ÍBV vann fyrri leik liðanna í úrslitakeppni kvenna í handbolta sannfærandi í Eyjum. Það var á brattann að sækja fyrir ÍR í kvöld en liðið lék þó mun betur en í Vestmannaeyjum. Það dugði þó ekki til að þessu sinni, lokatölur 18-22.
Þóra Björg Stefánsdóttir var markahæst í liði ÍBV með 5 mörk. Birna Berg Haraldsdóttir kom þar á eftir með 4 mörk. Í liði ÍR skoruðu Hanna Karen Ólafsdóttir og Sylvía Sigríður Jónsdóttir 3 mörk hvor.