Mótmæli knattspyrnukvennanna báru árangur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 07:01 Leikmenn Corinthians stóðu með leikmönnum í liði mótherjanna. Kleiton Lima hefur sagt starfi sínu lausu. Getty&@corinthiansfutebolfeminino Kleiton Lima, þjálfari brasilíska félagsins Santos, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að mótmæli leikmanna annarra liða báru árangur. Lima fékk að snúa aftur til starfa þrátt fyrir að nítján leikmenn hans höfðu sakað hann um áreitni. Það gerðu þær í nafnlausum bréfum í brasilíska fjölmiðlinum Globo Ge. Leikmenn ásökuðu Lima um stöðuga áreitni (e. harrassment). Eftir innanhússrannsókn hjá félaginu þá var ekkert gert í málinu og Lima fékk að setjast á ný í þjálfarastólinn. OFFICIAL: Santos Women's manager Kleiton Lima has stepped down, the club confirms.The move comes after Women's Brazilian top flight players protested his return to the club after he was accused of bullying and sexual harassment by 19 players. pic.twitter.com/dTvYI47RVk— Attacking Third (@AttackingThird) April 15, 2024 Þetta voru ekki einn eða tveir leikmenn heldur næstum því tuttugu. Því skildu fáir í því hvernig rannsókn á málinu hafði engu breytt fyrir hans stöðu sem þjálfari liðsins. Lima var mættur aftur á hliðarlínuna í leik á móti Corinthians á föstudagskvöldið. Til að mótmæla þessu þá héldu leikmenn Corinthians, andstæðinga Santos í leiknum, fyrir eyru sín og munn á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. Mótmæli knattspyrnukvennanna vöktu heimsathygli og þau báru líka árangur. „Til að verja fjölskyldu sína, heilindi sín sjálfs og Santos félagið þá hefur Kleiton Lima beðið um að fá lausn frá störfum sínum,“ sagði í yfirlýsingu frá Santos. Santos sagði einnig frá því að Lima hefði fengið morðhótanir vegna ásakananna en að málinu væri lokið. Wesly Otoni mun taka við þjálfun liðsins tímabundið. Einn íslenskur leikmaður hefur spilað undir stjórn Lima hjá Santos en Þórunn Helga Jónsdóttir lék fyrir Santos liðið frá 2008 til 2011. Hún vann nokkra titla með brasilíska félaginu þar á meðal Suður-Ameríkumeistari í tvígang. Las jugadoras brasileñas protestan antes del partido por el regreso del entrenador del Santos Kleiton Lima, denunciado por 19 futbolistas por acoso sexual y tratos vejatorios pic.twitter.com/wrFzA9Q7xc— Irati Vidal (@iratividal) April 14, 2024 Brasilía Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Lima fékk að snúa aftur til starfa þrátt fyrir að nítján leikmenn hans höfðu sakað hann um áreitni. Það gerðu þær í nafnlausum bréfum í brasilíska fjölmiðlinum Globo Ge. Leikmenn ásökuðu Lima um stöðuga áreitni (e. harrassment). Eftir innanhússrannsókn hjá félaginu þá var ekkert gert í málinu og Lima fékk að setjast á ný í þjálfarastólinn. OFFICIAL: Santos Women's manager Kleiton Lima has stepped down, the club confirms.The move comes after Women's Brazilian top flight players protested his return to the club after he was accused of bullying and sexual harassment by 19 players. pic.twitter.com/dTvYI47RVk— Attacking Third (@AttackingThird) April 15, 2024 Þetta voru ekki einn eða tveir leikmenn heldur næstum því tuttugu. Því skildu fáir í því hvernig rannsókn á málinu hafði engu breytt fyrir hans stöðu sem þjálfari liðsins. Lima var mættur aftur á hliðarlínuna í leik á móti Corinthians á föstudagskvöldið. Til að mótmæla þessu þá héldu leikmenn Corinthians, andstæðinga Santos í leiknum, fyrir eyru sín og munn á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. Mótmæli knattspyrnukvennanna vöktu heimsathygli og þau báru líka árangur. „Til að verja fjölskyldu sína, heilindi sín sjálfs og Santos félagið þá hefur Kleiton Lima beðið um að fá lausn frá störfum sínum,“ sagði í yfirlýsingu frá Santos. Santos sagði einnig frá því að Lima hefði fengið morðhótanir vegna ásakananna en að málinu væri lokið. Wesly Otoni mun taka við þjálfun liðsins tímabundið. Einn íslenskur leikmaður hefur spilað undir stjórn Lima hjá Santos en Þórunn Helga Jónsdóttir lék fyrir Santos liðið frá 2008 til 2011. Hún vann nokkra titla með brasilíska félaginu þar á meðal Suður-Ameríkumeistari í tvígang. Las jugadoras brasileñas protestan antes del partido por el regreso del entrenador del Santos Kleiton Lima, denunciado por 19 futbolistas por acoso sexual y tratos vejatorios pic.twitter.com/wrFzA9Q7xc— Irati Vidal (@iratividal) April 14, 2024
Brasilía Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira