Brynjar pirrar sig á undirskriftum gegn Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2024 10:22 Þó Brynjar geti ávallt gengið að traustum hópi flokkshollra Sjálfstæðismanna á Facebook-síðu sinni á hann í vök að verjast nú, hann lætur undirskriftasöfnun gegn foringjanum fara ógurlega í taugarnar á sér. Og þá er lag að skrattakollast í honum. Gunnar Smári segir Sjálfstæðisflokkinn vandamálið, ekki lausnina. vísir/vilhelm Tekið er að hægjast á söfnun undirskrifta gegn Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins en þar er því mótmælt að hann gegni stöðu forsætisráðherra. Undirskriftirnar eru orðnar 41.460 þúsund og segir Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi hann aldrei hafa séð annað eins. Undirskriftirnar fara hins vegar ógurlega í taugarnar á flokkshollum Sjálfstæðismönnum og þá ekki síst Brynjari Níelssyni. „Í okkar ágæta samfélagi snýst allt orðið um skoðanakannanir og mótmæli, ýmist með undirskriftum eða annars konar aðför að einstökum ráðherrum eða öðrum. Sumir virðast halda að það sé stjórnarskrárbundinn réttur þeirra til tjáningar að beita aðra ofbeldi, til dæmis með ógnunum eða valda fjárhagstjóni, svo lengi sem það sé gert í mótmælaskyni. Það er nú þannig samkvæmt okkar lýðræðisreglum að stjórnmálamenn sækja umboð sitt í kosningum á fjögurra ára fresti,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. Ljóst að margir flokkshollir eru Brynjari þakklátir fyrir skrifin en efasemdaraddirnar láta þó ekki á sér standa. Gunnar Smári er einn þeirra sem potar í Brynjar og vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé vandamálið, ekki lausnin. „Samkvæmt formanni þíns flokks eru helstu vandamál landsmanna óstjórnin í þeim málaflokkum sem hans flokksfólki hefur verið treyst fyrir: Innflytjendamál (dómsmálaráðuneytið), orkumál (umhverfis- og orkuráðuneytið) og verðbólgan (fjármálaráðuneytið). Formaðurinn þinn er því ósammála þér en sammála mótmælendum: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lausnin, Sjálfstæðisflokkurinn er vandamálið.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Undirskriftirnar eru orðnar 41.460 þúsund og segir Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi hann aldrei hafa séð annað eins. Undirskriftirnar fara hins vegar ógurlega í taugarnar á flokkshollum Sjálfstæðismönnum og þá ekki síst Brynjari Níelssyni. „Í okkar ágæta samfélagi snýst allt orðið um skoðanakannanir og mótmæli, ýmist með undirskriftum eða annars konar aðför að einstökum ráðherrum eða öðrum. Sumir virðast halda að það sé stjórnarskrárbundinn réttur þeirra til tjáningar að beita aðra ofbeldi, til dæmis með ógnunum eða valda fjárhagstjóni, svo lengi sem það sé gert í mótmælaskyni. Það er nú þannig samkvæmt okkar lýðræðisreglum að stjórnmálamenn sækja umboð sitt í kosningum á fjögurra ára fresti,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. Ljóst að margir flokkshollir eru Brynjari þakklátir fyrir skrifin en efasemdaraddirnar láta þó ekki á sér standa. Gunnar Smári er einn þeirra sem potar í Brynjar og vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé vandamálið, ekki lausnin. „Samkvæmt formanni þíns flokks eru helstu vandamál landsmanna óstjórnin í þeim málaflokkum sem hans flokksfólki hefur verið treyst fyrir: Innflytjendamál (dómsmálaráðuneytið), orkumál (umhverfis- og orkuráðuneytið) og verðbólgan (fjármálaráðuneytið). Formaðurinn þinn er því ósammála þér en sammála mótmælendum: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lausnin, Sjálfstæðisflokkurinn er vandamálið.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira