Spáin var opinberuð á kynningarfundi Bestu deildar kvenna í dag.
Samkvæmt spánni verða svo Blikar í öðru sæti en Þór/KA því þriðja. Tindastóli er svo spáð neðsta sætinu og Keflavík því næstneðsta.
Athygli vekur að ríkjandi bikarmeisturum Víkings, sem unnu meistaraleikinn í gær, er aðeins spáð sjöunda sæti.
Spá Bestu deildar kvenna:
- Valur
- Breiðablik
- Þór/KA
- Stjarnan
- FH
- Þróttur
- Víkingur
- Fylkir
- Keflavík
- Tindastóll