34 ára móðir búin að vinna þrjú stórborgarmaraþon á einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 10:00 Hellen Obiri sést hér á verðlaunapallinum en hún sér ekki eftir ákvörðun sína að skipta yfir í maraþonhlaup. Getty/Paul Rutherford Hellen Obiri fagnaði sigri í Boston maraþoninu í gær. Hún hefur þar með unnið maraþonið í Boston borg tvö ár í röð og vann einnig New York maraþonið í nóvember í fyrra. Hin keníska Obiri er sannarlega búin að koma sér vel fyrir sem drottning maraþonhlaupanna í heiminum eftir að hafa unnið þessi þrjú stórborgarmaraþon á einu ári. Obiri er 34 ára gömul og á níu ára gamla dóttur. Hún vann silfur í 5.000 metra hlaupi á síðustu tveimur Ólympíuleikum (2016 í Ríó og 2021 í Tókýó) en ákvað að skipta yfir í maraþonhlaupið árið 2022. Hún sér örugglega ekki eftir því. It's now three marathon majors for @hellen_obiri Boston Marathon - 2023 (2:21:38) New York Marathon - 2023 (2:27:23) Boston Marathon - 2024 (2:22:37) An amazing run ahead of @Paris2024 pic.twitter.com/uRT52g6MbA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri sleit sig frá löndu sinni Sharon Lokedi á síðustu kílómetrunum og kom í mark á tveimur klukkutímum, 22 mínútum og 37 sekúndum. Þriðja varð síðan hin 44 ára gamla Edna Kiplagat sem sjálf hefur unnið Boston maraþonið tvisvar sinnum. „Það er ekki auðvelt að verja titilinn. Síðan að Boston maraþonið byrjaði hafa aðeins sex konur náð að verja hann. Ég sagði því við sjálfa mig: Get ég orðið ein af þeim? Ef þú vilt verða ein af þeim þá þarftu að leggja enn meira á þig,“ sagði Obiri. „Ég er svo ánægð að vera orðin ein af þeim. Nú er ég komin i sögubækurnar í Boston,“ sagði Obiri. All the news from the #BostonMarathon as Hellen Obiri and Sisay Lemma win two contrasting elite races while Eden Rainbow-Cooper and Marcel Hug take wheelchair crowns.https://t.co/LtChPryqrA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri er nú sigurstrangleg í maraþonhlaupinu á Ólympíuleikunum í París en þetta verða fyrstu leikarnir þar sem maraþonhlaup kvenna verður lokagrein leikanna og endar með verðlaunaafhendingu á lokahátíðinni. Eþíópíumaðurinn Sisay Lemma vann Boston maraþonhlaupið hjá körlunum. Hann kom í mark á tveimur klukkutímum, sex mínútum og 17 sekúndum og varð 41 sekúndu á undan landa sínum Mohamed Esa. Keníamaðurinn Evans Chebet varð þriðji en hann var að reyna þriðja Boston maraþonið í röð. Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira
Hin keníska Obiri er sannarlega búin að koma sér vel fyrir sem drottning maraþonhlaupanna í heiminum eftir að hafa unnið þessi þrjú stórborgarmaraþon á einu ári. Obiri er 34 ára gömul og á níu ára gamla dóttur. Hún vann silfur í 5.000 metra hlaupi á síðustu tveimur Ólympíuleikum (2016 í Ríó og 2021 í Tókýó) en ákvað að skipta yfir í maraþonhlaupið árið 2022. Hún sér örugglega ekki eftir því. It's now three marathon majors for @hellen_obiri Boston Marathon - 2023 (2:21:38) New York Marathon - 2023 (2:27:23) Boston Marathon - 2024 (2:22:37) An amazing run ahead of @Paris2024 pic.twitter.com/uRT52g6MbA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri sleit sig frá löndu sinni Sharon Lokedi á síðustu kílómetrunum og kom í mark á tveimur klukkutímum, 22 mínútum og 37 sekúndum. Þriðja varð síðan hin 44 ára gamla Edna Kiplagat sem sjálf hefur unnið Boston maraþonið tvisvar sinnum. „Það er ekki auðvelt að verja titilinn. Síðan að Boston maraþonið byrjaði hafa aðeins sex konur náð að verja hann. Ég sagði því við sjálfa mig: Get ég orðið ein af þeim? Ef þú vilt verða ein af þeim þá þarftu að leggja enn meira á þig,“ sagði Obiri. „Ég er svo ánægð að vera orðin ein af þeim. Nú er ég komin i sögubækurnar í Boston,“ sagði Obiri. All the news from the #BostonMarathon as Hellen Obiri and Sisay Lemma win two contrasting elite races while Eden Rainbow-Cooper and Marcel Hug take wheelchair crowns.https://t.co/LtChPryqrA— AW (@AthleticsWeekly) April 15, 2024 Obiri er nú sigurstrangleg í maraþonhlaupinu á Ólympíuleikunum í París en þetta verða fyrstu leikarnir þar sem maraþonhlaup kvenna verður lokagrein leikanna og endar með verðlaunaafhendingu á lokahátíðinni. Eþíópíumaðurinn Sisay Lemma vann Boston maraþonhlaupið hjá körlunum. Hann kom í mark á tveimur klukkutímum, sex mínútum og 17 sekúndum og varð 41 sekúndu á undan landa sínum Mohamed Esa. Keníamaðurinn Evans Chebet varð þriðji en hann var að reyna þriðja Boston maraþonið í röð.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira