Handbolti

Sebastian tekur við kvenna­liði Víkings

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sebastian Alexandersson hefur þjálfað HK-inga undanfarin þrjú ár.
Sebastian Alexandersson hefur þjálfað HK-inga undanfarin þrjú ár. Vísir/Vilhelm

Sebastian Popovic Alexandersson verður næsti þjálfari kvennaliðs Víkings í handbolta en hann hefur skrifað undir samning til næstu tveggja ára.

Sebastian hefur þjálfað karlalið HK undanfarin ár en fékk ekki nýjan samning þar.

HK tilkynnti það í janúar að Sebastian og aðstoðarmaður hans Guðfinnur Kristmannsson myndu láta af störfum eftir tímabilið. Þeir höfðu þjálfað liðið frá árinu 2021.

Sebastian tekur við Víkingsliðinu af Jóni Brynjari Björnssyni sem hefur byggt upp lið sem var hársbreidd frá því að komast í úrslit um sæti í efstu deild í vetur

„Sebastian þarf vart að kynna fyrir handboltaáhugamönnum enda afar reynslumikill þjálfari sem hefur náð miklum og áhugaverðum árangri með þau lið sem hann hefur tekið að sér. Sebastian tekur nú að sér að koma kvennaliði Víkings upp í efstu deild á þann stað sem það á heima,“ segir í frétt á miðlum Víkinga.

Sebastian lék á sínum tíma sem markvörður Vikingsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×