Varnarmál efst á baugi nýs formanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 18:10 Mona Juul er nýkjörinn formaður danska íhaldsflokksins. De Konservative Folkeparti Mona Juul er nýr formaður danska íhaldsflokksins eftir kosningar á landsþingi flokksins sem haldinn var í dag. Á þrennu bar í fyrstu ræðu hennar sem formaður: varnarmálum, fjölskyldumálum og loftslagsmálum. Hún tekur við af Søren Pape Poulsen sem lést eftir að hann hlaut skyndilega blæðingu inn á heilann á floksstjórnarfundi í Vejen í síðasta mánuði. Hann var aðeins 52 ára að aldri. Hún segir nauðsynlegt að fylgja í fótspor Norðmanna sem hækkuðu nýlega útgjöld til varnarmála í þrjú prósent landsframleiðslu. Mona lýsti ástandinu í Evrópu í dag sem „fyrirstríðstímabili“ og vísaði til varnarmálaráðherra Þýskalands sem sagði að Rússland gæti gert árás á þjóðir Atlantshafsbandalagsins innan fimm til átta ár. „Þess vegna þurfum við einfaldlega nýja og alvarlegri nálgun á dönsk varnarmál,“ sagði Mona í ræðu sinni. Í samtali við DR segir hún þó flokkinn ekki gera kröfu um að þrjú prósent landsframleiðslu fari í málaflokkinn. „Ef það sýnir sig að það er þörf á frekari fjárveitingum þá erum við tilbúin að bæta við útgjöldin. Við skulum bara segja að við erum fús til þess, okkur langar til þess. Því það er ekkert mikilvægara en varnir Danmerkur,“ segir Mona. Hún segir það ekki liggja fyrir hvaðan þessir milljarðar ætlaðir varnarmálum eigi eftir að koma. „Við komumst að því ef það reynist nauðsynlegt. Forgangsröðunin er sú að fyrst afgreiðum við nákvæmlega það sem þörf er á, því sem íhaldskona er markmiðið auðvitað ekki að sóa frekara fé en þarf,“ segir hún í viðtali við Berlingske. Stórum hluta ræðu Monu var varið í að kalla eftir því sem hún kallar „fullorðnara samfélagi.“ „Við vitum til dæmis að í fullorðnu samfélagi kemur það hreinlega ekki fyrir að peninga vanti í varnarmálaráðuneytið. Það kemur ekki fyrir að hermennina okkar skorti efni,“ segir hún. Danmörk Tengdar fréttir Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2. mars 2024 16:37 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hún tekur við af Søren Pape Poulsen sem lést eftir að hann hlaut skyndilega blæðingu inn á heilann á floksstjórnarfundi í Vejen í síðasta mánuði. Hann var aðeins 52 ára að aldri. Hún segir nauðsynlegt að fylgja í fótspor Norðmanna sem hækkuðu nýlega útgjöld til varnarmála í þrjú prósent landsframleiðslu. Mona lýsti ástandinu í Evrópu í dag sem „fyrirstríðstímabili“ og vísaði til varnarmálaráðherra Þýskalands sem sagði að Rússland gæti gert árás á þjóðir Atlantshafsbandalagsins innan fimm til átta ár. „Þess vegna þurfum við einfaldlega nýja og alvarlegri nálgun á dönsk varnarmál,“ sagði Mona í ræðu sinni. Í samtali við DR segir hún þó flokkinn ekki gera kröfu um að þrjú prósent landsframleiðslu fari í málaflokkinn. „Ef það sýnir sig að það er þörf á frekari fjárveitingum þá erum við tilbúin að bæta við útgjöldin. Við skulum bara segja að við erum fús til þess, okkur langar til þess. Því það er ekkert mikilvægara en varnir Danmerkur,“ segir Mona. Hún segir það ekki liggja fyrir hvaðan þessir milljarðar ætlaðir varnarmálum eigi eftir að koma. „Við komumst að því ef það reynist nauðsynlegt. Forgangsröðunin er sú að fyrst afgreiðum við nákvæmlega það sem þörf er á, því sem íhaldskona er markmiðið auðvitað ekki að sóa frekara fé en þarf,“ segir hún í viðtali við Berlingske. Stórum hluta ræðu Monu var varið í að kalla eftir því sem hún kallar „fullorðnara samfélagi.“ „Við vitum til dæmis að í fullorðnu samfélagi kemur það hreinlega ekki fyrir að peninga vanti í varnarmálaráðuneytið. Það kemur ekki fyrir að hermennina okkar skorti efni,“ segir hún.
Danmörk Tengdar fréttir Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2. mars 2024 16:37 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Formaður danskra Íhaldsmanna látinn Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn. 2. mars 2024 16:37