Hverjum er treystandi? Tjáningarfrelsið og upplýst umræða Helgi Áss Grétarsson skrifar 16. apríl 2024 10:00 Höfundur þessara lína er lögfræðingur og sem einstaklingur, manneskja í þessu samfélagi, hef ég áhyggjur af því hversu lítið er fjallað um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Þess vegna hef ég talið mikilvægt að umræða um þessi efni komist upp á yfirborðið og lærdómur sé dreginn af reynslu annarra ríkja. Hvers vegna er á þetta minnst? Í gærmorgun var birt grein eftir mig sem fjallaði aðallega um svokallaða Cass-skýrslu og sem íslenskir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um, fyrir utan mbl.is, að mér sýnist. Síðdegis í gær var einskonar svargrein birt á visir.is við minni grein. Höfundur þeirrar greinar starfar sem verkefnastjóri hjá samtökunum ’78. Efnislegt innihald greinar verkefnastjórans þótti mér rýrt. Helst mátti skilja á höfundinum að umræða um þessi efni þjónaði engum tilgangi og væri hættuleg hagsmunum barna og ungmenna sem glíma við kynama hér á landi. Það þykir mér sérstakt í ljósi þeirrar alþjóðlegu þróunar að æ fleiri sérfræðingar telja, miðað við núverandi upplýsingar, að ekki eigi að bjóða upp á kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni með kynama. Í Cass-skýrslunni er komist að slíkri niðurstöðu og hafa allir helstu fjölmiðlar heims fjallað um þá niðurstöðu, meðal annars Sky News, Washington Post og ABC News. Það er ekki mikil byrði lögð á íslenska fjölmiðla ef þeir öfluðu sér upplýsinga um hvernig alþjóðlegir fréttamiðlar hafa fjallað um Cass-skýrsluna. Í framhaldinu gætu þeir aflað upplýsinga hjá viðeigandi aðilum í heilbrigðiskerfinu um hver sé stefnan í málaflokknum. Traust verður að byggjast á upplýstri umræðu David Bell heitir maður sem er reyndur geðlæknir. Fyrir nokkrum árum gerðist hann uppljóstrari (e. whistleblower) svo að ljósi yrði varpað á þá ófaglegu starfshætti sem viðgengust hjá þeirri stofnun á Englandi sem sá um meðferðir barna og ungmenna með kynama. Um tíma var framlag hans lítt hampað en nýbirt Cass-skýrsla hefur endanlega sýnt fram á að gagnrýni hans átti rétt á sér. Charlie Walsham er dulnefni blaðamanns hjá breska ríkisútvarpinu (BBC) sem birti grein 12. apríl síðastliðinn. Í fyrirsögn greinarinnar var svohljóðandi spurningu varpað fram: „Hvernig tókst BBC að hafa svona rangt fyrir sér í umræðunni um málefni transfólks?“ (e. How did the BBC get the trans debate so wrong?). Í þessari grein á vef dagblaðsins Spectator rekur blaðamaðurinn með hvaða hætti hann telur BBC hafi brugðist hlutverki sínu í þessum málaflokki, meðal annars með því hafa um langt árabil komið í veg fyrir, að þeir sem vöruðu við notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama, kæmust að með sín sjónarmið á dagskrá BBC. Þessi tvö dæmi eru nefnd til að varpa ljósi á að tjáningarfrelsið eykur líkur á upplýstri umræðu um viðkvæm málefni á borð við meðferð barna og ungmenna með kynama. Einnig sýna þau að engin stofnun eða hagsmunasamtök eiga að hafa gagnrýnislítið dagskrárvald í lýðræðislegu þjóðfélagi um tiltekið málefni. Ef heimfært upp á íslenskar aðstæður, enginn fjölmiðill hér, svo sem eins og RÚV, og engin hagsmunasamtök, svo sem eins og samtökin ’78, hafa einkarétt til þess að stýra hvernig fjallað sé um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Málefni trans fólks Börn og uppeldi Tengdar fréttir Opinber umræða fyrir hvern? Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. 15. apríl 2024 13:54 Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). 15. apríl 2024 07:30 Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Höfundur þessara lína er lögfræðingur og sem einstaklingur, manneskja í þessu samfélagi, hef ég áhyggjur af því hversu lítið er fjallað um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Þess vegna hef ég talið mikilvægt að umræða um þessi efni komist upp á yfirborðið og lærdómur sé dreginn af reynslu annarra ríkja. Hvers vegna er á þetta minnst? Í gærmorgun var birt grein eftir mig sem fjallaði aðallega um svokallaða Cass-skýrslu og sem íslenskir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um, fyrir utan mbl.is, að mér sýnist. Síðdegis í gær var einskonar svargrein birt á visir.is við minni grein. Höfundur þeirrar greinar starfar sem verkefnastjóri hjá samtökunum ’78. Efnislegt innihald greinar verkefnastjórans þótti mér rýrt. Helst mátti skilja á höfundinum að umræða um þessi efni þjónaði engum tilgangi og væri hættuleg hagsmunum barna og ungmenna sem glíma við kynama hér á landi. Það þykir mér sérstakt í ljósi þeirrar alþjóðlegu þróunar að æ fleiri sérfræðingar telja, miðað við núverandi upplýsingar, að ekki eigi að bjóða upp á kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni með kynama. Í Cass-skýrslunni er komist að slíkri niðurstöðu og hafa allir helstu fjölmiðlar heims fjallað um þá niðurstöðu, meðal annars Sky News, Washington Post og ABC News. Það er ekki mikil byrði lögð á íslenska fjölmiðla ef þeir öfluðu sér upplýsinga um hvernig alþjóðlegir fréttamiðlar hafa fjallað um Cass-skýrsluna. Í framhaldinu gætu þeir aflað upplýsinga hjá viðeigandi aðilum í heilbrigðiskerfinu um hver sé stefnan í málaflokknum. Traust verður að byggjast á upplýstri umræðu David Bell heitir maður sem er reyndur geðlæknir. Fyrir nokkrum árum gerðist hann uppljóstrari (e. whistleblower) svo að ljósi yrði varpað á þá ófaglegu starfshætti sem viðgengust hjá þeirri stofnun á Englandi sem sá um meðferðir barna og ungmenna með kynama. Um tíma var framlag hans lítt hampað en nýbirt Cass-skýrsla hefur endanlega sýnt fram á að gagnrýni hans átti rétt á sér. Charlie Walsham er dulnefni blaðamanns hjá breska ríkisútvarpinu (BBC) sem birti grein 12. apríl síðastliðinn. Í fyrirsögn greinarinnar var svohljóðandi spurningu varpað fram: „Hvernig tókst BBC að hafa svona rangt fyrir sér í umræðunni um málefni transfólks?“ (e. How did the BBC get the trans debate so wrong?). Í þessari grein á vef dagblaðsins Spectator rekur blaðamaðurinn með hvaða hætti hann telur BBC hafi brugðist hlutverki sínu í þessum málaflokki, meðal annars með því hafa um langt árabil komið í veg fyrir, að þeir sem vöruðu við notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama, kæmust að með sín sjónarmið á dagskrá BBC. Þessi tvö dæmi eru nefnd til að varpa ljósi á að tjáningarfrelsið eykur líkur á upplýstri umræðu um viðkvæm málefni á borð við meðferð barna og ungmenna með kynama. Einnig sýna þau að engin stofnun eða hagsmunasamtök eiga að hafa gagnrýnislítið dagskrárvald í lýðræðislegu þjóðfélagi um tiltekið málefni. Ef heimfært upp á íslenskar aðstæður, enginn fjölmiðill hér, svo sem eins og RÚV, og engin hagsmunasamtök, svo sem eins og samtökin ’78, hafa einkarétt til þess að stýra hvernig fjallað sé um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Höfundur er lögfræðingur.
Opinber umræða fyrir hvern? Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. 15. apríl 2024 13:54
Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). 15. apríl 2024 07:30
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun