Allt klárt fyrir tilraun við heimsmet í Hlíðarfjalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2024 08:51 Hér má sjá rauðu línuna við 253,3 metra markið en bláa línan við 300 metra markið. Heimssögulegur viðburður er í uppsiglingu í rjómablíðu í Hlíðarfjalli á Akureyri nú í morgunsárið. Þar ætlar japanskur skíðastökkvari að slá heimsmetið í skíðastökki. Fylgst er með gangi mála í vaktinni. Viðburðurinn er á vegum drykkjarfyrirtækisins Red Bull sem er þekkt fyrir orkudrykki sína hvort sem er fyrir fólk í önn. Slagorð drykkjarins er „veitir vængi“ í þeim skilningi að maður eigi að geta tekist á flug. Ekki er óvarlegt að ætla að Red Bull ætli að nýta sér stökkið í markaðssetningu enda má vel ímynda sér að skíðastökkvarar séu með vængi þegar þeir svífa í loftinu. Heimsmetið í skíðastökki er 253,3 metrar en samkvæmt upplýsingum fréttastofu stefnir sá japanski á að stökkva yfir 300 metra. Löng stökkbraut hefur verið útbúin í Hlíðarfjalli þar sem töluverða leynd hvílir yfir öllu saman. Ekki er ætlast til þess að neinn annar en fólk á vegum Red Bull nái myndum af stökkinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fluttir inn tveir risastórir snjótroðaðar fyrir verkefnið og hefur starfsfólk á skrifstofu verkfræðistofunnar COWI á Akureyri séð um smíði pallsins í vetur auk þess að sinna fleiri verkefnum. Þá hefur verið mikil vinna við að framleiða merkingar fyrir Red Bull. Eftir því sem fréttastofa kemst næst heitir skíðastökkvarinn Kobayashi Ryoyu. Hann birti á Instagram-síðu sinni fyrir tveimur klukkustundum lagið „Ready to fight“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vegurinn lokaður upp í Hlíðarfjall. Red Bull gerði samning við Akureyrarbæ varðandi upptökurnar og verður lokað upp í fjall þar til öllu er lokið. Miklu er til tjaldað. Fjölmargir eru hluti af tökuliði Red Bull enda á að ná alls konar vinklum af stökkinu. Heimamenn vonast til þess að stökkið geti orðið góð kynning fyrir Hlíðarfjall, Akureyri og Ísland. Austurríski skíðastökkvarinn Stefan Kraft er heimsmethafi í skíðastökki. Hann náði stökki upp á 253,5 metra árið 2017 í Vikersundbakken í Vikersund í Noregi. Fréttin verður uppfærð þegar í ljós kemur hvort japanska stökkvaranum tekst ætlunarverk sitt. Við þetta má bæta að Andrésar Andarleikarnir verða settir í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun og standa yfir til laugardags. Leikarnir hafa verið svo til árlegur viðburður í Hlíðarfjalli frá árinu 1976. Þetta er fjölmennasta skíðamót landsins með hátt í þúsund keppendur á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum og eiga fjölmargir skíðamenn ljúfar minningar frá leikum liðinna ára. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.
Viðburðurinn er á vegum drykkjarfyrirtækisins Red Bull sem er þekkt fyrir orkudrykki sína hvort sem er fyrir fólk í önn. Slagorð drykkjarins er „veitir vængi“ í þeim skilningi að maður eigi að geta tekist á flug. Ekki er óvarlegt að ætla að Red Bull ætli að nýta sér stökkið í markaðssetningu enda má vel ímynda sér að skíðastökkvarar séu með vængi þegar þeir svífa í loftinu. Heimsmetið í skíðastökki er 253,3 metrar en samkvæmt upplýsingum fréttastofu stefnir sá japanski á að stökkva yfir 300 metra. Löng stökkbraut hefur verið útbúin í Hlíðarfjalli þar sem töluverða leynd hvílir yfir öllu saman. Ekki er ætlast til þess að neinn annar en fólk á vegum Red Bull nái myndum af stökkinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fluttir inn tveir risastórir snjótroðaðar fyrir verkefnið og hefur starfsfólk á skrifstofu verkfræðistofunnar COWI á Akureyri séð um smíði pallsins í vetur auk þess að sinna fleiri verkefnum. Þá hefur verið mikil vinna við að framleiða merkingar fyrir Red Bull. Eftir því sem fréttastofa kemst næst heitir skíðastökkvarinn Kobayashi Ryoyu. Hann birti á Instagram-síðu sinni fyrir tveimur klukkustundum lagið „Ready to fight“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vegurinn lokaður upp í Hlíðarfjall. Red Bull gerði samning við Akureyrarbæ varðandi upptökurnar og verður lokað upp í fjall þar til öllu er lokið. Miklu er til tjaldað. Fjölmargir eru hluti af tökuliði Red Bull enda á að ná alls konar vinklum af stökkinu. Heimamenn vonast til þess að stökkið geti orðið góð kynning fyrir Hlíðarfjall, Akureyri og Ísland. Austurríski skíðastökkvarinn Stefan Kraft er heimsmethafi í skíðastökki. Hann náði stökki upp á 253,5 metra árið 2017 í Vikersundbakken í Vikersund í Noregi. Fréttin verður uppfærð þegar í ljós kemur hvort japanska stökkvaranum tekst ætlunarverk sitt. Við þetta má bæta að Andrésar Andarleikarnir verða settir í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun og standa yfir til laugardags. Leikarnir hafa verið svo til árlegur viðburður í Hlíðarfjalli frá árinu 1976. Þetta er fjölmennasta skíðamót landsins með hátt í þúsund keppendur á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum og eiga fjölmargir skíðamenn ljúfar minningar frá leikum liðinna ára. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.
Skíðaíþróttir Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira