Dortmund í undanúrslit í skemmtilegasta leik síðari ára Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. apríl 2024 21:20 Marcel Sabitzer var magnaður í kvöld. Leon Kuegeler/Getty Images Borussia Dortmund er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir einn sveiflukenndasta, og skemmtilegasta, leik síðari ára. Sébastien Haller hafði gefið Dortmund líflínu í fyrri leik liðanna þegar hann skoraði í blálokin og sá til þess að munurinn í einvíginu væri aðeins eitt mark fyrir síðari leik liðanna í Þýskalandi. Það átti heldur betur eftir að rætast. Leikurinn var í járnum framan af fyrri hálfleik en á 34. mínútu tókst heimamönnum að brjóta ísinn og jafna metin í einvíginu. Þar var að verki Julian Brandt úr mjög svo þröngu færi. Mads Hummels, gamla brýnið í vörn heimamanna, átti magnaða sendingu inn á Brandt sem var staðsettur vinstra megin í vítateig Atlético-manna. Brandt komst í skotfæri þó þröngt væri og lét vaða. Jan Oblak, annars traustur markvörður gestanna, tókst á einhvern hátt að verja boltann í netið og staðan orðin 1-0. Stóra spurningin er hvort um sjálfsmark hafi verið að ræða þar sem boltinn virtist hreinlega ekki vera á leið á markið. DAS IST BORUSSIA DORTMUND! #BVBAtleti 1:0 (2:2) #UCL pic.twitter.com/Qu97aqaKCR— Borussia Dortmund (@BVB) April 16, 2024 Seinna mark heimamanna kom fimm mínútum síðar úr mjög svipuðu færi en vinstri bakvörðurinn Ian Maatsen fékk þá sendingu frá Marcel Sabitzer inn á teig Atlético og lét vaða úr þröngu færi. Að þessu sinni var Oblak ekki nálægt því að koma hendi á boltann og staðan orðin 2-0. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og Dortmund 3-2 yfir í einvíginu þegar flautað var til hálfleiks. Diego Simeone, þjálfari Atlético, var allt annað en sáttur og gerði þrefalda skiptingu í hálfleik. Hún skilaði sér fljótt en þegar fjórar mínútur voru liðnar fengu gestirnir hornspyrnu. Sú var tekin á kollinn á Mario Hermoso. Hann skallaði boltann fyrir markið þar sem Hummels rak út fótinn og sendi boltann í eigið net, staðan orðin 2-1. These games keep delivering #UCL pic.twitter.com/W1z4dZljzd— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 16, 2024 Angel Correa jafnaði svo metin eftir ótrúlega sókn á 64. mínútu. Hann fékk sendingu frá Antoine Griezmann, gaf boltann þvert fyrir teiginn þar sem Rodrigo Riquelme átti skot sem var varið. Correa var fyrstur að átta sig, átti skot í varnarmann en negldi frákastinu í stöng og inn. Dramatíkinni á Signal Iduna Park var hins vegar langt frá því að vera búin. Á 71. mínútu átti Dortmund frábæra sókn upp vinstri vænginn sem endaði með fyrirgjöf Sabitzer inn á teig þar sem Niclas Füllkrug stakk sér fram fyrir varnarmann gestanna og stýrði boltanum frábærlega í netið með höfðinu. DER TAT GUT! #BVBAtleti 4:2 (5:4) #UCL pic.twitter.com/DnzA3Vek4c— Borussia Dortmund (@BVB) April 16, 2024 Sabitzer lét kné fylgja kviði en hann kom Dortmund 4-2 yfir í leiknum, og 5-4 yfir í einvígin, með frábæru skoti við vítateigslínuna aðeins þremur mínútum síðar. Ótrúlegur viðsnúningur, aftur. 34': Dortmund 1-0 Atlético (Agg 2-2) 39': Dortmund 2-0 Atlético (Agg 3-2) 49': Dortmund 2-1 Atlético (Agg 3-3) 64': Dortmund 2-2 Atlético (Agg 3-4) 71': Dortmund 3-2 Atlético (Agg 4-4) 74': Dortmund 4-2 Atlético (Agg 5-4) MADNESS. pic.twitter.com/aDYSPEV4nU— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 16, 2024 Füllkrug fékk svo tækifæri til að ganga endanlega frá einvíginu þegar tíu mínútur lifðu leiks en að þessu sinni varði Oblak. Það kom ekki að sök þar sem leiknum lauk með 4-2 sigri Dortmund. A match for the ages #UCL pic.twitter.com/uKfkIylaP0— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 16, 2024 Sigurinn þýðir að Dortmund vinnur einvígið 5-4 og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt París Saint-Germain en þau mætast í undanúrslitum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Borussia Dortmund er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir einn sveiflukenndasta, og skemmtilegasta, leik síðari ára. Sébastien Haller hafði gefið Dortmund líflínu í fyrri leik liðanna þegar hann skoraði í blálokin og sá til þess að munurinn í einvíginu væri aðeins eitt mark fyrir síðari leik liðanna í Þýskalandi. Það átti heldur betur eftir að rætast. Leikurinn var í járnum framan af fyrri hálfleik en á 34. mínútu tókst heimamönnum að brjóta ísinn og jafna metin í einvíginu. Þar var að verki Julian Brandt úr mjög svo þröngu færi. Mads Hummels, gamla brýnið í vörn heimamanna, átti magnaða sendingu inn á Brandt sem var staðsettur vinstra megin í vítateig Atlético-manna. Brandt komst í skotfæri þó þröngt væri og lét vaða. Jan Oblak, annars traustur markvörður gestanna, tókst á einhvern hátt að verja boltann í netið og staðan orðin 1-0. Stóra spurningin er hvort um sjálfsmark hafi verið að ræða þar sem boltinn virtist hreinlega ekki vera á leið á markið. DAS IST BORUSSIA DORTMUND! #BVBAtleti 1:0 (2:2) #UCL pic.twitter.com/Qu97aqaKCR— Borussia Dortmund (@BVB) April 16, 2024 Seinna mark heimamanna kom fimm mínútum síðar úr mjög svipuðu færi en vinstri bakvörðurinn Ian Maatsen fékk þá sendingu frá Marcel Sabitzer inn á teig Atlético og lét vaða úr þröngu færi. Að þessu sinni var Oblak ekki nálægt því að koma hendi á boltann og staðan orðin 2-0. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og Dortmund 3-2 yfir í einvíginu þegar flautað var til hálfleiks. Diego Simeone, þjálfari Atlético, var allt annað en sáttur og gerði þrefalda skiptingu í hálfleik. Hún skilaði sér fljótt en þegar fjórar mínútur voru liðnar fengu gestirnir hornspyrnu. Sú var tekin á kollinn á Mario Hermoso. Hann skallaði boltann fyrir markið þar sem Hummels rak út fótinn og sendi boltann í eigið net, staðan orðin 2-1. These games keep delivering #UCL pic.twitter.com/W1z4dZljzd— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 16, 2024 Angel Correa jafnaði svo metin eftir ótrúlega sókn á 64. mínútu. Hann fékk sendingu frá Antoine Griezmann, gaf boltann þvert fyrir teiginn þar sem Rodrigo Riquelme átti skot sem var varið. Correa var fyrstur að átta sig, átti skot í varnarmann en negldi frákastinu í stöng og inn. Dramatíkinni á Signal Iduna Park var hins vegar langt frá því að vera búin. Á 71. mínútu átti Dortmund frábæra sókn upp vinstri vænginn sem endaði með fyrirgjöf Sabitzer inn á teig þar sem Niclas Füllkrug stakk sér fram fyrir varnarmann gestanna og stýrði boltanum frábærlega í netið með höfðinu. DER TAT GUT! #BVBAtleti 4:2 (5:4) #UCL pic.twitter.com/DnzA3Vek4c— Borussia Dortmund (@BVB) April 16, 2024 Sabitzer lét kné fylgja kviði en hann kom Dortmund 4-2 yfir í leiknum, og 5-4 yfir í einvígin, með frábæru skoti við vítateigslínuna aðeins þremur mínútum síðar. Ótrúlegur viðsnúningur, aftur. 34': Dortmund 1-0 Atlético (Agg 2-2) 39': Dortmund 2-0 Atlético (Agg 3-2) 49': Dortmund 2-1 Atlético (Agg 3-3) 64': Dortmund 2-2 Atlético (Agg 3-4) 71': Dortmund 3-2 Atlético (Agg 4-4) 74': Dortmund 4-2 Atlético (Agg 5-4) MADNESS. pic.twitter.com/aDYSPEV4nU— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 16, 2024 Füllkrug fékk svo tækifæri til að ganga endanlega frá einvíginu þegar tíu mínútur lifðu leiks en að þessu sinni varði Oblak. Það kom ekki að sök þar sem leiknum lauk með 4-2 sigri Dortmund. A match for the ages #UCL pic.twitter.com/uKfkIylaP0— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) April 16, 2024 Sigurinn þýðir að Dortmund vinnur einvígið 5-4 og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt París Saint-Germain en þau mætast í undanúrslitum.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“