Stöð 2 Sport
Klukkan 13.50 tekur HK á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 16.00 er komið að stórleik KR og Fram í sömu deild. Rúnar Kristinsson mætir sínum fyrrum lærisveinum en leikurinn fer fram í Laugardalnum þar sem ekki er hægt að spila á Meistaravöllum.
Klukkan 18.20 eru Tilþrifin á dagskrá. Þar verður farið yfir leiki dagsins og leikinn í gær, föstudag, í Bestu deild karla.
Klukkan 19.05 mætast Þór Akureyri og Skallagrímur í úrslitakeppni 1. deild karla í körfubolta.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 16.00 hefst upphitun fyrir stórleik dagsins í ensku bikarkeppninni. Klukkan 16.10 færum við okkur til Englands þar sem bikarmeistarar Manchester City mæta Chelsea. Að leik loknum verður hann gerður upp af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport.
Klukkan 19.30 mætast Minnesota Timberwolves og Phoenix Suns í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 15.50 tekur Empoli á móti Ítalíumeisturum Napoli í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Klukkan 18.35 er komið að leik Hellas Verona og Udinese í sömu deild.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 18.00 er The Chevron Championship-mótið í golfi á dagskrá.
Vodafone Sport
Klukkan 06.55 hefst útsending frá tímatöku Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Kína að þessu sinni.
Klukkan 11.25 er stórleikur Leicester City og West Bromwich Albion í ensku B-deild karla í knattspyrnu á dagskrá. Refirnir eru í baráttu um að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Klukkan 13.55 er komið að Watford og Hull City í sömu deild.
Klukkan 16.20 er komið að leik Union Berlín og Bayern München í þýsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Klukkan 18.25 er komið að leik Hamburg og Holsten Kiel í þýsku B-deild karla í fótbolta.
Klukkan 23.00 er komið að leik Orioles og Royals í MLB-deildinni í hafnabolta.