Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervigreind Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 18:46 Slík mál hafa einnig komið upp á Íslandi. Getty Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis. Hinum 48 ára Anthony Dover hefur verið gert að nota ekki forrit sem er kleift að búa til myndir eftir textalýsingu notanda. Með tækjum sem þessum er hægt að hala inn mynd af manneskju og láta gervigreindina búa til klæmnari útgáfu af upphaflegu myndinni. Honum var einnig gert að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu ásamt tvö hundruð punda sekt. Forritið sem um ræðir heitir Stable Diffusion og kom á markað árið 2022. Gerir það notendum þess kleift að búa til oft mjög raunverulegar myndir út frá textalýsingum og hefur það verið notað af barnaníðingum í því skyni að framleiða barnaníðsefni. Gervigreindarmálum fjölgar fyrir dómstólum Þessi úrskurður dómsins gæti verið fordæmisgefandi þar sem fleiri og fleiri mál er varða gervigreind rata á borð dómstóla um allan heim. Í síðustu viku tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún skyldi gera það ólöglegt að búa til kynferðislegt efni af fullorðnu fólki án samþykkis þeirra. Það að búa til, búa yfir eða deila tilbúnu barnaníðsefni hefur verið glæpur í langan tíma en nú á sú löggjöf í ríkari mæli við um efni framleitt af gervigreind. Stability AI, fyrirtækið á bakvið Stable Diffusion, segir að brugðist hafi verið við og að nýrri uppfærslur forritsins komi í veg fyrir að því sé beitt til að framleiða slíkt efni. Fyrr í mánuðinum greindi Vísir frá því að fleiri en eitt mál hafi ratað á borð Ríkislögreglustjóra þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu að jafnauðvelt sé fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. Bretland Gervigreind Tengdar fréttir Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Hinum 48 ára Anthony Dover hefur verið gert að nota ekki forrit sem er kleift að búa til myndir eftir textalýsingu notanda. Með tækjum sem þessum er hægt að hala inn mynd af manneskju og láta gervigreindina búa til klæmnari útgáfu af upphaflegu myndinni. Honum var einnig gert að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu ásamt tvö hundruð punda sekt. Forritið sem um ræðir heitir Stable Diffusion og kom á markað árið 2022. Gerir það notendum þess kleift að búa til oft mjög raunverulegar myndir út frá textalýsingum og hefur það verið notað af barnaníðingum í því skyni að framleiða barnaníðsefni. Gervigreindarmálum fjölgar fyrir dómstólum Þessi úrskurður dómsins gæti verið fordæmisgefandi þar sem fleiri og fleiri mál er varða gervigreind rata á borð dómstóla um allan heim. Í síðustu viku tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún skyldi gera það ólöglegt að búa til kynferðislegt efni af fullorðnu fólki án samþykkis þeirra. Það að búa til, búa yfir eða deila tilbúnu barnaníðsefni hefur verið glæpur í langan tíma en nú á sú löggjöf í ríkari mæli við um efni framleitt af gervigreind. Stability AI, fyrirtækið á bakvið Stable Diffusion, segir að brugðist hafi verið við og að nýrri uppfærslur forritsins komi í veg fyrir að því sé beitt til að framleiða slíkt efni. Fyrr í mánuðinum greindi Vísir frá því að fleiri en eitt mál hafi ratað á borð Ríkislögreglustjóra þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu að jafnauðvelt sé fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook.
Bretland Gervigreind Tengdar fréttir Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59