Golden State komst ekki í úrslitakeppnina en Lakers verður með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 06:30 Stephen Curry fær ekki tækifæri til að spila í úrslitakeppninni þar sem að Golden State Warriors tapaði í umspilinu í nótt. AP/Godofredo A. Vásquez Umspilskeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt og þar sendu liðsmenn Sacramento Kings Stephen Curry og félaga í sumarfrí. Los Angeles Lakers vann aftur á móti sinn leik og tryggði sér með því sæti í úrslitakeppni. Sacramento Kings vann öruggan 118-94 sigur á Golden State Warriors en þarf að vinna New Orleans Pelicans á föstudag til að komast í úrslitakeppnina. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fimm árum þar sem Warriors mistekst að komast í úrslitakeppnina en tvisvar hefur liðið setið eftir í umspilinu. Pelicans endaði í þeim leik eftir tap á móti Lakers en þar mættust liðin sem enduðu í 7. og 8. sæti í deildarkeppninni og fá því tvo leiki til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Keegan Murray's #SoFiPlayIn-record 8 THREES lead the Kings to victory!They'll face NOP for the #8 seed Friday pic.twitter.com/6ATfC9NIJE— NBA (@NBA) April 17, 2024 Keegan Murray skoraði 32 stig í sigri Sacramento og De'Aaron Fox var með 24 stig. Murray skoraði átta þrista í leiknum þar af fjóra í fyrsta leikhlutanum. Harrison Barnes var með 17 stig og Domantas Sabonis bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Steph Curry skoraði 22 stig en Klay Thompson klikkaði aftur á móti á öllum tíu skotum sínum utan af velli og var stigalaus á 32 mínútum. Jonathan Kuminga og Moses Moody komu báðir með 16 stig af bekknum. AD, LeBron and DLo power Lakers to #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@AntDavis23: 20 PTS, 15 REB, 3 BLK@KingJames: 23 PTS, 9 REB, 9 AST@Dloading: 21 PTS, 6 AST, 5 3PM pic.twitter.com/lhlii94m1f— NBA (@NBA) April 17, 2024 LeBron James, Anthony Davis og félagar í Lakers unnu 110-106 sigur á Pelicans en verðlaunin er að mæta meisturum Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. James var með 23 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Davis bætti við 20 stigum og 15 fráköstum og D´Angelo Russell skoraði 21 stig. James hitti aðeins úr 1 af 5 þriggja stiga skotum sínum en hitti úr öllum tíu vítunum. Zion Williamson gerði allt sem hann gat en hann var með 40 stig og 11 fráköst fyrir New Orleans. Hann meiddist hins vegar 3:19 mínútum fyrir leikslok og munaði um það. The Lakers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel......while the Pelicans and Kings set up a Friday #SoFiPlayIn battle! pic.twitter.com/O9vvp9OMMo— NBA (@NBA) April 17, 2024 NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Sacramento Kings vann öruggan 118-94 sigur á Golden State Warriors en þarf að vinna New Orleans Pelicans á föstudag til að komast í úrslitakeppnina. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fimm árum þar sem Warriors mistekst að komast í úrslitakeppnina en tvisvar hefur liðið setið eftir í umspilinu. Pelicans endaði í þeim leik eftir tap á móti Lakers en þar mættust liðin sem enduðu í 7. og 8. sæti í deildarkeppninni og fá því tvo leiki til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Keegan Murray's #SoFiPlayIn-record 8 THREES lead the Kings to victory!They'll face NOP for the #8 seed Friday pic.twitter.com/6ATfC9NIJE— NBA (@NBA) April 17, 2024 Keegan Murray skoraði 32 stig í sigri Sacramento og De'Aaron Fox var með 24 stig. Murray skoraði átta þrista í leiknum þar af fjóra í fyrsta leikhlutanum. Harrison Barnes var með 17 stig og Domantas Sabonis bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Steph Curry skoraði 22 stig en Klay Thompson klikkaði aftur á móti á öllum tíu skotum sínum utan af velli og var stigalaus á 32 mínútum. Jonathan Kuminga og Moses Moody komu báðir með 16 stig af bekknum. AD, LeBron and DLo power Lakers to #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@AntDavis23: 20 PTS, 15 REB, 3 BLK@KingJames: 23 PTS, 9 REB, 9 AST@Dloading: 21 PTS, 6 AST, 5 3PM pic.twitter.com/lhlii94m1f— NBA (@NBA) April 17, 2024 LeBron James, Anthony Davis og félagar í Lakers unnu 110-106 sigur á Pelicans en verðlaunin er að mæta meisturum Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. James var með 23 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Davis bætti við 20 stigum og 15 fráköstum og D´Angelo Russell skoraði 21 stig. James hitti aðeins úr 1 af 5 þriggja stiga skotum sínum en hitti úr öllum tíu vítunum. Zion Williamson gerði allt sem hann gat en hann var með 40 stig og 11 fráköst fyrir New Orleans. Hann meiddist hins vegar 3:19 mínútum fyrir leikslok og munaði um það. The Lakers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel......while the Pelicans and Kings set up a Friday #SoFiPlayIn battle! pic.twitter.com/O9vvp9OMMo— NBA (@NBA) April 17, 2024
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira