Velkomin í Verbúðina II Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2024 15:11 Bjarkey var ekki tekin neinum silkihönskum þegar hún mælti fyrir sínu fyrsta frumvarpi. Jóhann Páll Samfylkingu er meðal þeirra sem lét hana heyra það. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar er meðal þeirra sem varð til andsvara og hann sparaði sig ekki. „Hvað er í gangi hérna?“ spurði þingmaðurinn herskár. Og hélt svo áfram: „Hér er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á lokametrunum skakklappandi og rúin trausti að gera tilraun til að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar – með rekstrarleyfum sem eiga að gilda út í eilífðina og sem verður hægt að veðsetja og framselja og braska með.” Ljóst er að þingmanninum ofbýður frumvarpsgerðin en hún hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að dregnar hafi verið tennurnar, úr öllu viðnámi, þar sem ekki er gert ráð fyrir að það kæmi niður á framleiðslukvóta verði fyrirtækin uppvís af því að fylgja ekki reglum. „Velkomin í Verbúðina seríu tvö. En ég held reyndar að höfundar Verbúðarinnar hefðu aldrei látið sér detta í hug svona súrrealisma eins og birtist hér þegar ráðherra reynir að telja þingheimi trú um að veiting ótímabundins leyfis sé í raun handbremsa, handbremsa. Ég efast um að höfundum Verbúðarinnar hefði dottið slíkt í hug. En hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að ríkisstjórnin komist upp með þetta? Hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að það verði einhver friður um þetta hér á Alþingi eða úti í samfélaginu?“ Umræður um frumvarpið standa nú yfir á Alþingi. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar er meðal þeirra sem varð til andsvara og hann sparaði sig ekki. „Hvað er í gangi hérna?“ spurði þingmaðurinn herskár. Og hélt svo áfram: „Hér er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á lokametrunum skakklappandi og rúin trausti að gera tilraun til að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar – með rekstrarleyfum sem eiga að gilda út í eilífðina og sem verður hægt að veðsetja og framselja og braska með.” Ljóst er að þingmanninum ofbýður frumvarpsgerðin en hún hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að dregnar hafi verið tennurnar, úr öllu viðnámi, þar sem ekki er gert ráð fyrir að það kæmi niður á framleiðslukvóta verði fyrirtækin uppvís af því að fylgja ekki reglum. „Velkomin í Verbúðina seríu tvö. En ég held reyndar að höfundar Verbúðarinnar hefðu aldrei látið sér detta í hug svona súrrealisma eins og birtist hér þegar ráðherra reynir að telja þingheimi trú um að veiting ótímabundins leyfis sé í raun handbremsa, handbremsa. Ég efast um að höfundum Verbúðarinnar hefði dottið slíkt í hug. En hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að ríkisstjórnin komist upp með þetta? Hvernig dettur hæstvirtum ráðherra í hug að það verði einhver friður um þetta hér á Alþingi eða úti í samfélaginu?“ Umræður um frumvarpið standa nú yfir á Alþingi.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53 Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. 22. apríl 2024 17:53
Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. 22. apríl 2024 15:39