25 þjóðerni í Grundaskóla á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2024 14:31 Nemendur unnu fjölbreytt og skemmtileg verkefni á fjölmenningardögunum. Aðsend Það er búið að vera meira en nóg að gera hjá nemendum og starfsfólki Grundaskóla á Akranesi síðustu daga því þar voru haldnir fjölmenningardagar en nemendur frá tuttugu og fimm löndum eru í skólanum. Einn nemandi kemur frá Arúba, sem er eyja í Karíbahafi. Í Grundaskóla eru um 700 nemendur og 160 starfsmenn. Dagana 16. til 18. apríl voru haldnir skemmtilegir þemavinnudagar um fjölmenningu, sem Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri hafði yfirumsjón með. „Hér í skólanum eru 25 þjóðerni og við skiptum hópunum í 24, við skyldum Ísland frá og unnum ýmis verkefni. Þar á meðal vorum við að leggja áherslu á menningu og sérkenni hvers þjóðar en ekki síður þar sem við eigum sameiginlegt, okkur finnst það mikilvægt líka,” segir Valgerður Jóna. Og tókst þetta ekki vel? „Mjög vel og allir mjög ánægðir og það er sérstaklega gaman að sjá þegar eldi og yngri nemendur vinna saman og maður sér oft stjörnu í augunum á yngri börnunum því þau líta upp til þeirra eldri, þannig að þetta var alveg frábært.” Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri í Grundaskóla á Akranesi, sem er mjög ánægð með hvað fjölmenningardagarnir í skólanum tókust vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og verkefni þemadaganna voru mjög fjölbreytt. „Það var mjög frjálst, við vorum með svona föst verkefni. Það lærðu allir sömu dansana og hver hópur gerði þjóðfána hvers lands og síðan lærðu þau eitt orð í því tungumáli, sem átti við og það var orðið vinur,” segir Valgerður Jóna. Dagarnir tókust einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er sérstakasta landið sem nemandi kemur frá að mati Valgerðar Jónu? „Já, ég myndi nú kannski nefna Arúba, það er mjög fámenn þjóð og hópurinn fékk föður barnsins til að koma, sem er frá Arúba og hann var með kynningu fyrir hópinn og ég held að hann hafi sagt að hann væri eini aðilinn hér á Íslandi frá Arúba, þannig að það var virkilega gaman.” Farið var í skemmtilega skrúðgöngu í tilefni daganna um Akranes.Aðsend Heimasíða skólans Akranes Skóla - og menntamál Fjölmenning Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Í Grundaskóla eru um 700 nemendur og 160 starfsmenn. Dagana 16. til 18. apríl voru haldnir skemmtilegir þemavinnudagar um fjölmenningu, sem Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri hafði yfirumsjón með. „Hér í skólanum eru 25 þjóðerni og við skiptum hópunum í 24, við skyldum Ísland frá og unnum ýmis verkefni. Þar á meðal vorum við að leggja áherslu á menningu og sérkenni hvers þjóðar en ekki síður þar sem við eigum sameiginlegt, okkur finnst það mikilvægt líka,” segir Valgerður Jóna. Og tókst þetta ekki vel? „Mjög vel og allir mjög ánægðir og það er sérstaklega gaman að sjá þegar eldi og yngri nemendur vinna saman og maður sér oft stjörnu í augunum á yngri börnunum því þau líta upp til þeirra eldri, þannig að þetta var alveg frábært.” Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri í Grundaskóla á Akranesi, sem er mjög ánægð með hvað fjölmenningardagarnir í skólanum tókust vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og verkefni þemadaganna voru mjög fjölbreytt. „Það var mjög frjálst, við vorum með svona föst verkefni. Það lærðu allir sömu dansana og hver hópur gerði þjóðfána hvers lands og síðan lærðu þau eitt orð í því tungumáli, sem átti við og það var orðið vinur,” segir Valgerður Jóna. Dagarnir tókust einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er sérstakasta landið sem nemandi kemur frá að mati Valgerðar Jónu? „Já, ég myndi nú kannski nefna Arúba, það er mjög fámenn þjóð og hópurinn fékk föður barnsins til að koma, sem er frá Arúba og hann var með kynningu fyrir hópinn og ég held að hann hafi sagt að hann væri eini aðilinn hér á Íslandi frá Arúba, þannig að það var virkilega gaman.” Farið var í skemmtilega skrúðgöngu í tilefni daganna um Akranes.Aðsend Heimasíða skólans
Akranes Skóla - og menntamál Fjölmenning Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira