Palmer skoraði fernu í stórsigri Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2024 21:00 Cole Palmer lét Everton fá það óþvegið í kvöld. EPA-EFE/NEIL HALL Cole Palmer var allt í öllu hjá Chelsea sem gjörsamlega pakkaði Everton saman í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Palmer skoraði fjögur í 6-0 sigri en Chelsea hefur ekki tapað deildarleik síðan 4. febrúar. Cole Palmer hefur verið einn af fáum ljósum punktum í liði Chelsea það sem af er leiktíð og hann var hreint út sagt magnaður í kvöld. Cole Palmer s game by numbers vs. Everton:100% shot accuracy5 shots5 shots on target4 goals3 dribbles completedCOLD Palmer. pic.twitter.com/pENKVr3yuX— Statman Dave (@StatmanDave) April 15, 2024 Þessi sóknarþenkjandi miðjumaður kom Chelsea yfir með góðu skoti eftir fallegan samleik sín og Nicolas Jackson. Hann bætti við öðru marki fimm mínútum síðar þegar hann skallaði boltann í netið eftir að Jordan Pickford hafði varið skot Jackson út í teiginn. Palmer fullkomnaði svo þrennu sína þegar innan við hálftími var liðinn af leiknum þegar Pickford gerði slæm mistök í marki Everton og Palmer gat ekki annað en skorað. Jackson komst svo á blað áður en fyrri hálfleikur var liðinn þegar hann skoraði eftir fína fyrirgjöf Marc Cucurella frá vinstri. Þegar rúm klukkustund var liðin fékk Chelsea vítaspyrnu. Palmer heimtaði að taka vítið en bæði Noni Madueke og Jackson voru gríðarlega ósáttir með það. Jackson stuggaði við Palmer sem stóð keikur og lét ekkert á sig fá. Renndi hann boltanum af öryggi í netið og skoraði þar með sitt 20. deildarmark á tímabilinu. Þar af hafa 9 komið úr vítaspyrnum. Cole Palmer's 20th Premier League goal brings him level with Erling Haaland in the race for the Golden Boot pic.twitter.com/8Nq2Bn5bLH— B/R Football (@brfootball) April 15, 2024 Það var svo varamaðurinn Alfie Gilchrist sem skreytti kökuna með sjötta marki Chelsea í blálokin, lokatölur á Brúnni í Lundúnum 6-0. Chelsea situr eftir leikinn í 9. sæti með 47 stig eftir 31 leik á meðan Everton er í 16. sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Enski boltinn
Cole Palmer var allt í öllu hjá Chelsea sem gjörsamlega pakkaði Everton saman í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Palmer skoraði fjögur í 6-0 sigri en Chelsea hefur ekki tapað deildarleik síðan 4. febrúar. Cole Palmer hefur verið einn af fáum ljósum punktum í liði Chelsea það sem af er leiktíð og hann var hreint út sagt magnaður í kvöld. Cole Palmer s game by numbers vs. Everton:100% shot accuracy5 shots5 shots on target4 goals3 dribbles completedCOLD Palmer. pic.twitter.com/pENKVr3yuX— Statman Dave (@StatmanDave) April 15, 2024 Þessi sóknarþenkjandi miðjumaður kom Chelsea yfir með góðu skoti eftir fallegan samleik sín og Nicolas Jackson. Hann bætti við öðru marki fimm mínútum síðar þegar hann skallaði boltann í netið eftir að Jordan Pickford hafði varið skot Jackson út í teiginn. Palmer fullkomnaði svo þrennu sína þegar innan við hálftími var liðinn af leiknum þegar Pickford gerði slæm mistök í marki Everton og Palmer gat ekki annað en skorað. Jackson komst svo á blað áður en fyrri hálfleikur var liðinn þegar hann skoraði eftir fína fyrirgjöf Marc Cucurella frá vinstri. Þegar rúm klukkustund var liðin fékk Chelsea vítaspyrnu. Palmer heimtaði að taka vítið en bæði Noni Madueke og Jackson voru gríðarlega ósáttir með það. Jackson stuggaði við Palmer sem stóð keikur og lét ekkert á sig fá. Renndi hann boltanum af öryggi í netið og skoraði þar með sitt 20. deildarmark á tímabilinu. Þar af hafa 9 komið úr vítaspyrnum. Cole Palmer's 20th Premier League goal brings him level with Erling Haaland in the race for the Golden Boot pic.twitter.com/8Nq2Bn5bLH— B/R Football (@brfootball) April 15, 2024 Það var svo varamaðurinn Alfie Gilchrist sem skreytti kökuna með sjötta marki Chelsea í blálokin, lokatölur á Brúnni í Lundúnum 6-0. Chelsea situr eftir leikinn í 9. sæti með 47 stig eftir 31 leik á meðan Everton er í 16. sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.