Varnarmál efst á baugi nýs formanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 18:10 Mona Juul er nýkjörinn formaður danska íhaldsflokksins. De Konservative Folkeparti Mona Juul er nýr formaður danska íhaldsflokksins eftir kosningar á landsþingi flokksins sem haldinn var í dag. Á þrennu bar í fyrstu ræðu hennar sem formaður: varnarmálum, fjölskyldumálum og loftslagsmálum. Hún tekur við af Søren Pape Poulsen sem lést eftir að hann hlaut skyndilega blæðingu inn á heilann á floksstjórnarfundi í Vejen í síðasta mánuði. Hann var aðeins 52 ára að aldri. Hún segir nauðsynlegt að fylgja í fótspor Norðmanna sem hækkuðu nýlega útgjöld til varnarmála í þrjú prósent landsframleiðslu. Mona lýsti ástandinu í Evrópu í dag sem „fyrirstríðstímabili“ og vísaði til varnarmálaráðherra Þýskalands sem sagði að Rússland gæti gert árás á þjóðir Atlantshafsbandalagsins innan fimm til átta ár. „Þess vegna þurfum við einfaldlega nýja og alvarlegri nálgun á dönsk varnarmál,“ sagði Mona í ræðu sinni. Í samtali við DR segir hún þó flokkinn ekki gera kröfu um að þrjú prósent landsframleiðslu fari í málaflokkinn. „Ef það sýnir sig að það er þörf á frekari fjárveitingum þá erum við tilbúin að bæta við útgjöldin. Við skulum bara segja að við erum fús til þess, okkur langar til þess. Því það er ekkert mikilvægara en varnir Danmerkur,“ segir Mona. Hún segir það ekki liggja fyrir hvaðan þessir milljarðar ætlaðir varnarmálum eigi eftir að koma. „Við komumst að því ef það reynist nauðsynlegt. Forgangsröðunin er sú að fyrst afgreiðum við nákvæmlega það sem þörf er á, því sem íhaldskona er markmiðið auðvitað ekki að sóa frekara fé en þarf,“ segir hún í viðtali við Berlingske. Stórum hluta ræðu Monu var varið í að kalla eftir því sem hún kallar „fullorðnara samfélagi.“ „Við vitum til dæmis að í fullorðnu samfélagi kemur það hreinlega ekki fyrir að peninga vanti í varnarmálaráðuneytið. Það kemur ekki fyrir að hermennina okkar skorti efni,“ segir hún. Danmörk Tengdar fréttir Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2. mars 2024 16:37 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Hún tekur við af Søren Pape Poulsen sem lést eftir að hann hlaut skyndilega blæðingu inn á heilann á floksstjórnarfundi í Vejen í síðasta mánuði. Hann var aðeins 52 ára að aldri. Hún segir nauðsynlegt að fylgja í fótspor Norðmanna sem hækkuðu nýlega útgjöld til varnarmála í þrjú prósent landsframleiðslu. Mona lýsti ástandinu í Evrópu í dag sem „fyrirstríðstímabili“ og vísaði til varnarmálaráðherra Þýskalands sem sagði að Rússland gæti gert árás á þjóðir Atlantshafsbandalagsins innan fimm til átta ár. „Þess vegna þurfum við einfaldlega nýja og alvarlegri nálgun á dönsk varnarmál,“ sagði Mona í ræðu sinni. Í samtali við DR segir hún þó flokkinn ekki gera kröfu um að þrjú prósent landsframleiðslu fari í málaflokkinn. „Ef það sýnir sig að það er þörf á frekari fjárveitingum þá erum við tilbúin að bæta við útgjöldin. Við skulum bara segja að við erum fús til þess, okkur langar til þess. Því það er ekkert mikilvægara en varnir Danmerkur,“ segir Mona. Hún segir það ekki liggja fyrir hvaðan þessir milljarðar ætlaðir varnarmálum eigi eftir að koma. „Við komumst að því ef það reynist nauðsynlegt. Forgangsröðunin er sú að fyrst afgreiðum við nákvæmlega það sem þörf er á, því sem íhaldskona er markmiðið auðvitað ekki að sóa frekara fé en þarf,“ segir hún í viðtali við Berlingske. Stórum hluta ræðu Monu var varið í að kalla eftir því sem hún kallar „fullorðnara samfélagi.“ „Við vitum til dæmis að í fullorðnu samfélagi kemur það hreinlega ekki fyrir að peninga vanti í varnarmálaráðuneytið. Það kemur ekki fyrir að hermennina okkar skorti efni,“ segir hún.
Danmörk Tengdar fréttir Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2. mars 2024 16:37 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2. mars 2024 16:37