Hverjum er treystandi? Tjáningarfrelsið og upplýst umræða Helgi Áss Grétarsson skrifar 16. apríl 2024 10:00 Höfundur þessara lína er lögfræðingur og sem einstaklingur, manneskja í þessu samfélagi, hef ég áhyggjur af því hversu lítið er fjallað um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Þess vegna hef ég talið mikilvægt að umræða um þessi efni komist upp á yfirborðið og lærdómur sé dreginn af reynslu annarra ríkja. Hvers vegna er á þetta minnst? Í gærmorgun var birt grein eftir mig sem fjallaði aðallega um svokallaða Cass-skýrslu og sem íslenskir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um, fyrir utan mbl.is, að mér sýnist. Síðdegis í gær var einskonar svargrein birt á visir.is við minni grein. Höfundur þeirrar greinar starfar sem verkefnastjóri hjá samtökunum ’78. Efnislegt innihald greinar verkefnastjórans þótti mér rýrt. Helst mátti skilja á höfundinum að umræða um þessi efni þjónaði engum tilgangi og væri hættuleg hagsmunum barna og ungmenna sem glíma við kynama hér á landi. Það þykir mér sérstakt í ljósi þeirrar alþjóðlegu þróunar að æ fleiri sérfræðingar telja, miðað við núverandi upplýsingar, að ekki eigi að bjóða upp á kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni með kynama. Í Cass-skýrslunni er komist að slíkri niðurstöðu og hafa allir helstu fjölmiðlar heims fjallað um þá niðurstöðu, meðal annars Sky News, Washington Post og ABC News. Það er ekki mikil byrði lögð á íslenska fjölmiðla ef þeir öfluðu sér upplýsinga um hvernig alþjóðlegir fréttamiðlar hafa fjallað um Cass-skýrsluna. Í framhaldinu gætu þeir aflað upplýsinga hjá viðeigandi aðilum í heilbrigðiskerfinu um hver sé stefnan í málaflokknum. Traust verður að byggjast á upplýstri umræðu David Bell heitir maður sem er reyndur geðlæknir. Fyrir nokkrum árum gerðist hann uppljóstrari (e. whistleblower) svo að ljósi yrði varpað á þá ófaglegu starfshætti sem viðgengust hjá þeirri stofnun á Englandi sem sá um meðferðir barna og ungmenna með kynama. Um tíma var framlag hans lítt hampað en nýbirt Cass-skýrsla hefur endanlega sýnt fram á að gagnrýni hans átti rétt á sér. Charlie Walsham er dulnefni blaðamanns hjá breska ríkisútvarpinu (BBC) sem birti grein 12. apríl síðastliðinn. Í fyrirsögn greinarinnar var svohljóðandi spurningu varpað fram: „Hvernig tókst BBC að hafa svona rangt fyrir sér í umræðunni um málefni transfólks?“ (e. How did the BBC get the trans debate so wrong?). Í þessari grein á vef dagblaðsins Spectator rekur blaðamaðurinn með hvaða hætti hann telur BBC hafi brugðist hlutverki sínu í þessum málaflokki, meðal annars með því hafa um langt árabil komið í veg fyrir, að þeir sem vöruðu við notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama, kæmust að með sín sjónarmið á dagskrá BBC. Þessi tvö dæmi eru nefnd til að varpa ljósi á að tjáningarfrelsið eykur líkur á upplýstri umræðu um viðkvæm málefni á borð við meðferð barna og ungmenna með kynama. Einnig sýna þau að engin stofnun eða hagsmunasamtök eiga að hafa gagnrýnislítið dagskrárvald í lýðræðislegu þjóðfélagi um tiltekið málefni. Ef heimfært upp á íslenskar aðstæður, enginn fjölmiðill hér, svo sem eins og RÚV, og engin hagsmunasamtök, svo sem eins og samtökin ’78, hafa einkarétt til þess að stýra hvernig fjallað sé um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Málefni trans fólks Börn og uppeldi Tengdar fréttir Opinber umræða fyrir hvern? Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. 15. apríl 2024 13:54 Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). 15. apríl 2024 07:30 Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Höfundur þessara lína er lögfræðingur og sem einstaklingur, manneskja í þessu samfélagi, hef ég áhyggjur af því hversu lítið er fjallað um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Þess vegna hef ég talið mikilvægt að umræða um þessi efni komist upp á yfirborðið og lærdómur sé dreginn af reynslu annarra ríkja. Hvers vegna er á þetta minnst? Í gærmorgun var birt grein eftir mig sem fjallaði aðallega um svokallaða Cass-skýrslu og sem íslenskir fjölmiðlar hafa lítið fjallað um, fyrir utan mbl.is, að mér sýnist. Síðdegis í gær var einskonar svargrein birt á visir.is við minni grein. Höfundur þeirrar greinar starfar sem verkefnastjóri hjá samtökunum ’78. Efnislegt innihald greinar verkefnastjórans þótti mér rýrt. Helst mátti skilja á höfundinum að umræða um þessi efni þjónaði engum tilgangi og væri hættuleg hagsmunum barna og ungmenna sem glíma við kynama hér á landi. Það þykir mér sérstakt í ljósi þeirrar alþjóðlegu þróunar að æ fleiri sérfræðingar telja, miðað við núverandi upplýsingar, að ekki eigi að bjóða upp á kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni með kynama. Í Cass-skýrslunni er komist að slíkri niðurstöðu og hafa allir helstu fjölmiðlar heims fjallað um þá niðurstöðu, meðal annars Sky News, Washington Post og ABC News. Það er ekki mikil byrði lögð á íslenska fjölmiðla ef þeir öfluðu sér upplýsinga um hvernig alþjóðlegir fréttamiðlar hafa fjallað um Cass-skýrsluna. Í framhaldinu gætu þeir aflað upplýsinga hjá viðeigandi aðilum í heilbrigðiskerfinu um hver sé stefnan í málaflokknum. Traust verður að byggjast á upplýstri umræðu David Bell heitir maður sem er reyndur geðlæknir. Fyrir nokkrum árum gerðist hann uppljóstrari (e. whistleblower) svo að ljósi yrði varpað á þá ófaglegu starfshætti sem viðgengust hjá þeirri stofnun á Englandi sem sá um meðferðir barna og ungmenna með kynama. Um tíma var framlag hans lítt hampað en nýbirt Cass-skýrsla hefur endanlega sýnt fram á að gagnrýni hans átti rétt á sér. Charlie Walsham er dulnefni blaðamanns hjá breska ríkisútvarpinu (BBC) sem birti grein 12. apríl síðastliðinn. Í fyrirsögn greinarinnar var svohljóðandi spurningu varpað fram: „Hvernig tókst BBC að hafa svona rangt fyrir sér í umræðunni um málefni transfólks?“ (e. How did the BBC get the trans debate so wrong?). Í þessari grein á vef dagblaðsins Spectator rekur blaðamaðurinn með hvaða hætti hann telur BBC hafi brugðist hlutverki sínu í þessum málaflokki, meðal annars með því hafa um langt árabil komið í veg fyrir, að þeir sem vöruðu við notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama, kæmust að með sín sjónarmið á dagskrá BBC. Þessi tvö dæmi eru nefnd til að varpa ljósi á að tjáningarfrelsið eykur líkur á upplýstri umræðu um viðkvæm málefni á borð við meðferð barna og ungmenna með kynama. Einnig sýna þau að engin stofnun eða hagsmunasamtök eiga að hafa gagnrýnislítið dagskrárvald í lýðræðislegu þjóðfélagi um tiltekið málefni. Ef heimfært upp á íslenskar aðstæður, enginn fjölmiðill hér, svo sem eins og RÚV, og engin hagsmunasamtök, svo sem eins og samtökin ’78, hafa einkarétt til þess að stýra hvernig fjallað sé um notkun kynhormónabælandi lyfja við meðhöndlun barna og ungmenna með kynama. Höfundur er lögfræðingur.
Opinber umræða fyrir hvern? Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. 15. apríl 2024 13:54
Er í lagi að nota kynhormónabælandi lyfjameðferð fyrir börn og ungmenni? Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert). 15. apríl 2024 07:30
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun