Bikarmeistararnir leika aftur til úrslita 20. apríl 2024 18:18 Leikmenn City fagna sigurmarki Bernardo Silva. Julian Finney/Getty Images Manchester City mun aftur leika til úrslita ensku bikarkeppninnar eftir 1-0 sigur gegn Chelsea í undanúrslitum á Wembley í dag. City stjórnaði spilinu að mörgu leyti en það voru Chelsea menn sem ógnuðu markinu mest. Nicolas Jackson fékk nokkur góð færi í leiknum. Hann tók furðulega ákvörðun í fyrri hálfleik og ákvað að skjóta ekki með vinstri fæti eftir að hafa komist framhjá markverði City, heldur snúa til baka og leggja boltann út. Sendingin mistókst og færið fór forgörðum. Aftur ógnaði Jackson marki City snemma í seinni hálfleik. Hann slapp einn í gegn en tókst ekki að klára færið, fékk boltann svo aftur en þá varði markmaðurinn vel. City menn héldu vel í boltann og þrýstu á Chelsea en tókst ekki að skapa sér mörg hættuleg marktækifæri. Það þurfti þó ekki nema eitt gott færi á 84. mínútu fyrir Bernardo Silva til að skora sigurmarkið. Markið kom eftir góðan undirbúning Jeremy Doku og Kevin De Bruyne á vinstri vængnum. Boltinn barst fyrir markið og kom við markvörð Chelsea á leið sinni til Silva sem lúrði á fjærstönginni og setti hann í netið. Manchester United og Coventry mætast á morgun í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí. Enski boltinn
Manchester City mun aftur leika til úrslita ensku bikarkeppninnar eftir 1-0 sigur gegn Chelsea í undanúrslitum á Wembley í dag. City stjórnaði spilinu að mörgu leyti en það voru Chelsea menn sem ógnuðu markinu mest. Nicolas Jackson fékk nokkur góð færi í leiknum. Hann tók furðulega ákvörðun í fyrri hálfleik og ákvað að skjóta ekki með vinstri fæti eftir að hafa komist framhjá markverði City, heldur snúa til baka og leggja boltann út. Sendingin mistókst og færið fór forgörðum. Aftur ógnaði Jackson marki City snemma í seinni hálfleik. Hann slapp einn í gegn en tókst ekki að klára færið, fékk boltann svo aftur en þá varði markmaðurinn vel. City menn héldu vel í boltann og þrýstu á Chelsea en tókst ekki að skapa sér mörg hættuleg marktækifæri. Það þurfti þó ekki nema eitt gott færi á 84. mínútu fyrir Bernardo Silva til að skora sigurmarkið. Markið kom eftir góðan undirbúning Jeremy Doku og Kevin De Bruyne á vinstri vængnum. Boltinn barst fyrir markið og kom við markvörð Chelsea á leið sinni til Silva sem lúrði á fjærstönginni og setti hann í netið. Manchester United og Coventry mætast á morgun í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí.