Sería A örugg með fimm Meistaradeildarsæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 12:30 Christian Pulisic fagnar marki með AC Milan en ítölsku félögin voru duglega að safna stigum í Evrópu á leiktíðinni. Getty/Giuseppe Cottini Ítalir fögnuðu ekki aðeins því í gær að Atalanta, Roma og Fiorentina komust áfram í undanúrslit Evrópukeppnanna. Góður árangur ítölsku félaganna hefur nú tryggt það að Sería A mun fá annað af bónussætunum í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fimm lið frá Ítalíu verða því í nýrri Meistaradeild en að þessu sinni taka 36 lið þátt. Ítölsku liðin eru með bestan árangur í Evrópukeppnunum á þessu tímabili og það skipti ekki máli að ekkert ítalskt félag komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Gengi ítalskra félaga var það gott í Evrópu í vetur en lið fá stig fyrir sigra og jafntefli og samanlagður heildarfjöldi stiga hjá liðum í hverju landi ræður síðan röðun þeirra á styrkleikalista UEFA. Serie A secures extra place in Champions LeagueSerie A will have five teams in the Champions League next season after it secured one of the two extra places for performance across the three European competitions this season.https://t.co/JhnsKVXpxM— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 18, 2024 Sætið hjá Ítölunum var tryggt eftir að fjögur af fimm enskum liðum í átta liða úrslitum Evrópukeppnanna duttu úr leik. Manchester City, Arsenal, Liverpool og West Ham sátu öll með sárt ennið og líklegast er núna að Þýskaland fái hitt aukasætið. Bayern München og Borussia Dortmund komust bæði áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar og Bayer Leverkusen sló West Ham út í gær. Þýskaland þarf aðeins tvo sigra eða einn sigur og tvö jafntefli í viðbót í undanúrslitaleikjunum til að tryggja sér endanlega sætið. Roma er eins og er í fimmta sætinu á Ítalíu en í sjötta sætinu er Atalanta. Þau eru bæði í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og ef þau vinna hana þá hjálpa þau hinu liðinu inn í Meistaradeildina því Ítalía yrði þá með sex lið í henni á næstu leiktíð. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sjá meira
Góður árangur ítölsku félaganna hefur nú tryggt það að Sería A mun fá annað af bónussætunum í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fimm lið frá Ítalíu verða því í nýrri Meistaradeild en að þessu sinni taka 36 lið þátt. Ítölsku liðin eru með bestan árangur í Evrópukeppnunum á þessu tímabili og það skipti ekki máli að ekkert ítalskt félag komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Gengi ítalskra félaga var það gott í Evrópu í vetur en lið fá stig fyrir sigra og jafntefli og samanlagður heildarfjöldi stiga hjá liðum í hverju landi ræður síðan röðun þeirra á styrkleikalista UEFA. Serie A secures extra place in Champions LeagueSerie A will have five teams in the Champions League next season after it secured one of the two extra places for performance across the three European competitions this season.https://t.co/JhnsKVXpxM— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) April 18, 2024 Sætið hjá Ítölunum var tryggt eftir að fjögur af fimm enskum liðum í átta liða úrslitum Evrópukeppnanna duttu úr leik. Manchester City, Arsenal, Liverpool og West Ham sátu öll með sárt ennið og líklegast er núna að Þýskaland fái hitt aukasætið. Bayern München og Borussia Dortmund komust bæði áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar og Bayer Leverkusen sló West Ham út í gær. Þýskaland þarf aðeins tvo sigra eða einn sigur og tvö jafntefli í viðbót í undanúrslitaleikjunum til að tryggja sér endanlega sætið. Roma er eins og er í fimmta sætinu á Ítalíu en í sjötta sætinu er Atalanta. Þau eru bæði í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og ef þau vinna hana þá hjálpa þau hinu liðinu inn í Meistaradeildina því Ítalía yrði þá með sex lið í henni á næstu leiktíð.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sjá meira