Mikill eldur í Børsen í Kaupmannahöfn Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2024 07:23 Hin einkennandi spíra á toppi byggingarinnar hefur orðið eldinum að bráð. AP Mikill eldur kom upp í hinni sögufrægu byggingu Børsen í Kaupmannahöfn í morgun. Helsta kennileiti byggingarinnar, spíran sem nær 56 metra hæð, hefur orðið eldinum að bráð. Tilkynning um eldinn barst skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun, skömmu fyrir sex að íslenskum tíma. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. AP Byggingin er ein elsta bygging dönsku höfuðborgarinnar, um fjögur hundruð ára gömul, og er að finna á Slotsholmen í miðborginni, skammt frá Kristjánborgarhöll. AP Mikill fjöldi starfsmanna og slökkviliðsmanna hefur unnið að því að bjarga verðmætum – málverkum og fleiru – innan úr byggingunni í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort einhver hafi slasast eða hvað hafi orsakað brunann. Mikill viðbúnaður er á staðnum og hefur lögregla beint því til almennings að halda sig fjarri. Búið er að girða af Børsgade, Knippelsbro og Strandgade. „Hræðilegar myndir frá Børsen í morgun. 400 ára danskur menningararfur í ljósum logum,“ segir menningarmálaráðherrann Jakob Engel-Schmidt á samfélagsmiðlinum X. Frygtelige billeder fra Børsen her til morgen. 400 års dansk kulturarv i flammer.— Jakob Engel-Schmidt (@engelschmidt) April 16, 2024 Svona leit Börsen út fyrir eldinn.Wikipedia Commons Framkvæmdir við bygginguna hófust árið 1619 og kláruðust þær 1623. Þáverandi konungur Kristján fjórði, var hvatamaður byggingarinnar. Upphaflega var byggingin notuð sem markaður en árið 1857 var hún seld og fór að gegna hlutverki kauphallar. Árið 1974 flutti Viðskiptaráð Danmerkur svo höfuðstöðvar sínar inn í bygginguna. Síðustu ár hefur byggingin verið notuð undir stórar veislur, ráðstefnur, veislur og aðra viðburði sem ekki eru opnir almenningi. Fjórir „drekahalar“ sem vafðir voru um hver annan mynduðu hina frægu spíru sem ætlað var að vernda bygginguna frá árásum og eldsvoðum. Þó að byggingin hafi ítrekað sloppið við skemmdir í eldsvoðum í nálægum byggingum þá hrundi spíran um klukkan átta að startíma í morgun, þegar eldurinn hafði logað í um tvo tíma. AP Unnið hefur verið að því að bjarga verðmætum úr byggingunni í morgun, málverkum og fleiru.EPA EPA EPA Danmörk Stórbruni í Børsen Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun, skömmu fyrir sex að íslenskum tíma. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. AP Byggingin er ein elsta bygging dönsku höfuðborgarinnar, um fjögur hundruð ára gömul, og er að finna á Slotsholmen í miðborginni, skammt frá Kristjánborgarhöll. AP Mikill fjöldi starfsmanna og slökkviliðsmanna hefur unnið að því að bjarga verðmætum – málverkum og fleiru – innan úr byggingunni í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort einhver hafi slasast eða hvað hafi orsakað brunann. Mikill viðbúnaður er á staðnum og hefur lögregla beint því til almennings að halda sig fjarri. Búið er að girða af Børsgade, Knippelsbro og Strandgade. „Hræðilegar myndir frá Børsen í morgun. 400 ára danskur menningararfur í ljósum logum,“ segir menningarmálaráðherrann Jakob Engel-Schmidt á samfélagsmiðlinum X. Frygtelige billeder fra Børsen her til morgen. 400 års dansk kulturarv i flammer.— Jakob Engel-Schmidt (@engelschmidt) April 16, 2024 Svona leit Börsen út fyrir eldinn.Wikipedia Commons Framkvæmdir við bygginguna hófust árið 1619 og kláruðust þær 1623. Þáverandi konungur Kristján fjórði, var hvatamaður byggingarinnar. Upphaflega var byggingin notuð sem markaður en árið 1857 var hún seld og fór að gegna hlutverki kauphallar. Árið 1974 flutti Viðskiptaráð Danmerkur svo höfuðstöðvar sínar inn í bygginguna. Síðustu ár hefur byggingin verið notuð undir stórar veislur, ráðstefnur, veislur og aðra viðburði sem ekki eru opnir almenningi. Fjórir „drekahalar“ sem vafðir voru um hver annan mynduðu hina frægu spíru sem ætlað var að vernda bygginguna frá árásum og eldsvoðum. Þó að byggingin hafi ítrekað sloppið við skemmdir í eldsvoðum í nálægum byggingum þá hrundi spíran um klukkan átta að startíma í morgun, þegar eldurinn hafði logað í um tvo tíma. AP Unnið hefur verið að því að bjarga verðmætum úr byggingunni í morgun, málverkum og fleiru.EPA EPA EPA
Danmörk Stórbruni í Børsen Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira