Íslenski boltinn

Heimir Guð­jóns og Óskar Hrafn hafa báðir látið Hall­grím heyra það

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Heimir Guðjónsson hafa báðir hraunað yfir Hallgrím Jónasson í miðjum leik.
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Heimir Guðjónsson hafa báðir hraunað yfir Hallgrím Jónasson í miðjum leik. Vísir/Hulda Margrét

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, getur greinilega farið í taugarnar á kollegum sínum í þjálfarastéttinni. Hallgrímur hefur fengið reiðilestur frá tveimur þjálfurum í miðjum leik í Bestu deildinni.

Í fyrrasumar fékk Hallgrímur að heyra það frá Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þáverandi þjálfara Breiðabliks, og um helgina fékk Hallgrímur að heyra það frá Heimi Guðjónssyni, þjálfara FH. Báðir voru allt annað en sáttir með hinn 38 ára gamla þjálfara Akureyrarliðsins.

Í bæði skiptin fóru leikirnir fram á Greifavellinum, nýja gervigrasvelli KA-manna á KA-svæðinu. Myndatökuvélinn og hljóðneminn er fyrir ofan varamannabekki liðsins og því heyrist oft betur en vanalega hvað fer á milli manna í hita leiksins.

Stúkan klippti saman reiðilesturinn hjá bæði Heimi og Óskari Hrafni. Fyrsti heyrum við í Heimi en hann endaði með að fá gula spjaldið frá dómara leiksins. Svo strax á eftir má heyra í Óskari Hrafni.

„Ertu að f-g djóka þarna. Þú ert búinn að rífa kjaft allan leikinn maður. Búinn að vera að góla á mig og ég er ekki búinn að segja orð við þig og svo ertu rífandi kjaft,“ sagði Heimir.

„Hagaðu þér eins og maður. Hættu að vera eins og leikmaður, vertu þjálfari,“ sagði Óskar Hrafn meðal annars og það mátti líka heyra Hallgríms svara honum.

Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mynd- og hljóðdæmi frá lífi Hallgríms Jónassonar á hliðarlínunni.

Klippa: Hallgrímur fær að heyra það



Fleiri fréttir

Sjá meira


×