„Svona leikir eru leikir andans“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. apríl 2024 21:16 Kjartan Atli var líflegur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Vilhelm Álftnesingar unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni efstu deildar í kvöld þegar liðið lagði Keflavík nokkuð örugglega, 77-56. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness var afskaplega stoltur í leikslok, bæði af sínu liði og körfuboltasamfélaginu á Álftanesi. „Ég er mjög ánægður með strákana og varnarleikinn hjá okkur sérstaklega. „Svona leikir eru leikir andans“, þú þarft að koma með svolítið „spirit“ inn í leikinn, ef við slettum, og við gerðum það í kvöld.“ Það gerist ekki á hverjum degi að Keflavík skori aðeins sex stig í heilum leikhluta eins og liðið gerði í fyrsta leikhluta í kvöld, en Kjartan sagðist þó velta því mikið fyrir sér. „Við svo sem kannski pælum ekki endilega í því. Þetta snýst bara einhvern veginn um að vera í augnablikinu og halda okkur inni í okkar leikskipulagi. Þeir eru frábært sóknarlið og við erum að leggja okkur alla fram í vörn. Það er einhvern veginn það eina sem kemst að hjá okkur.“ Álftnesingar hittu ekki vel fyrir utan í kvöld, en Kjartan hafði ekki áhyggjur af því. „Eftir áramót erum við búnir að skjóta 38,5 prósent sem er það besta í deildinni, ég veit ekki hvað þú vilt meira? 45?“ Blaðamaður benti honum á að nýtingin hefði aðeins verið um 25 prósent í kvöld, en Kjartan var fljótur að gefa skýringar á því. „Já, það er bara þannig. Þetta eru bara svona „grind“ leikir ef við slettum. Þar sem taugarnar eru þandar og þú sérð menn koma fljúgandi að þér. Þetta er einn leikur, við vorum í 36 prósentum síðast. Stundum fer hann ofan í, stundum ekki og körfuboltaguðirnir þurfa bara að ákveða það.“ Það var ekki hægt að ljúka þessu viðtali án þess að ræða öfluga stuðingsmannasveit heimamanna, en í hvert sinn sem Keflvíkingar reyndu að gefa frá sér hljóð yfirgnæfðu Álftnesingar þá algjörlega og létu vel í sér heyra allan leikinn. „Eitt af stóru atriðunum fyrir okkur er að virkja samfélagið og búa til körfuboltasamfélag. Svona leikir eru liður í því. Nú er bara að fá allt þetta fólk með okkur til Keflavíkur og halda áfram að hvetja okkur. Við erum mjög stoltir og þakklátir að þau styðji við bakið á okkur.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með strákana og varnarleikinn hjá okkur sérstaklega. „Svona leikir eru leikir andans“, þú þarft að koma með svolítið „spirit“ inn í leikinn, ef við slettum, og við gerðum það í kvöld.“ Það gerist ekki á hverjum degi að Keflavík skori aðeins sex stig í heilum leikhluta eins og liðið gerði í fyrsta leikhluta í kvöld, en Kjartan sagðist þó velta því mikið fyrir sér. „Við svo sem kannski pælum ekki endilega í því. Þetta snýst bara einhvern veginn um að vera í augnablikinu og halda okkur inni í okkar leikskipulagi. Þeir eru frábært sóknarlið og við erum að leggja okkur alla fram í vörn. Það er einhvern veginn það eina sem kemst að hjá okkur.“ Álftnesingar hittu ekki vel fyrir utan í kvöld, en Kjartan hafði ekki áhyggjur af því. „Eftir áramót erum við búnir að skjóta 38,5 prósent sem er það besta í deildinni, ég veit ekki hvað þú vilt meira? 45?“ Blaðamaður benti honum á að nýtingin hefði aðeins verið um 25 prósent í kvöld, en Kjartan var fljótur að gefa skýringar á því. „Já, það er bara þannig. Þetta eru bara svona „grind“ leikir ef við slettum. Þar sem taugarnar eru þandar og þú sérð menn koma fljúgandi að þér. Þetta er einn leikur, við vorum í 36 prósentum síðast. Stundum fer hann ofan í, stundum ekki og körfuboltaguðirnir þurfa bara að ákveða það.“ Það var ekki hægt að ljúka þessu viðtali án þess að ræða öfluga stuðingsmannasveit heimamanna, en í hvert sinn sem Keflvíkingar reyndu að gefa frá sér hljóð yfirgnæfðu Álftnesingar þá algjörlega og létu vel í sér heyra allan leikinn. „Eitt af stóru atriðunum fyrir okkur er að virkja samfélagið og búa til körfuboltasamfélag. Svona leikir eru liður í því. Nú er bara að fá allt þetta fólk með okkur til Keflavíkur og halda áfram að hvetja okkur. Við erum mjög stoltir og þakklátir að þau styðji við bakið á okkur.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Sjá meira