Íslensk skartgripahönnun á besta stað í New York Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. apríl 2024 17:01 Rós og Helgi eiga saman Hik&Rós. Aðsend „Okkur þykir þetta vera mikill heiður og það er mjög spennandi fyrir lítið íslenskt fyrirtæki að fá svona tækifæri,“ segir gullsmiðurinn Rós Kristjánsdóttir. Hún á skartgripafyrirtækið Hik&Rós ásamt Helga Kristinssyni gullsmíðameistara en þau voru nýlega að byrja að selja hönnun sína í glæsilega verslun á besta stað í New York borg. „Verslunin heitir Flying Solo NYC og er staðsett á Broome st. sem er ein flottasta verslunargatan í Soho. Sömuleiðis eru þau með búð í París ásamt vefverslun,“ segir Rós og bætir við að ferlið hafi tekið svolítinn tíma. „Við þurftum að fara í gegnum ákveðið ferli og það voru nokkur viðtöl tekin við okkur til að athuga hvort við myndum passa þarna inn. Það var svokallaður „scout“ sem sendi okkur póst og þá fór ferlið í gang. Ég fór sjálf með vörurnar út til þeirra í mars til að kynna mig og kynnast starfsfólkinu ásamt því að skoða búðina með berum augum, sem er ein glæsilegasta verslun sem ég hef komið í. Ótrúlegt úrval af hönnunarvörum frá minni hönnuðum sem eru að hanna föt, töskur, skó og skartgripi.“ Flying Solo NYC verslunin er mjög töff. Aðsend Hik&Rós fine jewelry var stofnað 2022 af Rós og Helga í Grímsbænum en þau kynntust þegar að Rós lagði stund á nám við gullsmíði. „Þar er verkstæðið okkar en við höfum síðan opnað verslun á Laugaveginum ásamt því að vera með vörur í bæði Hrím og Strand49. Markmið okkar er að framleiða handsmíðaða gæðavöru og tímalausa hönnun sem hentar við öll tilefni. Við notumst aðeins við endurunnið gull, hvítagull og silfur. Helgi var meistarinn minn í náminu og okkur kom svo vel saman að þegar að ég kláraði sveinsprófið mitt í gullsmíði ákváðum við að stofna saman fyrirtæki. Viðtökurnar hafa verið æðislegar og við hlökkum til að halda áfram að hanna og smíða skartgripi og þjónusta viðskiptavini okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Hik & Rós Jewelry (@hikros.jewelry) Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Lífið Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
„Verslunin heitir Flying Solo NYC og er staðsett á Broome st. sem er ein flottasta verslunargatan í Soho. Sömuleiðis eru þau með búð í París ásamt vefverslun,“ segir Rós og bætir við að ferlið hafi tekið svolítinn tíma. „Við þurftum að fara í gegnum ákveðið ferli og það voru nokkur viðtöl tekin við okkur til að athuga hvort við myndum passa þarna inn. Það var svokallaður „scout“ sem sendi okkur póst og þá fór ferlið í gang. Ég fór sjálf með vörurnar út til þeirra í mars til að kynna mig og kynnast starfsfólkinu ásamt því að skoða búðina með berum augum, sem er ein glæsilegasta verslun sem ég hef komið í. Ótrúlegt úrval af hönnunarvörum frá minni hönnuðum sem eru að hanna föt, töskur, skó og skartgripi.“ Flying Solo NYC verslunin er mjög töff. Aðsend Hik&Rós fine jewelry var stofnað 2022 af Rós og Helga í Grímsbænum en þau kynntust þegar að Rós lagði stund á nám við gullsmíði. „Þar er verkstæðið okkar en við höfum síðan opnað verslun á Laugaveginum ásamt því að vera með vörur í bæði Hrím og Strand49. Markmið okkar er að framleiða handsmíðaða gæðavöru og tímalausa hönnun sem hentar við öll tilefni. Við notumst aðeins við endurunnið gull, hvítagull og silfur. Helgi var meistarinn minn í náminu og okkur kom svo vel saman að þegar að ég kláraði sveinsprófið mitt í gullsmíði ákváðum við að stofna saman fyrirtæki. Viðtökurnar hafa verið æðislegar og við hlökkum til að halda áfram að hanna og smíða skartgripi og þjónusta viðskiptavini okkar.“ View this post on Instagram A post shared by Hik & Rós Jewelry (@hikros.jewelry)
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Lífið Fleiri fréttir Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira