„Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. apríl 2024 21:42 Kjartan Atli Kjartansson átti engin svör við sjóðheitri sókn Keflvíkinga í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson var afskaplega svekktur með útgöngu Álftaness úr úrslitakeppni Subway deildar karla. Keflvíkingar unnu stórsigur í Forsetahöllinni í kvöld, lokatölur 85-114. „Það er erfitt að segja akkúrat núna. Þeir hittu vel og fundu taktinn, við ekki. Þeir eru erfitt lið að elta, þú reynir að bregðast við og þeir hitta bara meira. Þeir komu rússíbana sínum á teinana og við náðum ekki að klukka þá“ sagði Kjartan strax að leik loknum. Álftanes byrjaði algjörlega á afturfótunum og allt virtist ganga upp hjá Keflvíkingum. Það sást fljótt í hvað stefndi en Kjartan leyfði huganum ekki að reika þangað. „Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari. Maður reynir að finna einhverjar lausnir. Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar þeir byrja svona vel og reynir að bregðast við. Ég sat ekki bara á bekknum og hugsaði ‘leikurinn er búinn’ eftir fimm mínútur. Það var bara erfitt að ná þeim, alltaf þegar við hótuðum einhverjum vott af endurkomu áttu þeir svör. Þeim leið vel.“ Þetta var fyrsta tímabil Álftaness í efstu deild, fyrsta úrslitakeppni liðsins og fyrsta sinn sem Kjartan Atli þjálfar á þessu stigi. Hann tekur margt jákvætt út úr tímabilinu þó endirinn hafi verið vondur og sár. „Mikill skóli, fyrir alla, fyrir mig. Við erum að búa til kúltúr hérna sem vonandi sést. Maður er bara hrærður yfir stuðningnum sem maður fékk hérna, þrátt fyrir að við værum langt frá okkar besta. Þá stóð fólkið þétt við bakið á okkur, maður reynir að horfa í þessa hluti núna. Við látum þennan leik ekki skilgreina okkur og hvað við stöndum fyrir. Upp og niður [tímabil] en miklu meira upp. Við áttum ekki góðan leik í kvöld, þurfum að sætta okkur við það. Við ætlum að byggja á þessu, halda áfram að þróa og þroska okkar leikmenn, byggja á þessum kjarna sem við erum með. Taka réttu skrefin. [Að komast í úrslitakeppni] náði samfélaginu alveg með okkur. Við reynum að horfa á jákvæðu hliðarnar.“ Stóra spurningin er þá auðvitað hvort Kjartan verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Ég reikna fastlega með því. En það eru samtöl við marga sem ég verð að eiga, fyrst og fremst fjölskylduna en svo líka við sjálfan mig. Leggjast undir feld og sjá, en hugur minn er áfram hér, halda áfram að byggja þetta upp og ég vona að ég beri gæfu til að vera hér áfram. Það eru alls konar tilfinningar í þessu, leyfðu nokkrum dögum að líða og spurðu mig þá.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
„Það er erfitt að segja akkúrat núna. Þeir hittu vel og fundu taktinn, við ekki. Þeir eru erfitt lið að elta, þú reynir að bregðast við og þeir hitta bara meira. Þeir komu rússíbana sínum á teinana og við náðum ekki að klukka þá“ sagði Kjartan strax að leik loknum. Álftanes byrjaði algjörlega á afturfótunum og allt virtist ganga upp hjá Keflvíkingum. Það sást fljótt í hvað stefndi en Kjartan leyfði huganum ekki að reika þangað. „Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari. Maður reynir að finna einhverjar lausnir. Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar þeir byrja svona vel og reynir að bregðast við. Ég sat ekki bara á bekknum og hugsaði ‘leikurinn er búinn’ eftir fimm mínútur. Það var bara erfitt að ná þeim, alltaf þegar við hótuðum einhverjum vott af endurkomu áttu þeir svör. Þeim leið vel.“ Þetta var fyrsta tímabil Álftaness í efstu deild, fyrsta úrslitakeppni liðsins og fyrsta sinn sem Kjartan Atli þjálfar á þessu stigi. Hann tekur margt jákvætt út úr tímabilinu þó endirinn hafi verið vondur og sár. „Mikill skóli, fyrir alla, fyrir mig. Við erum að búa til kúltúr hérna sem vonandi sést. Maður er bara hrærður yfir stuðningnum sem maður fékk hérna, þrátt fyrir að við værum langt frá okkar besta. Þá stóð fólkið þétt við bakið á okkur, maður reynir að horfa í þessa hluti núna. Við látum þennan leik ekki skilgreina okkur og hvað við stöndum fyrir. Upp og niður [tímabil] en miklu meira upp. Við áttum ekki góðan leik í kvöld, þurfum að sætta okkur við það. Við ætlum að byggja á þessu, halda áfram að þróa og þroska okkar leikmenn, byggja á þessum kjarna sem við erum með. Taka réttu skrefin. [Að komast í úrslitakeppni] náði samfélaginu alveg með okkur. Við reynum að horfa á jákvæðu hliðarnar.“ Stóra spurningin er þá auðvitað hvort Kjartan verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Ég reikna fastlega með því. En það eru samtöl við marga sem ég verð að eiga, fyrst og fremst fjölskylduna en svo líka við sjálfan mig. Leggjast undir feld og sjá, en hugur minn er áfram hér, halda áfram að byggja þetta upp og ég vona að ég beri gæfu til að vera hér áfram. Það eru alls konar tilfinningar í þessu, leyfðu nokkrum dögum að líða og spurðu mig þá.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira