Guardiola: Palmer bað um að fá að fara í tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2024 12:31 Pep Guardiola gefur hér Cole Palmer fyrirmæli þegar strákurinn var leikmaður Manchester City. Getty/Nick Potts Cole Palmer hefur slegið í gegn hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og hann verður í sviðljósinu á móti sínum gömlu félögum í undanúrslitaleik ensku bikarsins í dag. Chelsea mætir þá ríkjandi bikarmeisturum í Manchester City á Wembley. City þarf nú að reyna að stöðva sjóðheitan leikmann sem var leikmaður liðsins fyrir ári síðan. Manchester City seldi Palmer til Chelsea síðasta sumar fyrir 42,5 milljónir punda. Hann hefur verið ein af kaupum ársins enda búinn að skora 23 mörk í öllum keppnum þar af tuttugu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Cole Palmer: He was asking for two seasons to leave Man City. I said: stay. He wanted to leave. What can we do?! . He s an exceptional player with super potential... I didn't give him the minutes he deserves that he now has at Chelsea . pic.twitter.com/RSXKINPk3P— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2024 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður um það á blaðamannafundi hvort að það hafi verið mistök að leyfa þessum efnilega knattspyrnumanni að fara. Hinn 21 árs gamli Palmer fékk fá tækifæri hjá Guardiola og vildi fara. „Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Guardiola sem átti ekki auðvelt með að svara spurningunni. „Ég hef sagt þetta mörgum sinnum. Ég gaf honum ekki mínúturnar sem hann átti skilið að fá og hann er nú að fá hjá Chelsea. Ég skil þetta fullkomlega,“ sagði Guardiola. „Hann er feiminn gaur með mikla möguleika. Þannig er það bara. Hann er að spila frábærlega og hvað get ég sagt? Þessi ákvörðun var margþætt. Hann var búinn að biðja um að fá að fara í tvö ár,“ sagði Guardiola. „Ég sagði honum að vera áfram. Hann sagði að hann vildi fara. Hvað gátum við gert? Ég sagði honum að vera áfram að því að Riyad [Mahrez] væri farinn en hann vildi fara í tvö tímabil,“ sagði Guardiola. Leikur Chelsea og Manchester City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í dag. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 16.15 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 16.00. Pep Guardiola is challenged on Cole Palmer and is asked whether it was a 'mistake' selling him pic.twitter.com/HJ8RXTxpmM— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Chelsea mætir þá ríkjandi bikarmeisturum í Manchester City á Wembley. City þarf nú að reyna að stöðva sjóðheitan leikmann sem var leikmaður liðsins fyrir ári síðan. Manchester City seldi Palmer til Chelsea síðasta sumar fyrir 42,5 milljónir punda. Hann hefur verið ein af kaupum ársins enda búinn að skora 23 mörk í öllum keppnum þar af tuttugu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Cole Palmer: He was asking for two seasons to leave Man City. I said: stay. He wanted to leave. What can we do?! . He s an exceptional player with super potential... I didn't give him the minutes he deserves that he now has at Chelsea . pic.twitter.com/RSXKINPk3P— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2024 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður um það á blaðamannafundi hvort að það hafi verið mistök að leyfa þessum efnilega knattspyrnumanni að fara. Hinn 21 árs gamli Palmer fékk fá tækifæri hjá Guardiola og vildi fara. „Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Guardiola sem átti ekki auðvelt með að svara spurningunni. „Ég hef sagt þetta mörgum sinnum. Ég gaf honum ekki mínúturnar sem hann átti skilið að fá og hann er nú að fá hjá Chelsea. Ég skil þetta fullkomlega,“ sagði Guardiola. „Hann er feiminn gaur með mikla möguleika. Þannig er það bara. Hann er að spila frábærlega og hvað get ég sagt? Þessi ákvörðun var margþætt. Hann var búinn að biðja um að fá að fara í tvö ár,“ sagði Guardiola. „Ég sagði honum að vera áfram. Hann sagði að hann vildi fara. Hvað gátum við gert? Ég sagði honum að vera áfram að því að Riyad [Mahrez] væri farinn en hann vildi fara í tvö tímabil,“ sagði Guardiola. Leikur Chelsea og Manchester City verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í dag. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 16.15 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 16.00. Pep Guardiola is challenged on Cole Palmer and is asked whether it was a 'mistake' selling him pic.twitter.com/HJ8RXTxpmM— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira