Vill vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth Aron Guðmundsson skrifar 16. apríl 2024 08:01 Eyþór Aron Wöhler hefur skrifað undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR Vísir/Baldur Eyþór Aron Wöhler skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR. Hann er stoltur yfir því að fá tækifæri til þess að spila fyrir þetta sögufræga félag og vill leggja lóð sitt á vogaskálarnir til að rita nýjan og glæstan kafla í Vesturbænum. Hinn 22 ára gamli Eyþór Aron skiptir yfir til KR frá Breiðabliki en þeir svarthvítu úr Vesturbænum hefur átt fljúgandi start í Bestu deildinni og halað inn fullu húsi stiga úr fyrstu tveimur leikjum sínum. „Það er geggjaður andi hérna í Vesturbænum og mikill heiður fyrir að vera hérna í stórveldinu. Það er einhver meðbyr hérna í augnablikinu að byggjast upp og ég er ekkert nema stoltur að hafa skrifað undir samning hjá félaginu.“ Aðdragandinn að þessum félagsskiptum. Er hann langur? „Hann er frekar stuttur. KR hafði samband á þriðjudaginn síðastliðinn og svo var skrifað undir samninginn á sunnudaginn. Ég var ekki lengi að ákveða mig þegar að KR kom að borðinu. Hoppaði strax á þetta.“ Blikar hafa að undanförnu verið að bæta við sig mannskap. Til að mynda kom Ísak Snær Þorvaldsson á láni til félagsins frá Rosenborg. Þegar að Blikar fóru að þétta raðirnar fór Eyþór Aron að hugsa sér til hreyfings. „Ég fór að hugsa um hvort kominn væri sá tími að ég færi að líta í kringum mig. KR kom þá inn í myndina.“ Og eins og fyrr segir þurfti Eyþór Aron ekki að hugsa sig tvisvar um. Viðskilnaðurinn við Breiðablik á sér þó stað í góðu. „Ég kveð allt og alla þarna í Breiðabliki í góðu. Þjálfara og leikmenn. Það er yfir engu að kvarta yfir þar.“ En hvernig horfir tími þinn hjá félaginu við þér? „Lærdómsríkur tími. Ekki spurning. Erfiður einnig á köflum. Þarna upplifði ég mikla samkeppni en tek með mér góða vini og lærdómsríkan tíma. Breiðablik í heild sinni er frábært félag sem tók vel á móti mér og hugsaði vel um mig. Ég óska því bara velfarnaðar í framhaldinu.“ Og markmiðin eru skýr fyrir komandi tíma. Um að gera hjá Eyþóri Aroni að setja markið hátt. Olga Færseth, goðsögn í sögu KR og íslenskrar knattspyrnu, skoraði 380 mörk í 325 meistaraflokksleikjum hér á landi. „Maður sér söguna á öllum veggjum hér í Vesturbænum. Markmiðin eru háleit hjá félaginu. Að skrifa söguna á nýjan leik. Sækja báðu stóru titlana. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum. Markmiðið er, meira og minna, að vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth var með KR á sínum tíma.“ Þá er hann spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á grasvelli KR-inga, Meistaravöllum og stefnir allt í að fyrsti alvöru heimaleikur Eyþórs með KR verði akkúrat á móti hans gömlu félögum í Breiðabliki í fjórðu umferð Bestu deildarinnar. „Ég mæti dýrvitlaus inn í þann leik og megi allir góðir vættir vaka yfir Viktori og Damir í þeim leik. Nei ég segi svona. Það verður bara gaman að mæta Blikum. Ég mæti eins og Tasmaníudjöfullinn inn á.“ Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Eyþór Aron skiptir yfir til KR frá Breiðabliki en þeir svarthvítu úr Vesturbænum hefur átt fljúgandi start í Bestu deildinni og halað inn fullu húsi stiga úr fyrstu tveimur leikjum sínum. „Það er geggjaður andi hérna í Vesturbænum og mikill heiður fyrir að vera hérna í stórveldinu. Það er einhver meðbyr hérna í augnablikinu að byggjast upp og ég er ekkert nema stoltur að hafa skrifað undir samning hjá félaginu.“ Aðdragandinn að þessum félagsskiptum. Er hann langur? „Hann er frekar stuttur. KR hafði samband á þriðjudaginn síðastliðinn og svo var skrifað undir samninginn á sunnudaginn. Ég var ekki lengi að ákveða mig þegar að KR kom að borðinu. Hoppaði strax á þetta.“ Blikar hafa að undanförnu verið að bæta við sig mannskap. Til að mynda kom Ísak Snær Þorvaldsson á láni til félagsins frá Rosenborg. Þegar að Blikar fóru að þétta raðirnar fór Eyþór Aron að hugsa sér til hreyfings. „Ég fór að hugsa um hvort kominn væri sá tími að ég færi að líta í kringum mig. KR kom þá inn í myndina.“ Og eins og fyrr segir þurfti Eyþór Aron ekki að hugsa sig tvisvar um. Viðskilnaðurinn við Breiðablik á sér þó stað í góðu. „Ég kveð allt og alla þarna í Breiðabliki í góðu. Þjálfara og leikmenn. Það er yfir engu að kvarta yfir þar.“ En hvernig horfir tími þinn hjá félaginu við þér? „Lærdómsríkur tími. Ekki spurning. Erfiður einnig á köflum. Þarna upplifði ég mikla samkeppni en tek með mér góða vini og lærdómsríkan tíma. Breiðablik í heild sinni er frábært félag sem tók vel á móti mér og hugsaði vel um mig. Ég óska því bara velfarnaðar í framhaldinu.“ Og markmiðin eru skýr fyrir komandi tíma. Um að gera hjá Eyþóri Aroni að setja markið hátt. Olga Færseth, goðsögn í sögu KR og íslenskrar knattspyrnu, skoraði 380 mörk í 325 meistaraflokksleikjum hér á landi. „Maður sér söguna á öllum veggjum hér í Vesturbænum. Markmiðin eru háleit hjá félaginu. Að skrifa söguna á nýjan leik. Sækja báðu stóru titlana. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum. Markmiðið er, meira og minna, að vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth var með KR á sínum tíma.“ Þá er hann spenntur fyrir því að reyna fyrir sér á grasvelli KR-inga, Meistaravöllum og stefnir allt í að fyrsti alvöru heimaleikur Eyþórs með KR verði akkúrat á móti hans gömlu félögum í Breiðabliki í fjórðu umferð Bestu deildarinnar. „Ég mæti dýrvitlaus inn í þann leik og megi allir góðir vættir vaka yfir Viktori og Damir í þeim leik. Nei ég segi svona. Það verður bara gaman að mæta Blikum. Ég mæti eins og Tasmaníudjöfullinn inn á.“
Besta deild karla KR Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð