Viðar Örn: Stoltur af liðinu fyrir að skilja allt eftir á gólfinu Gunnar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2024 22:46 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálari Hattar. vísir/Hulda Margrét Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Hattar í körfuknattleik, sagðist stoltur af liði sínu fyrir að knýja fram framlengingu gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Valur hafði þar betur og er kominn í undanúrslit. Staðan var lengi vel ekki glæsileg fyrir Hött. Valur setti fyrsti níu stigin úr leiknum, var lengst af um 14 stigum yfir og mest 21 stigi í þriðja leikhluta. Höttur jafnaði með frábærum fjórða leikhluta. „Ég er máttlaus og svekktur yfir að hafa ekki náð að koma þessu í oddaleik en stoltur af mínum mönnum sem skildu allt eftir á gólfinu,“ sagði Viðar, aðspurður um líðan sína eftir leikinn. „Við vorum aðeins flatir í byrjun meðan Valur setti niður góð skot. Við náðum ekki að komast í takt til að skora. Svona frábært lið kemst á skrið ef við erum ekki upp á okkar allra besta. Það tók okkur tíma að ná því en við jöfnuðum og gerðum þetta að hörkuleik. Við breyttum aðeins taktinum þegar leið á, fórum að sækja hraðar á þá og fá betri færi. Varnarleikurinn var geggjaður,“ sagði Viðar um frammistöðu Hattarleiksins. Valur skoraði fyrstu sex stigin í framlengingunni, sem Viðar segir hafa gert útslagið. „Það er erfitt að koma til baka í framlengingu eftir að hafa lent svona langt undir. Valur er með frábært varnarlið og við áttum ekki alveg nógu mikið af svörum.“ Þetta var í fyrsta sinn sem Höttur kemst í úrslitakeppnina sem Viðar Örn segir afrek fyrir félagið. „Auðviðað er ég tapsár og hefði viljað fara lengra, en ég held að ég sé enginn fáviti og sé það sem er jákvætt. Félagið fór lengra en áður og ég er stoltur af mínum leikmönnum og fólkinu í kringum okkur. Valsmenn voru betri núna og við óskum þeim góðs gengis. Við höldum áfram að bæta ofan á mætum vonandi enn betri í næsta tímabil.“ Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Staðan var lengi vel ekki glæsileg fyrir Hött. Valur setti fyrsti níu stigin úr leiknum, var lengst af um 14 stigum yfir og mest 21 stigi í þriðja leikhluta. Höttur jafnaði með frábærum fjórða leikhluta. „Ég er máttlaus og svekktur yfir að hafa ekki náð að koma þessu í oddaleik en stoltur af mínum mönnum sem skildu allt eftir á gólfinu,“ sagði Viðar, aðspurður um líðan sína eftir leikinn. „Við vorum aðeins flatir í byrjun meðan Valur setti niður góð skot. Við náðum ekki að komast í takt til að skora. Svona frábært lið kemst á skrið ef við erum ekki upp á okkar allra besta. Það tók okkur tíma að ná því en við jöfnuðum og gerðum þetta að hörkuleik. Við breyttum aðeins taktinum þegar leið á, fórum að sækja hraðar á þá og fá betri færi. Varnarleikurinn var geggjaður,“ sagði Viðar um frammistöðu Hattarleiksins. Valur skoraði fyrstu sex stigin í framlengingunni, sem Viðar segir hafa gert útslagið. „Það er erfitt að koma til baka í framlengingu eftir að hafa lent svona langt undir. Valur er með frábært varnarlið og við áttum ekki alveg nógu mikið af svörum.“ Þetta var í fyrsta sinn sem Höttur kemst í úrslitakeppnina sem Viðar Örn segir afrek fyrir félagið. „Auðviðað er ég tapsár og hefði viljað fara lengra, en ég held að ég sé enginn fáviti og sé það sem er jákvætt. Félagið fór lengra en áður og ég er stoltur af mínum leikmönnum og fólkinu í kringum okkur. Valsmenn voru betri núna og við óskum þeim góðs gengis. Við höldum áfram að bæta ofan á mætum vonandi enn betri í næsta tímabil.“
Körfubolti Subway-deild karla Höttur Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira