Halda andlitinu í skólanum en hrynja niður heima Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. apríl 2024 13:31 Verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum segir yfirvöld verða að taka betur utan um einhverf börn. Vísir/samsett Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við einstæða móður einhverfrar stúlku sem missti heilsu sína vegna álagsins sem felst í því að berjast við kerfið sem stúlkan þrífst illa í. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum segir þetta mál eitt af fjölmörgum sem samtökin fá inn á borð til sín. Horfa verði á málið heildstætt því vandinn sé kerfislægur. „Þegar maður er með taugakerfi sem á afskaplega erfitt með áreitið sem er í svona rýmum, þá er maður ekki að fara að venjast því þá verður maður úttaugaður og þessi börn eru komin í kulnun, það getur gerst niður í tíu ára aldur og þau eru í raun og veru veik, þau eru lasin og það þarf að hjálpa þeim. Það er ekki mat á góðum árangri að mæla mætingu krakkans í skólann - það getur ekki verið það - það verður að vera líðanin og hvernig þér gengur að innbyrða námsefni. Ekki það hvort þú sért staddur á þessum stað klukkan þetta.“ Guðlaug Svala þekkir mýmörg dæmi þess að fólk sé með áfallastreitutöskun eftir skólagönguna. „Okkur ber skylda til að vernda heilsu þeirra því þetta er beinlínis heilsuspillandi umhverfi og það er gríðarlega alvarlegt heilsufarsmál að vera komin í einhverfukulnun í grunnskóla, svo ekki sé nú minnst á hvernig foreldrarnir hafa það, líkt og í fréttinni ykkar í gær. Þetta heyrum við bara mjög oft. Foreldrarnir eru komnir að þrotum og það getur nú ekki verið gott fyrir þjóðarbúið.“ Fræðsluskyldan nái yfir meira en GPS hnit Formaður Kennarasambands Íslands ræddi á dögunum við RÚV þar sem hann lýsti áhyggjum af því að foreldrar færu of oft með börn sín í frí úr skóla. Guðlaugu finnst þessi áhersla skjóta skökku við. „Á sama tíma sitja þessi [einhverfu] börn heima hjá sér og geta ekki verið í skólanum. Þetta fer ekki alveg saman þarna, eitthvað í þessu dæmi. Það sem ég vil benda á er að fræðsluskylda samfélagsins á ekki að snúast um að koma einstaklingunum inn í ákveðið hús á ákveðnu GPS hniti, það á að snúast um að veita þeim þjónustu þar sem þau eru stödd, bæði andlega og líkamlega.“ Hrynja þegar heim er komið Hún kallar eftir skynvænni nálgun á skólum, þar séu mörg einhverf börn sem setji upp grímu til að lifa af, eða það sem kallað er að „maska“. „Þau sýna oft ekki örvæntinguna sína í skólanum vegna þess að þá eru þau að halda andlitinu en svo koma þau heim til sín og hrynja niður. Þannig er þetta oft. Við lýsum því þannig að við höfum verið í skólanum að harka af okkur. Ég hef ekki hitt fullorðinn einhverfan einstakling sem hefur ekki lent í einelti á sinni skólagöngu. Við erum í áfalli á þessum tíma.“ Skólakerfið verði að mæta einhverfum börnum. „Þeir foreldrar sem lenda mestum vandræðum, það eru oft þeir sem eru sjálfir skynsegin og skilja barnið vel og eru að reyna að vernda þau gegn þessu áreiti og þau neita að taka þátt í því að pína barnið til að fara í skólann af því þau muna bara eftir því hvernig þetta var og þeim líður eins og þau séu að galla barnið sitt inn í geislavirkt umhverfi og þá fer svolítið kerfið upp á afturlappirnar og segir sko, þetta foreldri er ekki hæft og hér þurfum við að stíga inn og taka fram fyrir hendurnar á þeim. Þannig að örvæntingin hjá börnum og foreldrum er algjör í svona aðstæðum.“ Vill skynvæna skóla Guðlaug segir að allir verði að taka höndum saman og að hún viti fullvel að innan skólans sé gott starfsfólk að reyna sitt besta. Stjórnvöld verði að stíga inn og gefa þeim tæki og tól til að koma til móts við börnin. Hún tekur sem dæmi að víða séu skólar hnetulausir til að vernda börn með hnetuofnæmi. Í skólum sé ekki verið að vernda krakka sem þola ekki skynrænt áreiti. „Enginn segir „við erum skynvænn skóli“ til að passa upp á heilsu þessara barna en það er skilti sem ég vil fara að sjá hanga uppi í anddyri skólanna. Við erum skynvænn skóli.“ Einhverfa Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir „ómanneskjulegt“ álag á foreldrum einhverfra barna Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé í raun ómanneskjulegt. 17. apríl 2024 19:30 „Stimplaður óþekkur“ sökum vanþekkingar skólastjórnenda Móðir drengs með ódæmigerða einhverfu segir son sinn ekki njóta skilnings í skólanum sökum vanþekkingar skólastjórnenda. Hún furðar sig á því að hann hafi ekki fengið pláss á sérdeild, þar fengi hann meiri skilning. 13. apríl 2023 15:59 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við einstæða móður einhverfrar stúlku sem missti heilsu sína vegna álagsins sem felst í því að berjast við kerfið sem stúlkan þrífst illa í. Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum segir þetta mál eitt af fjölmörgum sem samtökin fá inn á borð til sín. Horfa verði á málið heildstætt því vandinn sé kerfislægur. „Þegar maður er með taugakerfi sem á afskaplega erfitt með áreitið sem er í svona rýmum, þá er maður ekki að fara að venjast því þá verður maður úttaugaður og þessi börn eru komin í kulnun, það getur gerst niður í tíu ára aldur og þau eru í raun og veru veik, þau eru lasin og það þarf að hjálpa þeim. Það er ekki mat á góðum árangri að mæla mætingu krakkans í skólann - það getur ekki verið það - það verður að vera líðanin og hvernig þér gengur að innbyrða námsefni. Ekki það hvort þú sért staddur á þessum stað klukkan þetta.“ Guðlaug Svala þekkir mýmörg dæmi þess að fólk sé með áfallastreitutöskun eftir skólagönguna. „Okkur ber skylda til að vernda heilsu þeirra því þetta er beinlínis heilsuspillandi umhverfi og það er gríðarlega alvarlegt heilsufarsmál að vera komin í einhverfukulnun í grunnskóla, svo ekki sé nú minnst á hvernig foreldrarnir hafa það, líkt og í fréttinni ykkar í gær. Þetta heyrum við bara mjög oft. Foreldrarnir eru komnir að þrotum og það getur nú ekki verið gott fyrir þjóðarbúið.“ Fræðsluskyldan nái yfir meira en GPS hnit Formaður Kennarasambands Íslands ræddi á dögunum við RÚV þar sem hann lýsti áhyggjum af því að foreldrar færu of oft með börn sín í frí úr skóla. Guðlaugu finnst þessi áhersla skjóta skökku við. „Á sama tíma sitja þessi [einhverfu] börn heima hjá sér og geta ekki verið í skólanum. Þetta fer ekki alveg saman þarna, eitthvað í þessu dæmi. Það sem ég vil benda á er að fræðsluskylda samfélagsins á ekki að snúast um að koma einstaklingunum inn í ákveðið hús á ákveðnu GPS hniti, það á að snúast um að veita þeim þjónustu þar sem þau eru stödd, bæði andlega og líkamlega.“ Hrynja þegar heim er komið Hún kallar eftir skynvænni nálgun á skólum, þar séu mörg einhverf börn sem setji upp grímu til að lifa af, eða það sem kallað er að „maska“. „Þau sýna oft ekki örvæntinguna sína í skólanum vegna þess að þá eru þau að halda andlitinu en svo koma þau heim til sín og hrynja niður. Þannig er þetta oft. Við lýsum því þannig að við höfum verið í skólanum að harka af okkur. Ég hef ekki hitt fullorðinn einhverfan einstakling sem hefur ekki lent í einelti á sinni skólagöngu. Við erum í áfalli á þessum tíma.“ Skólakerfið verði að mæta einhverfum börnum. „Þeir foreldrar sem lenda mestum vandræðum, það eru oft þeir sem eru sjálfir skynsegin og skilja barnið vel og eru að reyna að vernda þau gegn þessu áreiti og þau neita að taka þátt í því að pína barnið til að fara í skólann af því þau muna bara eftir því hvernig þetta var og þeim líður eins og þau séu að galla barnið sitt inn í geislavirkt umhverfi og þá fer svolítið kerfið upp á afturlappirnar og segir sko, þetta foreldri er ekki hæft og hér þurfum við að stíga inn og taka fram fyrir hendurnar á þeim. Þannig að örvæntingin hjá börnum og foreldrum er algjör í svona aðstæðum.“ Vill skynvæna skóla Guðlaug segir að allir verði að taka höndum saman og að hún viti fullvel að innan skólans sé gott starfsfólk að reyna sitt besta. Stjórnvöld verði að stíga inn og gefa þeim tæki og tól til að koma til móts við börnin. Hún tekur sem dæmi að víða séu skólar hnetulausir til að vernda börn með hnetuofnæmi. Í skólum sé ekki verið að vernda krakka sem þola ekki skynrænt áreiti. „Enginn segir „við erum skynvænn skóli“ til að passa upp á heilsu þessara barna en það er skilti sem ég vil fara að sjá hanga uppi í anddyri skólanna. Við erum skynvænn skóli.“
Einhverfa Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir „ómanneskjulegt“ álag á foreldrum einhverfra barna Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé í raun ómanneskjulegt. 17. apríl 2024 19:30 „Stimplaður óþekkur“ sökum vanþekkingar skólastjórnenda Móðir drengs með ódæmigerða einhverfu segir son sinn ekki njóta skilnings í skólanum sökum vanþekkingar skólastjórnenda. Hún furðar sig á því að hann hafi ekki fengið pláss á sérdeild, þar fengi hann meiri skilning. 13. apríl 2023 15:59 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Segir „ómanneskjulegt“ álag á foreldrum einhverfra barna Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé í raun ómanneskjulegt. 17. apríl 2024 19:30
„Stimplaður óþekkur“ sökum vanþekkingar skólastjórnenda Móðir drengs með ódæmigerða einhverfu segir son sinn ekki njóta skilnings í skólanum sökum vanþekkingar skólastjórnenda. Hún furðar sig á því að hann hafi ekki fengið pláss á sérdeild, þar fengi hann meiri skilning. 13. apríl 2023 15:59