Það má finna ýmislegt spennandi í tösku Anítu, allt frá handahófskenndum leikföngum yfir í mikilvægan rauðan varalit.

Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er?
Aesop moisture Facial Hydrosol. Þessi er möst í töskuna, spreyjar á andlit til að gefa aukinn raka og ég tek hann með mér hvert sem er. Eftir langan vinnudag eða á morgnana þá gefur það andlitinu smá raka fyrir daginn.

Skissubækur. Ég er með eina sem er krot, listræn skissubók og rauða frá NOTEM sem er skipulagsbókin mín. Ég er mjög old school og elska TO DO lista. Líka mjög mikil núvitund að skrifa niður það sem er í hausnum þegar mikið gengur á.

MAGNEA peysa. Ég er alltaf labbandi og Magneu peysa fylgir mér alltaf í töskunni því maður veit aldrei hvernig veðrið endar. Ef ég er ekki í henni þá nota ég hana sem trefil.

Te. Eins mikið og ég elska kaffi þá er te drykkjan mín rosaleg eftir hádegi og fram á kvöld. Því er ég með svo mikið af tepokum í töskunum mínum. Sérstaklega þegar ég ferðast erlendis þá tek mjög gott val fyrir ferðina. Bæði róar og svo þessi te stund er dýrmæt.

Handahófskennd leikföng. Oftast finn ég lítil leikföng sem hafa óvart dottið í töskuna eftir börnin mín. Þetta er svona óvæntur glaðningur sem fylgir mér allt og lætur mig alltaf brosa þegar ég finn þau.

Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi?
Skissubókin sem börnin mín eiga og nota. Ég passa alltaf að hafa teiknidót fyrir þau þegar við förum á flakk og hún er orðin stútfull af alls konar teikningum.

Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni?
Varalitir, í alls konar tónum af rauðum. Ef ég þarf að gera mig fína á núll einni þá er það oftast rauði varaliturinn sem gerir lífið betra.

Hver er þín uppáhalds taska og afhverju?
Ég er mikil töskukona en uppáhalds er gyllt leður Diane Von Furstenberg taska sem ég fékk í kveðjugjöf í New York, eftir að ég hætti að vinna hjá þeim. Ég er nýlega byrjuð að nota hana aftur en hún eldist svo vel og er ótrúlega praktísk. Hún er akkúrat í réttri stærð, ekki of stór eða lítil. Gyllti liturinn poppar líka upp á öll look.

Eins elska ég mini töskuna frá KALDA, hún fer alltaf með mér til útlanda. Fullkomin fyrir vegabréfið, símann og varalitinn.

Ertu dugleg að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu?
Nei alls ekki, ég eiginlega elska að hafa skipulagt kaos. Oftast veit ég aldrei hvað leynist þar, stundum hendi ég hlutum í töskuna án þess að vita og hugsa svo seinna hvað þessi hlutur sé eiginlega að gera þarna.

Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna?
Ég er oft með tvær, en þá er það sundtaskan. Ég hef vanið mig á að hafa sundtösku alltaf tilbúna ef maður skyldi vilja skella sér í self care eftir vinnudag eða þegar sólin birtist allt í einu.

Stór eða lítil taska og afhverju?
Ég held ég myndi alltaf kjósa litla tösku og vera laus við að bera óþarfa dót. Eins að velja tösku sem hægt er að bera í langan tíma eins og í göngutúrum eða þannig. „Less is more“.