„Björninn er ekki unninn þó við séum komnir með sex stig“ Hinrik Wöhler skrifar 20. apríl 2024 19:19 Rúnar Kristinsson (til hægri) á hliðarlínunni í leik dagsins. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, sigraði sína gömlu lærisveina í KR á AVIS-vellinum í dag. Leikurinn var hluti af þriðju umferð Bestu deildar karla og þrátt fyrir afar haustlegar aðstæður í Laugardal þá var létt yfir Rúnari eftir leik. „Tilfinningin er stórkostleg, það er ekkert skemmtilegra en að vinna fótboltaleiki og það breytir engu við hverja maður er að spila,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik. Rúnar lék og þjálfaði KR um árabil og var þetta í fyrsta skiptið sem hann stýrir liði á móti KR á Íslandsmóti. Er tilfinningin öðruvísi að sigra sitt gamla félag? „Jú, kannski einhvers staðar innst inni en ég er náttúrulega bara í vinnu hjá Fram. Mitt líf snýst um að halda starfinu og gera vel, vinna fótboltaleiki og styðja við allt starfið hjá Fram. Við höfum stórkostlega áhorfendur sem koma í dag og studdu okkur. Hverfið er búið að flykkjast á bak við okkur og við erum bara reyna að svara kallinu og standa okkur. Strákarnir eru búnir að leggja inn ofboðslega vinnu og það sást í síðasta leik á móti Víkingum sem við fengum ekkert út úr. Aftur í dag á móti KR erum við mjög öflugir þegar við nennum því og menn nenna að hlaupa,“ sagði Rúnar en hann tók við þjálfun Fram fyrir þetta tímabil. „Hvorki KR né Víkingar hafa náð opna okkur“ Rúnar kemur með nýjar áherslur í Úlfarsárdalinn og virðist hafa náð að skapa sterka liðsheild meðal leikmanna sinna en liðið hefur sigrað tvo leiki í fyrstu þremur umferðunum. „Við erum að reyna skapa trú á verkefnið og menn trúa því að þetta sé hægt í þessu leikkerfi. Þetta getur verið sókndjarft kerfi þegar við vinnum boltann en líka varnarsinnað þegar við erum ekki með hann. Hvorki KR né Víkingar hafa náð opna okkur að einhverju ráði í síðustu tveimur leikjum og við vonandi getum haldið því áfram.“ „Við viljum passa boltann aðeins betur þegar við getum, það sást í fyrstu sóknunum og fyrsta hálftímann þá vorum við frábærir. Héldum boltanum vel og létum KR-inga hlaupa. Þegar þeir fengu hann þá féllum við vel niður og vörðumst þar. Síðasta korterið í fyrri hálfleik og stóran hluta í seinni þá eru veðuraðstæður þannig að það er erfitt að setja boltann niður og við erum undir mikilli pressu að halda markinu hreinu og knýja fram sigur sem tókst. Við áttum ágætis upphlaup og mögulega að bæta í,“ sagði Rúnar. Hafa aðeins fengið eitt mark á sig Ólíkt síðasta tímabili þá er varnarleikur Fram afar skipulagður og gefur fá færi á sér en liðið er aðeins búið að fá á sig eitt mark á tímabilinu. „Við erum búnir að fá okkur eitt mark í fyrstu þremur leikjum og halda tvisvar sinnum hreinu sem Fram tókst aðeins einu sinni allt síðasta keppnistímabil. Þannig við erum að vinna í þessum hlutum og erum að reyna laga það og vonandi getum haldið áfram að gera það. Björninn er ekki unninn þó við séum komnir með sex stig og halda tvisvar hreinu, við þurfum að halda áfram og mótið er mjög langt og strangt.“ Fram hefur verið að spila á ungum leikmönnum og var markaskorari leiksins í dag, Freyr Sigurðsson, aðeins átján ára gamall. „Við eigum eftir að fá leikmenn inn, Hlyn Magnússon og Brynjar Gauta. Ungu strákarnir eru að standa sig, setja pressu á mig og eldri strákana sem eru inn á. Eins og í dag, þá var aldrei spurning að leyfa Frey að spila sem er búinn að vera frábær í vetur og hæfileikaríkur strákur, það er bara glæsilegt afrek að skora sigurmarkið,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fram Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
„Tilfinningin er stórkostleg, það er ekkert skemmtilegra en að vinna fótboltaleiki og það breytir engu við hverja maður er að spila,“ sagði Rúnar skömmu eftir leik. Rúnar lék og þjálfaði KR um árabil og var þetta í fyrsta skiptið sem hann stýrir liði á móti KR á Íslandsmóti. Er tilfinningin öðruvísi að sigra sitt gamla félag? „Jú, kannski einhvers staðar innst inni en ég er náttúrulega bara í vinnu hjá Fram. Mitt líf snýst um að halda starfinu og gera vel, vinna fótboltaleiki og styðja við allt starfið hjá Fram. Við höfum stórkostlega áhorfendur sem koma í dag og studdu okkur. Hverfið er búið að flykkjast á bak við okkur og við erum bara reyna að svara kallinu og standa okkur. Strákarnir eru búnir að leggja inn ofboðslega vinnu og það sást í síðasta leik á móti Víkingum sem við fengum ekkert út úr. Aftur í dag á móti KR erum við mjög öflugir þegar við nennum því og menn nenna að hlaupa,“ sagði Rúnar en hann tók við þjálfun Fram fyrir þetta tímabil. „Hvorki KR né Víkingar hafa náð opna okkur“ Rúnar kemur með nýjar áherslur í Úlfarsárdalinn og virðist hafa náð að skapa sterka liðsheild meðal leikmanna sinna en liðið hefur sigrað tvo leiki í fyrstu þremur umferðunum. „Við erum að reyna skapa trú á verkefnið og menn trúa því að þetta sé hægt í þessu leikkerfi. Þetta getur verið sókndjarft kerfi þegar við vinnum boltann en líka varnarsinnað þegar við erum ekki með hann. Hvorki KR né Víkingar hafa náð opna okkur að einhverju ráði í síðustu tveimur leikjum og við vonandi getum haldið því áfram.“ „Við viljum passa boltann aðeins betur þegar við getum, það sást í fyrstu sóknunum og fyrsta hálftímann þá vorum við frábærir. Héldum boltanum vel og létum KR-inga hlaupa. Þegar þeir fengu hann þá féllum við vel niður og vörðumst þar. Síðasta korterið í fyrri hálfleik og stóran hluta í seinni þá eru veðuraðstæður þannig að það er erfitt að setja boltann niður og við erum undir mikilli pressu að halda markinu hreinu og knýja fram sigur sem tókst. Við áttum ágætis upphlaup og mögulega að bæta í,“ sagði Rúnar. Hafa aðeins fengið eitt mark á sig Ólíkt síðasta tímabili þá er varnarleikur Fram afar skipulagður og gefur fá færi á sér en liðið er aðeins búið að fá á sig eitt mark á tímabilinu. „Við erum búnir að fá okkur eitt mark í fyrstu þremur leikjum og halda tvisvar sinnum hreinu sem Fram tókst aðeins einu sinni allt síðasta keppnistímabil. Þannig við erum að vinna í þessum hlutum og erum að reyna laga það og vonandi getum haldið áfram að gera það. Björninn er ekki unninn þó við séum komnir með sex stig og halda tvisvar hreinu, við þurfum að halda áfram og mótið er mjög langt og strangt.“ Fram hefur verið að spila á ungum leikmönnum og var markaskorari leiksins í dag, Freyr Sigurðsson, aðeins átján ára gamall. „Við eigum eftir að fá leikmenn inn, Hlyn Magnússon og Brynjar Gauta. Ungu strákarnir eru að standa sig, setja pressu á mig og eldri strákana sem eru inn á. Eins og í dag, þá var aldrei spurning að leyfa Frey að spila sem er búinn að vera frábær í vetur og hæfileikaríkur strákur, það er bara glæsilegt afrek að skora sigurmarkið,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fram Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira