„Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. apríl 2024 21:42 Kjartan Atli Kjartansson átti engin svör við sjóðheitri sókn Keflvíkinga í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson var afskaplega svekktur með útgöngu Álftaness úr úrslitakeppni Subway deildar karla. Keflvíkingar unnu stórsigur í Forsetahöllinni í kvöld, lokatölur 85-114. „Það er erfitt að segja akkúrat núna. Þeir hittu vel og fundu taktinn, við ekki. Þeir eru erfitt lið að elta, þú reynir að bregðast við og þeir hitta bara meira. Þeir komu rússíbana sínum á teinana og við náðum ekki að klukka þá“ sagði Kjartan strax að leik loknum. Álftanes byrjaði algjörlega á afturfótunum og allt virtist ganga upp hjá Keflvíkingum. Það sást fljótt í hvað stefndi en Kjartan leyfði huganum ekki að reika þangað. „Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari. Maður reynir að finna einhverjar lausnir. Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar þeir byrja svona vel og reynir að bregðast við. Ég sat ekki bara á bekknum og hugsaði ‘leikurinn er búinn’ eftir fimm mínútur. Það var bara erfitt að ná þeim, alltaf þegar við hótuðum einhverjum vott af endurkomu áttu þeir svör. Þeim leið vel.“ Þetta var fyrsta tímabil Álftaness í efstu deild, fyrsta úrslitakeppni liðsins og fyrsta sinn sem Kjartan Atli þjálfar á þessu stigi. Hann tekur margt jákvætt út úr tímabilinu þó endirinn hafi verið vondur og sár. „Mikill skóli, fyrir alla, fyrir mig. Við erum að búa til kúltúr hérna sem vonandi sést. Maður er bara hrærður yfir stuðningnum sem maður fékk hérna, þrátt fyrir að við værum langt frá okkar besta. Þá stóð fólkið þétt við bakið á okkur, maður reynir að horfa í þessa hluti núna. Við látum þennan leik ekki skilgreina okkur og hvað við stöndum fyrir. Upp og niður [tímabil] en miklu meira upp. Við áttum ekki góðan leik í kvöld, þurfum að sætta okkur við það. Við ætlum að byggja á þessu, halda áfram að þróa og þroska okkar leikmenn, byggja á þessum kjarna sem við erum með. Taka réttu skrefin. [Að komast í úrslitakeppni] náði samfélaginu alveg með okkur. Við reynum að horfa á jákvæðu hliðarnar.“ Stóra spurningin er þá auðvitað hvort Kjartan verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Ég reikna fastlega með því. En það eru samtöl við marga sem ég verð að eiga, fyrst og fremst fjölskylduna en svo líka við sjálfan mig. Leggjast undir feld og sjá, en hugur minn er áfram hér, halda áfram að byggja þetta upp og ég vona að ég beri gæfu til að vera hér áfram. Það eru alls konar tilfinningar í þessu, leyfðu nokkrum dögum að líða og spurðu mig þá.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
„Það er erfitt að segja akkúrat núna. Þeir hittu vel og fundu taktinn, við ekki. Þeir eru erfitt lið að elta, þú reynir að bregðast við og þeir hitta bara meira. Þeir komu rússíbana sínum á teinana og við náðum ekki að klukka þá“ sagði Kjartan strax að leik loknum. Álftanes byrjaði algjörlega á afturfótunum og allt virtist ganga upp hjá Keflvíkingum. Það sást fljótt í hvað stefndi en Kjartan leyfði huganum ekki að reika þangað. „Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari. Maður reynir að finna einhverjar lausnir. Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar þeir byrja svona vel og reynir að bregðast við. Ég sat ekki bara á bekknum og hugsaði ‘leikurinn er búinn’ eftir fimm mínútur. Það var bara erfitt að ná þeim, alltaf þegar við hótuðum einhverjum vott af endurkomu áttu þeir svör. Þeim leið vel.“ Þetta var fyrsta tímabil Álftaness í efstu deild, fyrsta úrslitakeppni liðsins og fyrsta sinn sem Kjartan Atli þjálfar á þessu stigi. Hann tekur margt jákvætt út úr tímabilinu þó endirinn hafi verið vondur og sár. „Mikill skóli, fyrir alla, fyrir mig. Við erum að búa til kúltúr hérna sem vonandi sést. Maður er bara hrærður yfir stuðningnum sem maður fékk hérna, þrátt fyrir að við værum langt frá okkar besta. Þá stóð fólkið þétt við bakið á okkur, maður reynir að horfa í þessa hluti núna. Við látum þennan leik ekki skilgreina okkur og hvað við stöndum fyrir. Upp og niður [tímabil] en miklu meira upp. Við áttum ekki góðan leik í kvöld, þurfum að sætta okkur við það. Við ætlum að byggja á þessu, halda áfram að þróa og þroska okkar leikmenn, byggja á þessum kjarna sem við erum með. Taka réttu skrefin. [Að komast í úrslitakeppni] náði samfélaginu alveg með okkur. Við reynum að horfa á jákvæðu hliðarnar.“ Stóra spurningin er þá auðvitað hvort Kjartan verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Ég reikna fastlega með því. En það eru samtöl við marga sem ég verð að eiga, fyrst og fremst fjölskylduna en svo líka við sjálfan mig. Leggjast undir feld og sjá, en hugur minn er áfram hér, halda áfram að byggja þetta upp og ég vona að ég beri gæfu til að vera hér áfram. Það eru alls konar tilfinningar í þessu, leyfðu nokkrum dögum að líða og spurðu mig þá.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira