Fótbolti

„Skil ekki þessa ljós­bláu línu í búningnum“

Íþróttadeild Vísis skrifar
Bakhlið íslensku landsliðstreyjunnar hefur verið umdeild.
Bakhlið íslensku landsliðstreyjunnar hefur verið umdeild. vísir/getty

Kvennalandsliðið í knattspyrnu frumsýndi nýja búninga í leikjum sínum á dögunum og sitt sýnist hverjum um hversu fallegir þeir séu.

„Ef maður horfir framan á treyjuna þá er hún mjög flott. Er þú sérð svo aftan á hana þá er þetta ekki gott. Ég skil ekki þessa ljósbláu línu í búningnum,“ segir Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar.

„Er þetta ekki business að framan og sítt að aftan,“ henti Henry Birgir Gunnarsson inn.

Valur Páll Eiríksson er líka ekkert sérstaklega hrifinn.

„Ég hef svipaða skoðun. Ég velti fyrir mér hvort það sé hægt að girða þetta ofan í? Það þarf þá að girða sig ansi mikið. Ég hef annars ekki sterkar skoðanir en þetta ljósbláa stingur í augun,“ sagði Valur Páll.

Klippa: Fréttir vikunnar 12. apríl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×