„Heimir er á bakinu á mér með það“ Sverrir Mar Smárason skrifar 20. apríl 2024 16:54 Björn Daníel var frábær í liði FH í dag. Vísir / Diego FH vann góðan 0-2 útisigur á HK í Kórnum í Bestu deild karla í dag. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, skoraði síðara mark FH og átti góðan leik þar sem FH stýrði gangi mála. „Það er alltaf erfitt að koma hérna í Kórinn og sækja stig. Við fengum sénsa í fyrri hálfleik og vorum að halda þeim í skefjum. Við þurftum aðeins að keyra þetta upp um nokkra gíra. Náðum að gera þetta betur í seinni hálfleik, náðum inn tveimur mörkum og hefðum getað skorað kannski eitt í viðbót. Mjög ánægður með að halda hreinu, það er eitthvað sem við getum byggt mikið á,“ sagði Björn Daníel. FH liðið stýrði leiknum nánast allan tímann en í fyrri hálfleik gekk illa að skapa eiginleg marktækifæri. Þeir komu öflugari út í síðari hálfleik og skoruðu tvö. „Í hálfleik töluðum við bara um að við yrðum að vera þolinmóðir. Á meðan það er 0-0 þá er alltaf meiri séns á að vinna leikinn. Það var númer 1, 2 og 3 í þessum leik að halda hreinu. Ef þú nærð því þá þarftu ekki að nýta mörg færi til að vinna leikinn. Það datt fyrir okkur tvisvar í seinni hálfleik, við tókum það og förum glaðir heim,“ sagði Björn. Fyrirliðinn hefur í undanförnum leikjum fengið frjálsara hlutverk en við höfum séð hann í síðastliðin ár. Þegar hann hefur áður spilað sem miðjumaður er hann orðinn meiri sóknartengiliður og fær meira frjálsræði. Þar líður honum vel. „Þetta er aðeins öðruvísi hlutverk en að spila sem sexa eða átta. Þegar ég gerði þetta fyrir tíu árum þá var þetta aðeins meiri lúxus staða en maður þarf að hlaupa aðeins meira varnarlega. Heimir er á bakinu á mér með það. Mér finnst ég bara henta liðinu betur þarna í þessum nútíma fótbolta. Það er mikið af háákefðarhlaupum. Mér finnst ég henta liðinu í því að reyna að finna svæði til að komast í og ég er ágætur í að koma inn í teiginn. Vonandi næ ég bara að setja nokkur mörk í sumar og hjálpa liðinu,“ sagði Björn um nýju stöðuna. Og talandi um að koma inn í teiginn og skora mörk. Björn gerði, eins og fyrr segir, síðara mark FH í eiknum og var það einkar glæsilegt. Löng sending fram frá Ísaki Óla, Björn bæði tók við boltanum og skaut á lofti framhjá Arnari Frey í marki HK. „Boltinn kemur bara frá Ísaki og ég er meðvitaður um að ég sé á milli tveggja varnarmanna. Tek á móti boltanum og sé að Arnar er kominn frekar framarlega. Þá ákvað ég bara að skjóta á markið og boltinn fór inn. Fínt að komast á blað snemma í mótinu og hjálpa liðinu að vinna leiki. Það er fínt í laugardagsleikjum klukkan tvö,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
„Það er alltaf erfitt að koma hérna í Kórinn og sækja stig. Við fengum sénsa í fyrri hálfleik og vorum að halda þeim í skefjum. Við þurftum aðeins að keyra þetta upp um nokkra gíra. Náðum að gera þetta betur í seinni hálfleik, náðum inn tveimur mörkum og hefðum getað skorað kannski eitt í viðbót. Mjög ánægður með að halda hreinu, það er eitthvað sem við getum byggt mikið á,“ sagði Björn Daníel. FH liðið stýrði leiknum nánast allan tímann en í fyrri hálfleik gekk illa að skapa eiginleg marktækifæri. Þeir komu öflugari út í síðari hálfleik og skoruðu tvö. „Í hálfleik töluðum við bara um að við yrðum að vera þolinmóðir. Á meðan það er 0-0 þá er alltaf meiri séns á að vinna leikinn. Það var númer 1, 2 og 3 í þessum leik að halda hreinu. Ef þú nærð því þá þarftu ekki að nýta mörg færi til að vinna leikinn. Það datt fyrir okkur tvisvar í seinni hálfleik, við tókum það og förum glaðir heim,“ sagði Björn. Fyrirliðinn hefur í undanförnum leikjum fengið frjálsara hlutverk en við höfum séð hann í síðastliðin ár. Þegar hann hefur áður spilað sem miðjumaður er hann orðinn meiri sóknartengiliður og fær meira frjálsræði. Þar líður honum vel. „Þetta er aðeins öðruvísi hlutverk en að spila sem sexa eða átta. Þegar ég gerði þetta fyrir tíu árum þá var þetta aðeins meiri lúxus staða en maður þarf að hlaupa aðeins meira varnarlega. Heimir er á bakinu á mér með það. Mér finnst ég bara henta liðinu betur þarna í þessum nútíma fótbolta. Það er mikið af háákefðarhlaupum. Mér finnst ég henta liðinu í því að reyna að finna svæði til að komast í og ég er ágætur í að koma inn í teiginn. Vonandi næ ég bara að setja nokkur mörk í sumar og hjálpa liðinu,“ sagði Björn um nýju stöðuna. Og talandi um að koma inn í teiginn og skora mörk. Björn gerði, eins og fyrr segir, síðara mark FH í eiknum og var það einkar glæsilegt. Löng sending fram frá Ísaki Óla, Björn bæði tók við boltanum og skaut á lofti framhjá Arnari Frey í marki HK. „Boltinn kemur bara frá Ísaki og ég er meðvitaður um að ég sé á milli tveggja varnarmanna. Tek á móti boltanum og sé að Arnar er kominn frekar framarlega. Þá ákvað ég bara að skjóta á markið og boltinn fór inn. Fínt að komast á blað snemma í mótinu og hjálpa liðinu að vinna leiki. Það er fínt í laugardagsleikjum klukkan tvö,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. 20. apríl 2024 15:55