraði Los Angeles Clippers, 93-96, í öðrum leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvíginu er 1-1. Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu, skoraði 32 stig og gaf níu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 23 stig og PJ Washington átján. Luka Doncic TOOK OVER in the 4th quarter of Game 2 to help the @dallasmavs tie the series 1-1!32 PTS | 9 AST | 6 REB | 5 3PMGame 3: Friday, 8pm/et on ESPN pic.twitter.com/RPDS1HX7Je— NBA (@NBA) April 24, 2024 Varnir beggja liða voru sterkar í leiknum í nótt, eitthvað sem gladdi Jason Kidd, þjálfara Dallas. „Við spiluðum 48 mínútur af hörðum körfubolta. Bæði lið skoruðu minna en hundrað stig. Þetta var 90s körfubolti eins og hann gerist bestur,“ sagði Kidd. Kawhi Leonard sneri aftur í lið Clippers og lék sinn fyrsta leik síðan 31. mars. Hann skoraði fimmtán stig. Paul George og James Harden voru stigahæstir hjá heimamönnum með 22 stig hvor. Minnesota Timberwolves komst í 2-0 í einvíginu gegn Phoenix Suns með 105-93 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Varnarleikur Úlfanna var sterkur og helstu sóknarmenn Sólanna, Devin Booker, Kevin Durant og Bradley Beal, hittu aðeins úr samtals átján af 45 skotum sínum. Anthony Edwards átti erfitt uppdráttar hjá Minnesota en það kom ekki að sök. Jaden McDaniels skoraði 25 stig, sem er það mesta sem hann hefur gert í úrslitakeppni á ferlinum, og Mike Conley og Rudy Gobert skiluðu báðir átján stigum. Jaden McDaniels tonight:25 PTS (team-high)8 REB10-17 FG+24Playoff career-high in points. pic.twitter.com/iQmUjlRHp2— StatMuse (@statmuse) April 24, 2024 Þá jafnaði Indiana Pacers metin gegn Milwaukee Bucks í Austurdeildinni með 108-125 útisigri. Pascal Siakam átti stórleik fyrir Indiana. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Myles Turner skoraði 22 stig og Andrew Nembhard tuttugu. Pascal Siakam DOMINATED to help the @Pacers tie the series 1-1 in Game 2!37 PTS | 11 REB | 6 AST | 3 3PMGame 3: Friday, 5:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/jOSu1QOGil— NBA (@NBA) April 24, 2024 Damian Lillard skoraði 34 stig fyrir Milwaukee sem lék án Giannis Antetokounmpo eins og í fyrsta leiknum. NBA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu, skoraði 32 stig og gaf níu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 23 stig og PJ Washington átján. Luka Doncic TOOK OVER in the 4th quarter of Game 2 to help the @dallasmavs tie the series 1-1!32 PTS | 9 AST | 6 REB | 5 3PMGame 3: Friday, 8pm/et on ESPN pic.twitter.com/RPDS1HX7Je— NBA (@NBA) April 24, 2024 Varnir beggja liða voru sterkar í leiknum í nótt, eitthvað sem gladdi Jason Kidd, þjálfara Dallas. „Við spiluðum 48 mínútur af hörðum körfubolta. Bæði lið skoruðu minna en hundrað stig. Þetta var 90s körfubolti eins og hann gerist bestur,“ sagði Kidd. Kawhi Leonard sneri aftur í lið Clippers og lék sinn fyrsta leik síðan 31. mars. Hann skoraði fimmtán stig. Paul George og James Harden voru stigahæstir hjá heimamönnum með 22 stig hvor. Minnesota Timberwolves komst í 2-0 í einvíginu gegn Phoenix Suns með 105-93 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Varnarleikur Úlfanna var sterkur og helstu sóknarmenn Sólanna, Devin Booker, Kevin Durant og Bradley Beal, hittu aðeins úr samtals átján af 45 skotum sínum. Anthony Edwards átti erfitt uppdráttar hjá Minnesota en það kom ekki að sök. Jaden McDaniels skoraði 25 stig, sem er það mesta sem hann hefur gert í úrslitakeppni á ferlinum, og Mike Conley og Rudy Gobert skiluðu báðir átján stigum. Jaden McDaniels tonight:25 PTS (team-high)8 REB10-17 FG+24Playoff career-high in points. pic.twitter.com/iQmUjlRHp2— StatMuse (@statmuse) April 24, 2024 Þá jafnaði Indiana Pacers metin gegn Milwaukee Bucks í Austurdeildinni með 108-125 útisigri. Pascal Siakam átti stórleik fyrir Indiana. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Myles Turner skoraði 22 stig og Andrew Nembhard tuttugu. Pascal Siakam DOMINATED to help the @Pacers tie the series 1-1 in Game 2!37 PTS | 11 REB | 6 AST | 3 3PMGame 3: Friday, 5:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/jOSu1QOGil— NBA (@NBA) April 24, 2024 Damian Lillard skoraði 34 stig fyrir Milwaukee sem lék án Giannis Antetokounmpo eins og í fyrsta leiknum.
NBA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira