„Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera“ Sverrir Mar Smárason skrifar 15. apríl 2024 22:10 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur með 0-1 tap síns liðs gegn Víkingi í kvöld. Þjálfaranum, ásamt mörgum öðrum, fannst Fram eiga meira skilið úr leiknum. „Já ég er mjög svekktur með niðurstöðuna. Víkingarnir áttu eitt skot á markið og það fór í netið. Eina sem fór á rammann held ég alveg örugglega. Þeir eru vissulega meira með boltann og allt það en við sköpum meira en þeir,“ sagði Rúnar. Fram hafði góð tök á leiknum og stýrði honum að mörgu leyti með góðum og öguðum varnarleik. Víkingar áttu erfitt með að opna Framliðið í kvöld. Fram skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af, það mark hefði átt að standa. „Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera. Eins og ég segi alltaf þá verðuru að vera viss í þinni sök ef þú ætlar að taka mark, dæma rangstöðu eða dæma eitthvað bara almennt hvar sem það er á vellinum. Hann var viss og dæmdi, hann virtist hafa séð hendi og við getum ekki breytt því,“ sagði Rúnar um markið. Fram vildi fá víti í stöðunni 0-1 á 79. mínútu þegar Guðmundur Magnússon fór niður í teignum eftir baráttu við Halldór Smára. Jóhann Ingi, dómari leiksins var ekki á því máli. „Gummi vildi fá víti, hann var þarna og þeir sem stóðu í kringum hann líka. Það er hægt að skoða þetta með vídjóum og sannreyna hvort við hefðum átt að fá víti eða ekki en það breytir því ekki að við fáum ekki víti núna. Leikurinn er búinn. Við erum svekktir og ég er ofboðslega stoltur af liðinu fyrir frammistöðuna. Við vitum að Víkingar eru með eitt besta lið í deildinni. Við náðum allavega að stoppa þá í þeirra sóknaraðgerðum og hræða þá aðeins. Það gefur okkur því miður ekkert í dag. Við hefðum getað nýtt færin okkar betur og getum kennt sjálfum okkur um. Við getum ekki skellt skuldinni á einn mann og við viljum ekki gera það,“ sagði Rúnar og átti þar við um dómara leiksins. Frammistaða liðsins hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjum mótsins en Rúnar vill meina að það þurfi ekki mikið til að hlutirnir snúist. „Þetta er svo fljótt að snúast í höndunum á fólki. Við þurfum bara að halda áfram að leggja okkur eins mikið fram og við gerðum í dag og þá getum við strítt öllum liðum. Við erum ekkert að horfa of langt fram í tímann. Við erum sáttir við fyrsta leikinn og sáttir við frammistöðuna í dag en það er bara næsti leikur sem telur. Ef þú tapar honum líka þá fer brosið af manni,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Já ég er mjög svekktur með niðurstöðuna. Víkingarnir áttu eitt skot á markið og það fór í netið. Eina sem fór á rammann held ég alveg örugglega. Þeir eru vissulega meira með boltann og allt það en við sköpum meira en þeir,“ sagði Rúnar. Fram hafði góð tök á leiknum og stýrði honum að mörgu leyti með góðum og öguðum varnarleik. Víkingar áttu erfitt með að opna Framliðið í kvöld. Fram skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af, það mark hefði átt að standa. „Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur. Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera. Eins og ég segi alltaf þá verðuru að vera viss í þinni sök ef þú ætlar að taka mark, dæma rangstöðu eða dæma eitthvað bara almennt hvar sem það er á vellinum. Hann var viss og dæmdi, hann virtist hafa séð hendi og við getum ekki breytt því,“ sagði Rúnar um markið. Fram vildi fá víti í stöðunni 0-1 á 79. mínútu þegar Guðmundur Magnússon fór niður í teignum eftir baráttu við Halldór Smára. Jóhann Ingi, dómari leiksins var ekki á því máli. „Gummi vildi fá víti, hann var þarna og þeir sem stóðu í kringum hann líka. Það er hægt að skoða þetta með vídjóum og sannreyna hvort við hefðum átt að fá víti eða ekki en það breytir því ekki að við fáum ekki víti núna. Leikurinn er búinn. Við erum svekktir og ég er ofboðslega stoltur af liðinu fyrir frammistöðuna. Við vitum að Víkingar eru með eitt besta lið í deildinni. Við náðum allavega að stoppa þá í þeirra sóknaraðgerðum og hræða þá aðeins. Það gefur okkur því miður ekkert í dag. Við hefðum getað nýtt færin okkar betur og getum kennt sjálfum okkur um. Við getum ekki skellt skuldinni á einn mann og við viljum ekki gera það,“ sagði Rúnar og átti þar við um dómara leiksins. Frammistaða liðsins hefur verið mjög góð í fyrstu tveimur leikjum mótsins en Rúnar vill meina að það þurfi ekki mikið til að hlutirnir snúist. „Þetta er svo fljótt að snúast í höndunum á fólki. Við þurfum bara að halda áfram að leggja okkur eins mikið fram og við gerðum í dag og þá getum við strítt öllum liðum. Við erum ekkert að horfa of langt fram í tímann. Við erum sáttir við fyrsta leikinn og sáttir við frammistöðuna í dag en það er bara næsti leikur sem telur. Ef þú tapar honum líka þá fer brosið af manni,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. 15. apríl 2024 21:45