Furðar sig á ávirðingum vegna kaupa á vínarbrauði Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2024 12:04 Hjálmar Jónsson var um árabil bæði formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands fer hörðum orðum um úttekt endurskoðunarfyrirtækis á reikningum félagsins í stjórnartíð hans. Hann furðar sig meðal annars á ávirðingum fyrir að hafa ekki fengið leyfi fyrir vínarbrauðskaupum fyrir eldri félagsmenn. Á föstudag sendi Blaðamannafélag Íslands, BÍ, öllum félagsmönnum póst þar sem teknar voru saman helstu niðurstöður skoðunar KPMG á reikningum félagsins tíu ár aftur í tímann. Stjórn félagsins fékk KPMG til þess að gera úttektina í ljósi þess hversu illa gekk að fá upplýsingar um rekstur og fjárreiður félagsins eftir að Hjálmar Jónsson lét af störfum sem formaður og framkvæmdastjóri. Niðurstaða KPMG var í öllum skoðuðum atriðum sú að nauðsynlegt væri að bæta innra eftirlit. Fjöldi athugasemda var gerður vegna verulegra veikleika eða samansafna veikleika sem hafa það í för með sér að meiri en minni líkur eru á því að ekki verði komið í veg fyrir verulegar skekkju í ársreikningi eða að veruleg skekkja í ársreikningi verði ekki uppgötvuð. Alvarlegustu athugasemdir KPMG vörðuðu skort á aðgreiningu starfa hjá BÍ þar sem bókhald, samþykki reikninga og greiðsla þeirra var á sömu hendi. Hjálmar var bæði formaður og framkvæmdastjóri félagsins frá 2010 til 2021. Hefði þurft að skipta sér í tvennt eða þrennt Hjálmar hefur nú svarað úttektinni opinberlega í aðsendri grein hér á Vísi. Hann segist hljóta að þakka stjórn BÍ fyrir að hafa sent félagsmönnum samantekt á skýrslu KPMG, þannig að þeir geti kynnt sér það sem hann kallar aðför að æru sinni. Hann hafi fengið samantektina afhenta á sama tíma og félagsmenn og aldrei hafi verið haft samband við hann við gerð skýrslunnar. „Það hefðu talist vera eðlileg vinnubrögð ef vilji hefði verið til sanngjarnrar málsmeðferðar.“ Hjálmar segir mikilvægt að hafa í huga að skýrslan byggi ekki á sjálfstæðri athugun KPMG á bókhaldi BÍ heldur á samantekt svokallaðs óháðs bókara, sem hafi greinilega fengið fyrirmæli um að skoða bara sumt en ekki annað í bókhaldi félagsins og þá einkum það sem hægt væri að gera tortryggilegt. Það komi fljótt í ljós að lítil sem engin þekking sé á rekstri félagsins og hinum fjölbreyttu verkefnum þess. „Það endurspeglast til að mynda í því að Blaðamannafélag Íslands er lítið félag sem hefur ekki efni á mikilli yfirbyggingu. Samt er því ætlað að vera í senn fagfélag og stéttarfélag. Framan af mínum starfstíma var ég einungis í hlutastarfi hjá félaginu og vann jafnframt sem blaðamaður. Skrifstofustjóri sem einnig var bókari var einnig í hlutastarfi. Ekki eru nema um tíu ár síðan að ákveðið var að vera með tvö starfsgildi hjá félaginu. Skýr aðgreining var alltaf milli starfa bókara og framkvæmdastjóra, en frekari aðgreining starfa hefði þurft að felast í því að skipta framkvæmdastjóra í tvennt eða þrennt eftir atvikum og kröfum 4400 staðalsins, sem KPMG vísar til!“ Fór átta hundruð sinnum að kaupa bakkelsi fyrir eldri borgarana Meðal þess sem kom fram í skýrslu KPMG var að BÍ hefði greitt 7,6 milljónir króna í föstudagskaffi, vorferð og jólaboð fyrir „föstudagshóp“ lífeyrisþega á árunum 2014 til 2023. Ekki hafi komið fram skýringar á hvers vegna félagið stofnaði til þessa kostnaðar og ekki hafi fundist heimild frá stjórn þess fyrir honum. Kostnaðurinn tengdist ekki beint starfsemi BÍ. Hjálmar spyr sig hvernig hægt sé að fullyrða að ráðstöfun fjármunanna hafi verið heimildarlaus, í ljósi þess að úttektin tekur einungis til síðustu tíu ára en föstudagsklúbburinn svokallaði hafi verið starfræktur í tvo áratugi. „Þurfti að leita heimildar á hverju ári eða jafnvel í hverri viku eða í hvert sinn sem stjórnarmenn fengu sér kaffi og vínarbrauð á föstudögum þegar stjórn BÍ fundaði? Og var ég þá að ráðstafa fé BÍ heimildarlaust þegar ég fór í bakaríið og í Hagkaup hvernig einasta föstudagsmorgun, nema yfir hásumarið, í 20 ár? Þvílík forréttindi og glórulaus ráðstöfun fjármuna að hafa farið um það bil 800 sinnum á undanförnum 20 árum að kaupa veitingar fyrir föstudagsklúbbinn áður en vinnudagurinn hófst. Og án þess að nokkur hafi séð neitt athugavert við það þar til núna að menn vakna upp við vondan draum.“ Hafi gefið afslátt af akstri og sparað félaginu mikil útgjöld Í skýrslunni er Hjálmar sagður hafa byrjað að greiða sjálfum sér ökutækjastyrk umfram það sem var samið um í launakjörum ásamt greiðslu á dagpeningum árið 2018. Kostnaðurinn tengdist ferðum framkvæmdastjóra vegna orlofshúsa félagsins og fundum. Þessar greiðslur námu 3,2 milljónum króna á milli 2018 og 2023. Einnig voru greiðslur til tengdra aðila vegna aksturs og þrifa upp á 1,6 milljón króna á árunum 2014 til 2018. Hjálmar er sagður hafa átt að leita samþykkis stjórnar í báðum tilfellum. Þetta segir Hjálmar af og frá. Hann hafi verið með fastan ökutækjastyrk um 40 þúsund krónur á mánuði vegna aksturs í þágu félagsins á höfuðborgarsvæðinu. Annar akstur vegna þjónustu við fjögur orlofshús félagsins úti á landi hafi verið greiddur sérstaklega. „Ég gaf raunar oft helmingsafslátt af kílómetragjaldinu. Af hverju skyldi afslátturinn sem ég gaf félaginu, á réttmætri kröfu minni vegna aksturs og slits á bíl, ekki hafa verið tekin saman? Aldrei ráðlagði ég félagsmönnum mínum að gefa afslátt af réttmætum kröfum sínum vegna aksturs í þágu atvinnurekanda.“ Þá gildi hið sama um greiðslur til tengdra aðila. Þær hafi verið tilkomnar vegna viðhalds og þrifa á orlofshúsum, sem hann hafi sinnt sjálfur til að spara félaginu útgjöld. Þar hafi þurft að þrífa árlega að minnsta kosti og bera á palla og hús. „Stundum þurfti ég aðstoð og þá var eðlilega eitthvað greitt fyrir hana. Reikningar vegna efniskaupa en ekki kaupa á þjónustu staðfesta þetta í bókhaldi BÍ, þar sem þetta er fært samviskusamlega. Útgjöld upp á 1,6 milljónir yfir tíu ára tímabil eru nánast hlægileg í þessu samhengi og kannski frekar efni til að skoða hvað ég sparaði félaginu mikil útgjöld með því að sinna þessum verkefnum sjálfur samhliða annasömu starfi á skrifstofu félagsins.“ Nýi formaðurinn hafi beðið hann um að greiða fyrir fram Í skýrslunni segir að Hjálmar hafi millifært á sjálfan sig tæpar 9,2 milljónir króna á sjö árum og látið færa í bókhald sem fyrirframgreidd laun þrátt fyrir að framkvæmdastjóri hefði ekki heimild til þess að ákveða sjálfur að greiða sér laun fyrir fram. Greiðslurnar hafi ekki komið fram á launaseðlum Hjálmars þannig að ekki væri hægt að rekja í bókhaldi félagsins að greiðslurnar tengdust fyrirframgreiddum launum. Millifærslurnar hafi alls verið 28 á tímabilinu. Þær hafi verið allt frá 100 þúsund krónum til einnar og hálfrar milljónar að upphæð í hvert sinn og ekki verið endurgreiddar fyrr en að allt að sex mánuðum liðnum. Hjálmar furðar sig á því að fyrirframgreidd laun séu gerð að umtalsefni í skýrslunni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm „Það kom fyrir að ég eins og aðrir þurfti á fyrirframgreiðslu launa að halda. Það jafnaði sig yfirleitt um næstu mánaðamót á eftir. Þetta er eðlileg fyrirgreiðsla atvinnurekanda við starfsmenn sína, sem markast meðal annars af því að núverandi formaður bað mig um að fyrirframgreiða laun. Ég varð að sjálfsögðu við því án athugasemda, enda ekki tiltökumál.“ Hafi ekki skarað eld að eigin köku Hjálmar segir að BÍ sé lítið félag og þurft hafi að gæta ítrustu útsjónarsemi til þess að byggja upp fjárhag félagsins og starfsemi þess að öðru leyti. Það hafi tekist með undraverðum hætti og hann sé afskaplega stoltur af þeim árangri sem náðst hefur. Það hafi tekist þrátt fyrir að ekkert stéttarfélag sem hann þekki til geri jafnmikið fyrir félagsmenn sína og BÍ gerir. Það hafi tekist með fórnfúsu starfi tuga ef ekki hundruða félagsmanna á liðnum áratugum, sem sjaldnast hafi fengið nokkuð greitt fyrir vinnu sína. Hann óttist að það sé liðin tíð og það muni halla á ógæfuhliðina. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem félagar í BÍ hafa sýnt mér alla tíð. Ég hef reynt að sinna þessu starfi af trúfestu og ekki skarað eld að eigin köku. Ég hef reynt að vera tiltækur fyrir félagsmenn alltaf þegar þeir hafa þurft á mér og félaginu að halda og reynt að gera félagið þannig úr garði að það þjónaði hagsmunum og þörfum félagsmanna og gætti réttinda þeirra. Það er fremsta skylda stéttarfélaga,“ segir Hjálmar að lokum. Stéttarfélög Fjölmiðlar Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Á föstudag sendi Blaðamannafélag Íslands, BÍ, öllum félagsmönnum póst þar sem teknar voru saman helstu niðurstöður skoðunar KPMG á reikningum félagsins tíu ár aftur í tímann. Stjórn félagsins fékk KPMG til þess að gera úttektina í ljósi þess hversu illa gekk að fá upplýsingar um rekstur og fjárreiður félagsins eftir að Hjálmar Jónsson lét af störfum sem formaður og framkvæmdastjóri. Niðurstaða KPMG var í öllum skoðuðum atriðum sú að nauðsynlegt væri að bæta innra eftirlit. Fjöldi athugasemda var gerður vegna verulegra veikleika eða samansafna veikleika sem hafa það í för með sér að meiri en minni líkur eru á því að ekki verði komið í veg fyrir verulegar skekkju í ársreikningi eða að veruleg skekkja í ársreikningi verði ekki uppgötvuð. Alvarlegustu athugasemdir KPMG vörðuðu skort á aðgreiningu starfa hjá BÍ þar sem bókhald, samþykki reikninga og greiðsla þeirra var á sömu hendi. Hjálmar var bæði formaður og framkvæmdastjóri félagsins frá 2010 til 2021. Hefði þurft að skipta sér í tvennt eða þrennt Hjálmar hefur nú svarað úttektinni opinberlega í aðsendri grein hér á Vísi. Hann segist hljóta að þakka stjórn BÍ fyrir að hafa sent félagsmönnum samantekt á skýrslu KPMG, þannig að þeir geti kynnt sér það sem hann kallar aðför að æru sinni. Hann hafi fengið samantektina afhenta á sama tíma og félagsmenn og aldrei hafi verið haft samband við hann við gerð skýrslunnar. „Það hefðu talist vera eðlileg vinnubrögð ef vilji hefði verið til sanngjarnrar málsmeðferðar.“ Hjálmar segir mikilvægt að hafa í huga að skýrslan byggi ekki á sjálfstæðri athugun KPMG á bókhaldi BÍ heldur á samantekt svokallaðs óháðs bókara, sem hafi greinilega fengið fyrirmæli um að skoða bara sumt en ekki annað í bókhaldi félagsins og þá einkum það sem hægt væri að gera tortryggilegt. Það komi fljótt í ljós að lítil sem engin þekking sé á rekstri félagsins og hinum fjölbreyttu verkefnum þess. „Það endurspeglast til að mynda í því að Blaðamannafélag Íslands er lítið félag sem hefur ekki efni á mikilli yfirbyggingu. Samt er því ætlað að vera í senn fagfélag og stéttarfélag. Framan af mínum starfstíma var ég einungis í hlutastarfi hjá félaginu og vann jafnframt sem blaðamaður. Skrifstofustjóri sem einnig var bókari var einnig í hlutastarfi. Ekki eru nema um tíu ár síðan að ákveðið var að vera með tvö starfsgildi hjá félaginu. Skýr aðgreining var alltaf milli starfa bókara og framkvæmdastjóra, en frekari aðgreining starfa hefði þurft að felast í því að skipta framkvæmdastjóra í tvennt eða þrennt eftir atvikum og kröfum 4400 staðalsins, sem KPMG vísar til!“ Fór átta hundruð sinnum að kaupa bakkelsi fyrir eldri borgarana Meðal þess sem kom fram í skýrslu KPMG var að BÍ hefði greitt 7,6 milljónir króna í föstudagskaffi, vorferð og jólaboð fyrir „föstudagshóp“ lífeyrisþega á árunum 2014 til 2023. Ekki hafi komið fram skýringar á hvers vegna félagið stofnaði til þessa kostnaðar og ekki hafi fundist heimild frá stjórn þess fyrir honum. Kostnaðurinn tengdist ekki beint starfsemi BÍ. Hjálmar spyr sig hvernig hægt sé að fullyrða að ráðstöfun fjármunanna hafi verið heimildarlaus, í ljósi þess að úttektin tekur einungis til síðustu tíu ára en föstudagsklúbburinn svokallaði hafi verið starfræktur í tvo áratugi. „Þurfti að leita heimildar á hverju ári eða jafnvel í hverri viku eða í hvert sinn sem stjórnarmenn fengu sér kaffi og vínarbrauð á föstudögum þegar stjórn BÍ fundaði? Og var ég þá að ráðstafa fé BÍ heimildarlaust þegar ég fór í bakaríið og í Hagkaup hvernig einasta föstudagsmorgun, nema yfir hásumarið, í 20 ár? Þvílík forréttindi og glórulaus ráðstöfun fjármuna að hafa farið um það bil 800 sinnum á undanförnum 20 árum að kaupa veitingar fyrir föstudagsklúbbinn áður en vinnudagurinn hófst. Og án þess að nokkur hafi séð neitt athugavert við það þar til núna að menn vakna upp við vondan draum.“ Hafi gefið afslátt af akstri og sparað félaginu mikil útgjöld Í skýrslunni er Hjálmar sagður hafa byrjað að greiða sjálfum sér ökutækjastyrk umfram það sem var samið um í launakjörum ásamt greiðslu á dagpeningum árið 2018. Kostnaðurinn tengdist ferðum framkvæmdastjóra vegna orlofshúsa félagsins og fundum. Þessar greiðslur námu 3,2 milljónum króna á milli 2018 og 2023. Einnig voru greiðslur til tengdra aðila vegna aksturs og þrifa upp á 1,6 milljón króna á árunum 2014 til 2018. Hjálmar er sagður hafa átt að leita samþykkis stjórnar í báðum tilfellum. Þetta segir Hjálmar af og frá. Hann hafi verið með fastan ökutækjastyrk um 40 þúsund krónur á mánuði vegna aksturs í þágu félagsins á höfuðborgarsvæðinu. Annar akstur vegna þjónustu við fjögur orlofshús félagsins úti á landi hafi verið greiddur sérstaklega. „Ég gaf raunar oft helmingsafslátt af kílómetragjaldinu. Af hverju skyldi afslátturinn sem ég gaf félaginu, á réttmætri kröfu minni vegna aksturs og slits á bíl, ekki hafa verið tekin saman? Aldrei ráðlagði ég félagsmönnum mínum að gefa afslátt af réttmætum kröfum sínum vegna aksturs í þágu atvinnurekanda.“ Þá gildi hið sama um greiðslur til tengdra aðila. Þær hafi verið tilkomnar vegna viðhalds og þrifa á orlofshúsum, sem hann hafi sinnt sjálfur til að spara félaginu útgjöld. Þar hafi þurft að þrífa árlega að minnsta kosti og bera á palla og hús. „Stundum þurfti ég aðstoð og þá var eðlilega eitthvað greitt fyrir hana. Reikningar vegna efniskaupa en ekki kaupa á þjónustu staðfesta þetta í bókhaldi BÍ, þar sem þetta er fært samviskusamlega. Útgjöld upp á 1,6 milljónir yfir tíu ára tímabil eru nánast hlægileg í þessu samhengi og kannski frekar efni til að skoða hvað ég sparaði félaginu mikil útgjöld með því að sinna þessum verkefnum sjálfur samhliða annasömu starfi á skrifstofu félagsins.“ Nýi formaðurinn hafi beðið hann um að greiða fyrir fram Í skýrslunni segir að Hjálmar hafi millifært á sjálfan sig tæpar 9,2 milljónir króna á sjö árum og látið færa í bókhald sem fyrirframgreidd laun þrátt fyrir að framkvæmdastjóri hefði ekki heimild til þess að ákveða sjálfur að greiða sér laun fyrir fram. Greiðslurnar hafi ekki komið fram á launaseðlum Hjálmars þannig að ekki væri hægt að rekja í bókhaldi félagsins að greiðslurnar tengdust fyrirframgreiddum launum. Millifærslurnar hafi alls verið 28 á tímabilinu. Þær hafi verið allt frá 100 þúsund krónum til einnar og hálfrar milljónar að upphæð í hvert sinn og ekki verið endurgreiddar fyrr en að allt að sex mánuðum liðnum. Hjálmar furðar sig á því að fyrirframgreidd laun séu gerð að umtalsefni í skýrslunni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands.Vísir/Vilhelm „Það kom fyrir að ég eins og aðrir þurfti á fyrirframgreiðslu launa að halda. Það jafnaði sig yfirleitt um næstu mánaðamót á eftir. Þetta er eðlileg fyrirgreiðsla atvinnurekanda við starfsmenn sína, sem markast meðal annars af því að núverandi formaður bað mig um að fyrirframgreiða laun. Ég varð að sjálfsögðu við því án athugasemda, enda ekki tiltökumál.“ Hafi ekki skarað eld að eigin köku Hjálmar segir að BÍ sé lítið félag og þurft hafi að gæta ítrustu útsjónarsemi til þess að byggja upp fjárhag félagsins og starfsemi þess að öðru leyti. Það hafi tekist með undraverðum hætti og hann sé afskaplega stoltur af þeim árangri sem náðst hefur. Það hafi tekist þrátt fyrir að ekkert stéttarfélag sem hann þekki til geri jafnmikið fyrir félagsmenn sína og BÍ gerir. Það hafi tekist með fórnfúsu starfi tuga ef ekki hundruða félagsmanna á liðnum áratugum, sem sjaldnast hafi fengið nokkuð greitt fyrir vinnu sína. Hann óttist að það sé liðin tíð og það muni halla á ógæfuhliðina. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem félagar í BÍ hafa sýnt mér alla tíð. Ég hef reynt að sinna þessu starfi af trúfestu og ekki skarað eld að eigin köku. Ég hef reynt að vera tiltækur fyrir félagsmenn alltaf þegar þeir hafa þurft á mér og félaginu að halda og reynt að gera félagið þannig úr garði að það þjónaði hagsmunum og þörfum félagsmanna og gætti réttinda þeirra. Það er fremsta skylda stéttarfélaga,“ segir Hjálmar að lokum.
Stéttarfélög Fjölmiðlar Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira