Skapandi ónákvæmni tveggja hagfræðinga Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 19. apríl 2024 13:30 Rannsókn nokkurra hagfræðinga á áhrifum breytts námstíma í framhaldsskólum vakti verulega athygli. Eftir því sem næst verður komist hefur rannsóknin ekki enn verið farið í gegn um vísindalega ritrýningu eða verið birt í ritrýndu tímariti. Vonandi er þess þó ekki langt að bíða. Ekki tölfræðilega marktækur munur á einkunnum Í viðtölum á hinum ýmsu fjölmiðlum um rannsóknina lagði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur áherslu á að rannsóknin sýndi að einkunnir þeirra sem fóru í 3 ára framhaldsskólanám voru tæplega 0,5 lægri að meðaltali en þeirra sem fóru í 4 ára framhaldsskólanám. Á grundvelli þessarar niðurstöðu voru dregnar víðtækar ályktanir og að venju fór RÚV mikinn, en fréttastofan þar hefur árum saman af einhverjum ástæðum reynt að finna þessari breytingu allt til foráttu. Þann 11.04 síðast liðinn birtist fréttaskýring í miðopnu Morgunblaðsins um að blaðið hefði leitað til sérfræðinga á sviði hagrannsókna og tölfræði um mat á þessari rannsókn Gylfa og Tinnu. Þar kemur ýmislegt merkilegt fram, þar á meðal eftirfarandi: Þegar einungis er tekið tillit til námstíma í framhaldsskóla, einkunna og kynferðis nemenda þá sýnir rannsóknin að það er tölfræðilega marktækur munur á því hvort nemandi hafi verið í 3 eða 4 ár í framahaldsskóla. En, og það er mikilvægt, þegar aldri nemanda er bætt við greininguna breytast niðurstöðurnar. Þá er ekki lengur tölfræðilega marktækur munur á einkunnum eftir því hvort nemandi hafi verið í 3 ár eða 4 í framhaldsskóla. Á þetta var sem sagt bent í Morgunblaðinu. Af hverju að þagna núna? Þessi niðurstaða er allt önnur en Tinna Laufey ræddi ítrekað í fjölmiðlum. Ég kýs að ræða ekki yfirlýsingar Gylfa Zoega um gerræðisleg vinnubrögð og aukið brottfall í framhaldsskólum (opinber gögn sýna nefnilega að brottfall minnkaði í kjölfar styttingarinnar þvert á yfirlýsingar hans), þær eru, finnst mér, aðeins of vandræðalegar. En nú er sem sagt rúm vika liðin frá því að greint var frá því að hagfræðingarnir hefðu túlkað eigin rannsókn með frjálslegum og nokkuð skapandi hætti. Það vekur athygli mína að þeir hafa kosið að bregðast ekki við þessum ábendingum. Í ljósi þess hversu mikla áherslu hagfræðingarnir lögðu á að koma niðurstöðum sínum á framfæri (sérstakt myndband gefið út og viðtöl i öllum helstu fjölmiðlum) þá sætir þessi þögn þeirra nokkurri furðu – menn hafa tjáð sig af minna tilefni. Ég gef mér að hagfræðingarnir séu að undirbúa hvernig útskýra eigi fyrir fræðasamfélaginu, almenningi og stjórnvöldum þessa skapandi ónákvæmni þeirra – en mig grunar að sú útskýring verði aðeins flókin eins og gjarnan gerist þegar fólk lendir í svona stöðu. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Rannsókn nokkurra hagfræðinga á áhrifum breytts námstíma í framhaldsskólum vakti verulega athygli. Eftir því sem næst verður komist hefur rannsóknin ekki enn verið farið í gegn um vísindalega ritrýningu eða verið birt í ritrýndu tímariti. Vonandi er þess þó ekki langt að bíða. Ekki tölfræðilega marktækur munur á einkunnum Í viðtölum á hinum ýmsu fjölmiðlum um rannsóknina lagði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir hagfræðingur áherslu á að rannsóknin sýndi að einkunnir þeirra sem fóru í 3 ára framhaldsskólanám voru tæplega 0,5 lægri að meðaltali en þeirra sem fóru í 4 ára framhaldsskólanám. Á grundvelli þessarar niðurstöðu voru dregnar víðtækar ályktanir og að venju fór RÚV mikinn, en fréttastofan þar hefur árum saman af einhverjum ástæðum reynt að finna þessari breytingu allt til foráttu. Þann 11.04 síðast liðinn birtist fréttaskýring í miðopnu Morgunblaðsins um að blaðið hefði leitað til sérfræðinga á sviði hagrannsókna og tölfræði um mat á þessari rannsókn Gylfa og Tinnu. Þar kemur ýmislegt merkilegt fram, þar á meðal eftirfarandi: Þegar einungis er tekið tillit til námstíma í framhaldsskóla, einkunna og kynferðis nemenda þá sýnir rannsóknin að það er tölfræðilega marktækur munur á því hvort nemandi hafi verið í 3 eða 4 ár í framahaldsskóla. En, og það er mikilvægt, þegar aldri nemanda er bætt við greininguna breytast niðurstöðurnar. Þá er ekki lengur tölfræðilega marktækur munur á einkunnum eftir því hvort nemandi hafi verið í 3 ár eða 4 í framhaldsskóla. Á þetta var sem sagt bent í Morgunblaðinu. Af hverju að þagna núna? Þessi niðurstaða er allt önnur en Tinna Laufey ræddi ítrekað í fjölmiðlum. Ég kýs að ræða ekki yfirlýsingar Gylfa Zoega um gerræðisleg vinnubrögð og aukið brottfall í framhaldsskólum (opinber gögn sýna nefnilega að brottfall minnkaði í kjölfar styttingarinnar þvert á yfirlýsingar hans), þær eru, finnst mér, aðeins of vandræðalegar. En nú er sem sagt rúm vika liðin frá því að greint var frá því að hagfræðingarnir hefðu túlkað eigin rannsókn með frjálslegum og nokkuð skapandi hætti. Það vekur athygli mína að þeir hafa kosið að bregðast ekki við þessum ábendingum. Í ljósi þess hversu mikla áherslu hagfræðingarnir lögðu á að koma niðurstöðum sínum á framfæri (sérstakt myndband gefið út og viðtöl i öllum helstu fjölmiðlum) þá sætir þessi þögn þeirra nokkurri furðu – menn hafa tjáð sig af minna tilefni. Ég gef mér að hagfræðingarnir séu að undirbúa hvernig útskýra eigi fyrir fræðasamfélaginu, almenningi og stjórnvöldum þessa skapandi ónákvæmni þeirra – en mig grunar að sú útskýring verði aðeins flókin eins og gjarnan gerist þegar fólk lendir í svona stöðu. Höfundur er verkefnastjóri.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun