„Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. apríl 2024 22:25 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, má prísa sig sælan með þrjú stig í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Víkingar unnu torsóttan útisigur á Fram í Bestu deild karla 0-1 í kvöld. Arnar Gunnlaugsson var fyrst og fremst ánægður með stigin þrjú. „Ég er bara virkilega ánægður. Þetta var erfiður leikur og við náðum engum tökum á þessu alveg sama hvað við reyndum. Framararnir voru þéttir og eru með öfluega einstaklinga sem geta meitt okkur. Mér fannst við hálf heppnir með þessi þrjú stig en við tökum þau,“ sagði Arnar. Fyrri hálfleikurinn hjá liði Víkings var ekki líkur því liði sem við þekkjum úr Fossvoginum og Arnar gerði þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. „Hann var ekkert hræðilegur. Ég vona að ég hljómi ekki eins og biluð plata núna en það er apríl, erfiðar aðstæður og strákarnir gerðu vel í fyrri hálfleik að reyna sitt besta. Við þurftum bara öðruvísi dínamík í seinni hálfleik. Hugmyndin var að fá fleiri fyrirgjafir og vera öflugir inni í teig en ég man bara eftir tveimur eða þremur fyrirgjöfum þannig að þetta var bara vesen. Hvað þarftu að gera þá? Þú þarft fyrst og fremst að sjá til þess að þú tapir ekki leiknum og svo að reyna að stela sigrinum sem við gerðum,“ sagði Arnar. Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var algjörlega frábær í leiknum í kvöld og í raun eini leikmaður Víkings á pari við eigin getu. Hann bjó til sigurmarkið og var á köflum eini leikmaður Víkings með lífsmark. Það er í svona leikjum sem styrkleikar hans skína í gegn. „Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur. Hann er bara svo mikill sigurvegari, vill þetta svo mikið og drífur liðsfélaga sína áfram. Hann var að reyna sitt besta við að koma okkur áfram og að pirra andstæðinginn. Gerði allt til að vinna. Finna leiðir til að vinna og um það snýst þetta. Þú veist að þú ert ekki uppá þitt besta þá finnuru einhverjar leiðir til að eiga möguleika á að vinna. Gott mark hjá Ella en margt sem við þurfum að bæta. Þetta snýst núna um að safna stigum, engar flugeldasýningar, halda hreinu og við erum á fínu róli,“ sagði Arnar. Matthías Vilhjálmsson datt út úr liðinu á milli leikja vegna meiðsla. Hann er frá í smá tíma og kemur vonandi sem fyrst til baka ásamt öðrum sem eru frá. „Ég á vona á tíu dögum, tveimur vikum kannski. Maður veit aldrei, hann er náttúrulega gamall kallinn. Kannski auka vika við það. Við söknum hans í svona leikjum, svona líkamlegum leikjum. Menn eru að koma til baka. Viktor Örlygur fékk sínar fyrstu mínútur í þrjá mánuði, Jón Guðni og Aron Elís líka líkamlegir leikmenn sem við þurfum á að halda. Strákarnir sem komu útaf í hálfleik stóðu sig mjög vel, þetta var ekkert þeim að kenna heldur bara taktísk breyting,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
„Ég er bara virkilega ánægður. Þetta var erfiður leikur og við náðum engum tökum á þessu alveg sama hvað við reyndum. Framararnir voru þéttir og eru með öfluega einstaklinga sem geta meitt okkur. Mér fannst við hálf heppnir með þessi þrjú stig en við tökum þau,“ sagði Arnar. Fyrri hálfleikurinn hjá liði Víkings var ekki líkur því liði sem við þekkjum úr Fossvoginum og Arnar gerði þrjár breytingar á liðinu í hálfleik. „Hann var ekkert hræðilegur. Ég vona að ég hljómi ekki eins og biluð plata núna en það er apríl, erfiðar aðstæður og strákarnir gerðu vel í fyrri hálfleik að reyna sitt besta. Við þurftum bara öðruvísi dínamík í seinni hálfleik. Hugmyndin var að fá fleiri fyrirgjafir og vera öflugir inni í teig en ég man bara eftir tveimur eða þremur fyrirgjöfum þannig að þetta var bara vesen. Hvað þarftu að gera þá? Þú þarft fyrst og fremst að sjá til þess að þú tapir ekki leiknum og svo að reyna að stela sigrinum sem við gerðum,“ sagði Arnar. Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, var algjörlega frábær í leiknum í kvöld og í raun eini leikmaður Víkings á pari við eigin getu. Hann bjó til sigurmarkið og var á köflum eini leikmaður Víkings með lífsmark. Það er í svona leikjum sem styrkleikar hans skína í gegn. „Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur. Hann er bara svo mikill sigurvegari, vill þetta svo mikið og drífur liðsfélaga sína áfram. Hann var að reyna sitt besta við að koma okkur áfram og að pirra andstæðinginn. Gerði allt til að vinna. Finna leiðir til að vinna og um það snýst þetta. Þú veist að þú ert ekki uppá þitt besta þá finnuru einhverjar leiðir til að eiga möguleika á að vinna. Gott mark hjá Ella en margt sem við þurfum að bæta. Þetta snýst núna um að safna stigum, engar flugeldasýningar, halda hreinu og við erum á fínu róli,“ sagði Arnar. Matthías Vilhjálmsson datt út úr liðinu á milli leikja vegna meiðsla. Hann er frá í smá tíma og kemur vonandi sem fyrst til baka ásamt öðrum sem eru frá. „Ég á vona á tíu dögum, tveimur vikum kannski. Maður veit aldrei, hann er náttúrulega gamall kallinn. Kannski auka vika við það. Við söknum hans í svona leikjum, svona líkamlegum leikjum. Menn eru að koma til baka. Viktor Örlygur fékk sínar fyrstu mínútur í þrjá mánuði, Jón Guðni og Aron Elís líka líkamlegir leikmenn sem við þurfum á að halda. Strákarnir sem komu útaf í hálfleik stóðu sig mjög vel, þetta var ekkert þeim að kenna heldur bara taktísk breyting,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45