Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2024 14:27 Mennirnir tveir voru færðir fyrir dómara í dag. EPA/RONALD WITTEK Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. Mennirnir tveir eru sagðir hafa vaktað bandarískar herstöðvar og skipulagt árásir á hergagnaverksmiðjur og flutningaleiðir hergagna til Úkraínu. Þeir voru handteknir í Bæjarlandi í gær. Einn mannanna heitir Dieter S. og er 39 ára gamall maður af blönduðum rússneskum og þýskum uppruna. Hann er sagður hafa verið í samskiptum við útsendara frá Rússlandi frá því í október í fyrra og mun hann hafa samþykkt að gera árásir á hernaðarinnviði í Þýskalandi og hergagnaverksmiðjur, samkvæmt frétt Spiegel. Dieter S er sagður hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta Úkraínu frá 2014 til 2016, en sá hópur sem hann barðist með er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í Þýskalandi og hefur hann einnig verið sakaður um aðild að hryðjuverkasamtökum. Festnahmen u. a. wegen geheimdienstlicher Agententätigkeit und Mitgliedschaft in der ausländischen terroristischen Vereinigung Volksrepublik Donezk (VRD) , Pressemitteilung der #Bundesanwaltschaft vom 18.04.2024 https://t.co/bCFIPTa2Qe— Bundesanwaltschaft (@GBA_b_BGH) April 18, 2024 Hinn maðurinn heitir Alexander J. og er hann sakaður um að hafa aðstoðar Dieter S. frá því í síðasta mánuði. Dieter er sagður hafa skoðað mörg möguleg skotmörk, tekið myndir og myndbönd og sent myndefnið til útsendara í Rússlandi. Financial Times segir þann mann vera útsendara Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Meðal staða sem þeir eru sagðir hafa skoðað eru herstöðvar þar sem úkraínskir hermenn fá þjálfun. Mennirnir eru sagðir hafa verið í samskiptum við rússneskan útsendara sem er sakaður um skipulagningu sprengjuárása og íkveikja. Þýski miðillinn DW segir að sendiherra Rússlands í Berlín hafi verið kallaður á teppið í dag vegna málsins. Þýskaland er einn stærsti bakhjarl Úkraínu og þá sérstaklega frá því Bandaríkjamenn hættu að senda hergögn til Úkraínu á síðasta ári. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt að ríkið sé mikilvægt skotmark í augum Rússa, vegna þessarar hernaðaraðstoðar og vegna þess að Þjóðverjar hafa tekið algera U-beygju í samskiptum sínum við Rússa. Robert Habeck, aðstoðarkanslari Þýskalands, er staddur í Kænugarði þesssa dagana og fór hann á fund Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, í dag. Vizekanzler Robert #Habeck ist heute für einen Besuch in der #Ukraine eingetroffen. Er trifft dort u.a. Präsident #Selenskyj, zu politischen Gesprächen. pic.twitter.com/ZSvzRSorJF— Bundesministerium für Wirtschaft und Klimaschutz (@BMWK) April 18, 2024 Rússneskir njósnarar framhleypnir Útsendarar GRU hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við umfangsmiklar njósnir í Evrópu, skemmdarverk og jafnvel banatilræði. Í frétt FT segir að umsvif rússneskra njósnara í Evrópu hafi aukist á undanförnum mánuðum og er haft eftir evrópskum embættismönnum að fregnirnar frá Þýskalandi bendi til þess að Rússar séu sérstaklega framhleypnir þessa dagana. Í Þýskalandi eru rússneskir njósnarar sagðir hafa reynt að grafa undan stuðningi almennings við hernaðaraðstoð handa Úkraínu með áróðursherferðum og tölvuárásum á stjórnmálaflokka. Ráðamenn í Þýskalandi segja að verið sé að gefa í varðandi gagnnjósnir þar í landi. Hins vegar er rétt um mánuður síðan háttsettur embættismaður í varnarmálaráðuneyti Þýskalands var handtekinn fyrir að senda háleynileg gögn til Rússlands. Þá var einn af leiðtogum næst vinsælasta flokks Þýskalands, AfD, sakaður um að taka við peningum frá rússneskum auðjöfri fyrir að dreifa áróðri frá Rússum í Þýskalandi. Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Ákærður fyrir að nota slagorð SS-sveitanna á fjöldafundi Réttarhöld hefjast í dag yfir einum af helstu leiðtogum þýska stjórnmálaflokksins Valkostir fyrir Þýskaland en hann hefur verið ákærður fyrir að nota eitt helsta slagorð nasista. 18. apríl 2024 07:56 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. 3. mars 2024 11:06 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Mennirnir tveir eru sagðir hafa vaktað bandarískar herstöðvar og skipulagt árásir á hergagnaverksmiðjur og flutningaleiðir hergagna til Úkraínu. Þeir voru handteknir í Bæjarlandi í gær. Einn mannanna heitir Dieter S. og er 39 ára gamall maður af blönduðum rússneskum og þýskum uppruna. Hann er sagður hafa verið í samskiptum við útsendara frá Rússlandi frá því í október í fyrra og mun hann hafa samþykkt að gera árásir á hernaðarinnviði í Þýskalandi og hergagnaverksmiðjur, samkvæmt frétt Spiegel. Dieter S er sagður hafa barist fyrir aðskilnaðarsinna og Rússa í austurhluta Úkraínu frá 2014 til 2016, en sá hópur sem hann barðist með er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í Þýskalandi og hefur hann einnig verið sakaður um aðild að hryðjuverkasamtökum. Festnahmen u. a. wegen geheimdienstlicher Agententätigkeit und Mitgliedschaft in der ausländischen terroristischen Vereinigung Volksrepublik Donezk (VRD) , Pressemitteilung der #Bundesanwaltschaft vom 18.04.2024 https://t.co/bCFIPTa2Qe— Bundesanwaltschaft (@GBA_b_BGH) April 18, 2024 Hinn maðurinn heitir Alexander J. og er hann sakaður um að hafa aðstoðar Dieter S. frá því í síðasta mánuði. Dieter er sagður hafa skoðað mörg möguleg skotmörk, tekið myndir og myndbönd og sent myndefnið til útsendara í Rússlandi. Financial Times segir þann mann vera útsendara Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Meðal staða sem þeir eru sagðir hafa skoðað eru herstöðvar þar sem úkraínskir hermenn fá þjálfun. Mennirnir eru sagðir hafa verið í samskiptum við rússneskan útsendara sem er sakaður um skipulagningu sprengjuárása og íkveikja. Þýski miðillinn DW segir að sendiherra Rússlands í Berlín hafi verið kallaður á teppið í dag vegna málsins. Þýskaland er einn stærsti bakhjarl Úkraínu og þá sérstaklega frá því Bandaríkjamenn hættu að senda hergögn til Úkraínu á síðasta ári. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt að ríkið sé mikilvægt skotmark í augum Rússa, vegna þessarar hernaðaraðstoðar og vegna þess að Þjóðverjar hafa tekið algera U-beygju í samskiptum sínum við Rússa. Robert Habeck, aðstoðarkanslari Þýskalands, er staddur í Kænugarði þesssa dagana og fór hann á fund Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, í dag. Vizekanzler Robert #Habeck ist heute für einen Besuch in der #Ukraine eingetroffen. Er trifft dort u.a. Präsident #Selenskyj, zu politischen Gesprächen. pic.twitter.com/ZSvzRSorJF— Bundesministerium für Wirtschaft und Klimaschutz (@BMWK) April 18, 2024 Rússneskir njósnarar framhleypnir Útsendarar GRU hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við umfangsmiklar njósnir í Evrópu, skemmdarverk og jafnvel banatilræði. Í frétt FT segir að umsvif rússneskra njósnara í Evrópu hafi aukist á undanförnum mánuðum og er haft eftir evrópskum embættismönnum að fregnirnar frá Þýskalandi bendi til þess að Rússar séu sérstaklega framhleypnir þessa dagana. Í Þýskalandi eru rússneskir njósnarar sagðir hafa reynt að grafa undan stuðningi almennings við hernaðaraðstoð handa Úkraínu með áróðursherferðum og tölvuárásum á stjórnmálaflokka. Ráðamenn í Þýskalandi segja að verið sé að gefa í varðandi gagnnjósnir þar í landi. Hins vegar er rétt um mánuður síðan háttsettur embættismaður í varnarmálaráðuneyti Þýskalands var handtekinn fyrir að senda háleynileg gögn til Rússlands. Þá var einn af leiðtogum næst vinsælasta flokks Þýskalands, AfD, sakaður um að taka við peningum frá rússneskum auðjöfri fyrir að dreifa áróðri frá Rússum í Þýskalandi.
Þýskaland Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Ákærður fyrir að nota slagorð SS-sveitanna á fjöldafundi Réttarhöld hefjast í dag yfir einum af helstu leiðtogum þýska stjórnmálaflokksins Valkostir fyrir Þýskaland en hann hefur verið ákærður fyrir að nota eitt helsta slagorð nasista. 18. apríl 2024 07:56 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25 Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. 3. mars 2024 11:06 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Ákærður fyrir að nota slagorð SS-sveitanna á fjöldafundi Réttarhöld hefjast í dag yfir einum af helstu leiðtogum þýska stjórnmálaflokksins Valkostir fyrir Þýskaland en hann hefur verið ákærður fyrir að nota eitt helsta slagorð nasista. 18. apríl 2024 07:56
Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01
Táningar sakaðir um skipulagningu hryðjuverkaárása Lögregluþjónar í Þýskalandi hafa handtekið fjóra táninga, tvo drengi og tvær stúlkur, sem grunuð eru um undirbúning hryðjuverkaárása í nafni Íslamska ríkisins. Þrjú voru handtekinn í Norðurrín Vestfalíu og einn í Stuttgart. 12. apríl 2024 15:25
Niðurlæging fyrir þýsk stjórnvöld Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur heitið því að rannsakað verði til hlýtar hvernig upptökur af leynilegum fundum þýska hersins um Úkraínustríðið komust í dreifingu á rússneskum samfélagsmiðlum. 3. mars 2024 11:06