Heita Úkraínu 61 milljarði dala í stuðning Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2024 19:10 Forseti fulltrúaþingsins Mike Johnsson ávarpar fjölmiðla í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. AP/J. Scott Applewhite Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur loks samþykkt 60 milljarða dala aðstoð við Úkraínu eftir margra mánaða töf þingmanna Repúblikana á bandi Donalds Trump. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fylgdist vel með vendingum vestanhafs enda er fjárhagslegur og hernaðarlegur stuðningur Bandaríkjanna gríðarlega mikilvægur fyrir baráttu Úkraínumanna. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn X þar sem hann vottaði báðum flokkum þakklæti sitt. I am grateful to the United States House of Representatives, both parties, and personally Speaker Mike Johnson for the decision that keeps history on the right track.Democracy and freedom will always have global significance and will never fail as long as America helps to — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) April 20, 2024 „Lýðræði og frelsi mun alltaf hafa vægi í heiminum og mun aldrei bregðast svo lengi sem Bandaríkin standa vörð um það. Dýrmæta hjálparlöggjöfin sem þingið samþykkti í dag mun koma í veg fyrir að stríðið verði umfangsmeira, bjarga þúsundum mannslífa og styrkja báðar þjóðir,“ skrifar hann. „Réttlátur friður og öryggi nást aðeins með styrk,“ bætir hann við. Fjölþættur stuðningur Af þessum 61 milljarði bandaríkjadala, sem jafngildir um átta billjónum íslenskra króna, fara 23 í að endurbæta vopnaforða Bandaríkjanna. Aðrir 14 milljarðar fara svo í að kaupa vopn handa Úkraínumönnum beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. Einnig voru ellefu milljarðar eyrnamerktir viðveru fulltrúa bandaríska hersins á svæðinu þar sem hann tekur þátt í þjálfun og njósnastarfi. Restin fer til uppihalds úkraínsku ríkisstjórnarinnar, launagreiðslur og eftirlaunagreiðslur ásamt fleiru sem hún á í erfiðleikum með að halda í við vegna gífurlegs kostnaðar stríðsins. Að frumvarpinu samþykktu geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn heldur uppi þónokkrum vopnabúrum í Evrópu sem geta séð Úkraínumönnum fyrir stórskotaliðsfærum og eldflaugum. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni staðfesta lögin með undirskrift sinni. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fylgdist vel með vendingum vestanhafs enda er fjárhagslegur og hernaðarlegur stuðningur Bandaríkjanna gríðarlega mikilvægur fyrir baráttu Úkraínumanna. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn X þar sem hann vottaði báðum flokkum þakklæti sitt. I am grateful to the United States House of Representatives, both parties, and personally Speaker Mike Johnson for the decision that keeps history on the right track.Democracy and freedom will always have global significance and will never fail as long as America helps to — Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) April 20, 2024 „Lýðræði og frelsi mun alltaf hafa vægi í heiminum og mun aldrei bregðast svo lengi sem Bandaríkin standa vörð um það. Dýrmæta hjálparlöggjöfin sem þingið samþykkti í dag mun koma í veg fyrir að stríðið verði umfangsmeira, bjarga þúsundum mannslífa og styrkja báðar þjóðir,“ skrifar hann. „Réttlátur friður og öryggi nást aðeins með styrk,“ bætir hann við. Fjölþættur stuðningur Af þessum 61 milljarði bandaríkjadala, sem jafngildir um átta billjónum íslenskra króna, fara 23 í að endurbæta vopnaforða Bandaríkjanna. Aðrir 14 milljarðar fara svo í að kaupa vopn handa Úkraínumönnum beint frá bandarískum vopnaframleiðendum. Einnig voru ellefu milljarðar eyrnamerktir viðveru fulltrúa bandaríska hersins á svæðinu þar sem hann tekur þátt í þjálfun og njósnastarfi. Restin fer til uppihalds úkraínsku ríkisstjórnarinnar, launagreiðslur og eftirlaunagreiðslur ásamt fleiru sem hún á í erfiðleikum með að halda í við vegna gífurlegs kostnaðar stríðsins. Að frumvarpinu samþykktu geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn heldur uppi þónokkrum vopnabúrum í Evrópu sem geta séð Úkraínumönnum fyrir stórskotaliðsfærum og eldflaugum. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni staðfesta lögin með undirskrift sinni.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. 19. apríl 2024 14:04