Börn sofi ekki úti í gosmóðunni suðvestanlands Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 15:24 Enn gýs á Reykjanesi. Móða sem myndast úr gosefnum liggur nú yfir Suðvesturlandi. Vísir/Vilhelm Sýnileg gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi liggur yfir Suðvesturlandi. Mælt er gegn því að börn sofi úti og að viðkvæmir reynir á sig utandyra þegar móðan er sýnileg jafnvel þó að mengun mælist ekki yfir mörkum á loftgæðamælum. Gráblá móðan sem liggur yfir sunnan- og vestanlands er samsett úr brennisteinsögnum sem verða til við efnahvörf gosmakkarins frá gosinu við Sundhnúksgíga við súrefni í andrúmsloftinu. Veðurstofan segir að agnirnar mælist ekki á gasmælum sem mæla brennisteinsdíoxíð en þær sjáist sem móða þegar ákveðnum styrk sé náð. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að hækkuð gildi fínna svifryks og brennisteinsdíoxíðs hafi mælst á mælistöðvum víða á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gosmóðan geti orskaða slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem séu viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu því að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Síður viðkvæmir geti þó einnig fundið fyrir einkennum. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður. Þetta á við þegar gosmóða er sýnleg jafnvel þótt gildi brennisteinsdíoxíðs séu lægri en heilbrigðisviðmið gera ráð fyrir. Í hægri breytilegri átt suðvestanlands eru spár um gasmengun ekki eins áreiðanlegar og þegar vindur er ákveðnari, að sögn Veðurstofunnar. Bent er á í tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins vegna gosmóðunnar að rykgrímur veiti enga vernd gegn gasmengun. Til þess að koma í veg fyrir að mengunin berist inn fyrir hússins dyr sé ráðlegt að lok gluggum og minnka umgengni um útidyr, hækka hita og lofta út um leið og loftgæði utandyra batna. Áfram gýs úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk á Reykjanesi. Enn er því hætta á gasmengun vegna makkarins. Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Gráblá móðan sem liggur yfir sunnan- og vestanlands er samsett úr brennisteinsögnum sem verða til við efnahvörf gosmakkarins frá gosinu við Sundhnúksgíga við súrefni í andrúmsloftinu. Veðurstofan segir að agnirnar mælist ekki á gasmælum sem mæla brennisteinsdíoxíð en þær sjáist sem móða þegar ákveðnum styrk sé náð. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir að hækkuð gildi fínna svifryks og brennisteinsdíoxíðs hafi mælst á mælistöðvum víða á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gosmóðan geti orskaða slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem séu viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu því að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Síður viðkvæmir geti þó einnig fundið fyrir einkennum. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður. Þetta á við þegar gosmóða er sýnleg jafnvel þótt gildi brennisteinsdíoxíðs séu lægri en heilbrigðisviðmið gera ráð fyrir. Í hægri breytilegri átt suðvestanlands eru spár um gasmengun ekki eins áreiðanlegar og þegar vindur er ákveðnari, að sögn Veðurstofunnar. Bent er á í tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins vegna gosmóðunnar að rykgrímur veiti enga vernd gegn gasmengun. Til þess að koma í veg fyrir að mengunin berist inn fyrir hússins dyr sé ráðlegt að lok gluggum og minnka umgengni um útidyr, hækka hita og lofta út um leið og loftgæði utandyra batna. Áfram gýs úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk á Reykjanesi. Enn er því hætta á gasmengun vegna makkarins.
Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði