Listræn súkkulaðiupplifun og girnilegt smakk Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 14:00 Theodóra Alfreðsdóttir vöruhönnuður verður með viðburð í samstarfi við Omnom súkkulaði á HönnunarMars. SAMSETT Vöruhönnuðurinn Theodóra Alfreðsdóttir er hugfangin af súkkulaði og rannsakar ólíkar hliðar þess á sýningunni Samruni á HönnunarMars. Sýningin er unnin í samstarfi við súkkulaðigerðina Omnom. Hringrásar súkkulaðiupplifun „Upphafið á þessu verkefni á sér rætur að rekja í mynstur á bakka sem ég hannaði sem virkaði eins og það ætti heima ofan á súkkulaðiplötu. Ég hafði samband við Omnom en eftir fund þeim kviknuðu stærri hugmyndir að samstarfi,“ útskýrir Theodóra, sem er á fullu að undirbúa sýninguna. Súkkulaðiskúlptúrar Theodóru og Omnom. Aðsend „Eftir skoðun um súkkulaðigerðina rak ég augun í hismið eða skelina utan um kakóbaunina. Mikið af mínum verkefnum snúa að því að skoða hvernig hlutir verða til þannig að vinna með súkkulaðibaunina rýmdi vel við það.“ Í fréttatilkynningu segir sömuleiðis að markmiðið með samstarfinu sé að skoða hvernig súkkulaði verður til, lyfta hisminu á stall og búa til hringrásar súkkulaðiupplifun þar sem endaafurðin og hismið renna aftur saman í eitt og mynda skúlptúra. Theodóra í ferlinu. Aðsend Nostalgía sem innblástur „Með því opnum við glugga inn í það ferli sem á sér stað áður en við getum notið þess að borða súkkulaði og leggja þannig áherslu á upphafið, baunina sjálfa,“ segir Theódóra og bætir við: „Omnom notar oft nostalgíu sem innblástur í þróun á nýjum bragðtegundum og ég get speglað mína heimþrá til Íslands í því, eftir að hafa verið búsett í London í lengri tíma. Hismið spilar stærstan part í sýningunni en formin og bragðtegundirnar vitna í okkar menningu, landið okkar og mínar persónulegu minningar. Gestir sýningarinnar fá til dæmis að smakka á hjónabandssælumola, sjónvarpskökumola og súkkulaði með ösku. Nánast allt súkkulaðið sem boðið er upp á er vegan. Við hlökkum til að taka á móti sýningargestum en mikilvægt er að bóka miða á þessa sýningu enda takmarkað pláss í boði,“ segir Theodóra að lokum. View this post on Instagram A post shared by Omnom Chocolate (@omnomchocolate) Viðburðirnir verða haldnir alla dag frá fimmtudegi fram á sunnudag eða 24. - 28. apríl. Sýningin er haldin í heimakynnum Omnom úti á Granda á meðan að HönnunarMars stendur yfir. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér. HönnunarMars Menning Matur Tengdar fréttir Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár. 23. apríl 2024 07:00 Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31 Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. 22. apríl 2024 10:30 Starfaði fyrir pólska herinn og sýnir nú skartgripi á Garðatorgi Menningarlífið iðar á Garðatorgi um þessar mundir en Hönnunarsafn Íslands, sem er staðsett þar, stendur fyrir opnun og uppskeruhátíð á morgun klukkan 18:00. 22. apríl 2024 16:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hringrásar súkkulaðiupplifun „Upphafið á þessu verkefni á sér rætur að rekja í mynstur á bakka sem ég hannaði sem virkaði eins og það ætti heima ofan á súkkulaðiplötu. Ég hafði samband við Omnom en eftir fund þeim kviknuðu stærri hugmyndir að samstarfi,“ útskýrir Theodóra, sem er á fullu að undirbúa sýninguna. Súkkulaðiskúlptúrar Theodóru og Omnom. Aðsend „Eftir skoðun um súkkulaðigerðina rak ég augun í hismið eða skelina utan um kakóbaunina. Mikið af mínum verkefnum snúa að því að skoða hvernig hlutir verða til þannig að vinna með súkkulaðibaunina rýmdi vel við það.“ Í fréttatilkynningu segir sömuleiðis að markmiðið með samstarfinu sé að skoða hvernig súkkulaði verður til, lyfta hisminu á stall og búa til hringrásar súkkulaðiupplifun þar sem endaafurðin og hismið renna aftur saman í eitt og mynda skúlptúra. Theodóra í ferlinu. Aðsend Nostalgía sem innblástur „Með því opnum við glugga inn í það ferli sem á sér stað áður en við getum notið þess að borða súkkulaði og leggja þannig áherslu á upphafið, baunina sjálfa,“ segir Theódóra og bætir við: „Omnom notar oft nostalgíu sem innblástur í þróun á nýjum bragðtegundum og ég get speglað mína heimþrá til Íslands í því, eftir að hafa verið búsett í London í lengri tíma. Hismið spilar stærstan part í sýningunni en formin og bragðtegundirnar vitna í okkar menningu, landið okkar og mínar persónulegu minningar. Gestir sýningarinnar fá til dæmis að smakka á hjónabandssælumola, sjónvarpskökumola og súkkulaði með ösku. Nánast allt súkkulaðið sem boðið er upp á er vegan. Við hlökkum til að taka á móti sýningargestum en mikilvægt er að bóka miða á þessa sýningu enda takmarkað pláss í boði,“ segir Theodóra að lokum. View this post on Instagram A post shared by Omnom Chocolate (@omnomchocolate) Viðburðirnir verða haldnir alla dag frá fimmtudegi fram á sunnudag eða 24. - 28. apríl. Sýningin er haldin í heimakynnum Omnom úti á Granda á meðan að HönnunarMars stendur yfir. Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér.
HönnunarMars Menning Matur Tengdar fréttir Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár. 23. apríl 2024 07:00 Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31 Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. 22. apríl 2024 10:30 Starfaði fyrir pólska herinn og sýnir nú skartgripi á Garðatorgi Menningarlífið iðar á Garðatorgi um þessar mundir en Hönnunarsafn Íslands, sem er staðsett þar, stendur fyrir opnun og uppskeruhátíð á morgun klukkan 18:00. 22. apríl 2024 16:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár. 23. apríl 2024 07:00
Kemur beint frá París með vistvæna tískustrauma „Markmið mitt er að geta fært reynsluna mína inn í framtíðina með von um betri og sjálfbærari leiðir til að búa til klæðnað,“ segir fata-og textílhönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg. Hún hefur verið að gera öfluga hluti í tískuheiminum úti og segist með námi sínu og reynslu hafa aflað sér framúrskarandi tæknilegrar og skapandi þekkingar. 22. apríl 2024 12:31
Ragga Gísla útskýrir gjörninginn Ragga Gísla verður með alveg einstakan gjörning á Hönnunarmars. Og Hönnunarmars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 24. til 28. apríl. 22. apríl 2024 10:30
Starfaði fyrir pólska herinn og sýnir nú skartgripi á Garðatorgi Menningarlífið iðar á Garðatorgi um þessar mundir en Hönnunarsafn Íslands, sem er staðsett þar, stendur fyrir opnun og uppskeruhátíð á morgun klukkan 18:00. 22. apríl 2024 16:01