Mengun á við 1,7 milljón manns í boði SFS Jón Kaldal skrifar 15. apríl 2024 10:17 Af hverju þarf sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu mengunarvarnarlögum og önnur starfsemi? Það verður spennandi að sjá hvort þessari spurningu er svarað í umhverfisskýrslu SFS „Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi“ sem verður kynnt á hádegisfundi samtakanna á Grand hóteli í dag. Nú eru um 37 þúsund tonn af eldislaxi í sjókvíum við Ísland. Samkvæmt norsku umhverfisstofnunni er skólp frá hverju tonni af eldislaxi í sjókví ígildi skólps frá 16 manneskjum. Þetta þýðir að skólpið sem streymir nú óhreinsað í gegnum netmöskvana er á við 592.000 manns, eða ríflega 50 prósent umfram þann fjölda af fólki sem býr á Íslandi. Ef framleiðslan nær því hámarki sem gert ráð fyrir verður þessi mengun á við 1,7 milljón manns. Það er á við um 4,5 sinnum fjölda íbúa landsins. Í boði SFS. Ekki geðslegur kokteill Og úrgangurinn sem flæðir óhindraður í hafið frá sjókvíaeldi er ekki huggulegur kokteill. Í honum eru fiskaskítur, fóðurleifar, míkróplast í miklu magni, skordýraeitur sem er notað gegn lúsinni og þungmálmurinn kopar, sem er notaður í ásætuvarnir til að koma í veg fyrir að gróður og sjávarlífverur festi sig á netapokana. Norska Hafrannsóknastofnunin hefur vakið athygli á því að óheft notkun ásætuvarna sem innihalda kopar (svokallað koparoxíð) er grafalvarlegt mál. Efnið leysist ekki upp í náttúrunni heldur hleðst upp og er baneitrað fyrir lífríkið. Í nýlegri skýrslu norska Hafró er bent á að framleiðslufyrirtækjum á landi er umsvifalaust lokað ef þau losa meira en tvö kíló af kopar út í umhverfið. Hvert sjókvíaeldissvæði losar að meðaltali 1.700 kíló á ári í sjóinn. Þetta eru efni sem Arnarlax og Arctic Fish, bæði aðildarfélög í SFS, hafa notað á netin sín um árabil. Af hverju? Af hverju er þetta leyft? kunnið þið mögulega að velta fyrir ykkur kæru lesendur. Á Íslandi gilda ströng lög um varnir gegn mengun hafs og stranda, mörg ár er síðan blátt bann var lagt við notkun botnmálningar sem inniheldur kopar á skip og sveitarfélög hafa bætt við háum gjöldum á íbúa sína til að fjármagna skólphreinsistöðvar á landi. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum skildum þetta ekki heldur. Hvernig getur það viðgengist að sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu lögum og önnur starfsemi? Fyrirspurnir innan kerfisins leiddu okkur á endanum til Umhverfisráðuneytisins. Þar bárust þær skýringar að um sjókvíeldið giltu sérstök lög og reglugerðir vegna þess að „starfsemin fer fram í viðtakanum“. Hugsið ykkur. Einsog annað búdýrahald á landi þarf landeldi á laxi að lúta öllum áðurnefndum lögum um meðferð skólps, en af því að sjókvíarnar hanga í plastflotholtum í sjónum þá mega þau láta skólpið flæða beint í hafið. Eðlilega er um 70 prósent þjóðarinnar á móti svona vitleysu. Furðuleg mótsögn Þetta er ein af (mörgum) ástæðum þess að óskiljanlegt er að SFS hafi kosið að taka að sér þessa grimmu hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi. Sú starfsemi er í mótsögn við flest allt það sem íslenskur sjávarútvegur stendur fyrir þegar kemur að umgengni við umhverfið enda skaðar sjókvíaeldi lífríkið. Þar á meðal vistkerfi í fjörðum sem þjóna mikilvægu hlutverki í uppvexti ungviðis þorsktegunda. Með sjókvíaeldið innaborðs eru heitstrengingar SFS um sterka umhverfisvitund hlægilegur grænþvottur eða grátleg hræsni. Bæði jafnvel. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Af hverju þarf sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu mengunarvarnarlögum og önnur starfsemi? Það verður spennandi að sjá hvort þessari spurningu er svarað í umhverfisskýrslu SFS „Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi“ sem verður kynnt á hádegisfundi samtakanna á Grand hóteli í dag. Nú eru um 37 þúsund tonn af eldislaxi í sjókvíum við Ísland. Samkvæmt norsku umhverfisstofnunni er skólp frá hverju tonni af eldislaxi í sjókví ígildi skólps frá 16 manneskjum. Þetta þýðir að skólpið sem streymir nú óhreinsað í gegnum netmöskvana er á við 592.000 manns, eða ríflega 50 prósent umfram þann fjölda af fólki sem býr á Íslandi. Ef framleiðslan nær því hámarki sem gert ráð fyrir verður þessi mengun á við 1,7 milljón manns. Það er á við um 4,5 sinnum fjölda íbúa landsins. Í boði SFS. Ekki geðslegur kokteill Og úrgangurinn sem flæðir óhindraður í hafið frá sjókvíaeldi er ekki huggulegur kokteill. Í honum eru fiskaskítur, fóðurleifar, míkróplast í miklu magni, skordýraeitur sem er notað gegn lúsinni og þungmálmurinn kopar, sem er notaður í ásætuvarnir til að koma í veg fyrir að gróður og sjávarlífverur festi sig á netapokana. Norska Hafrannsóknastofnunin hefur vakið athygli á því að óheft notkun ásætuvarna sem innihalda kopar (svokallað koparoxíð) er grafalvarlegt mál. Efnið leysist ekki upp í náttúrunni heldur hleðst upp og er baneitrað fyrir lífríkið. Í nýlegri skýrslu norska Hafró er bent á að framleiðslufyrirtækjum á landi er umsvifalaust lokað ef þau losa meira en tvö kíló af kopar út í umhverfið. Hvert sjókvíaeldissvæði losar að meðaltali 1.700 kíló á ári í sjóinn. Þetta eru efni sem Arnarlax og Arctic Fish, bæði aðildarfélög í SFS, hafa notað á netin sín um árabil. Af hverju? Af hverju er þetta leyft? kunnið þið mögulega að velta fyrir ykkur kæru lesendur. Á Íslandi gilda ströng lög um varnir gegn mengun hafs og stranda, mörg ár er síðan blátt bann var lagt við notkun botnmálningar sem inniheldur kopar á skip og sveitarfélög hafa bætt við háum gjöldum á íbúa sína til að fjármagna skólphreinsistöðvar á landi. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum skildum þetta ekki heldur. Hvernig getur það viðgengist að sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu lögum og önnur starfsemi? Fyrirspurnir innan kerfisins leiddu okkur á endanum til Umhverfisráðuneytisins. Þar bárust þær skýringar að um sjókvíeldið giltu sérstök lög og reglugerðir vegna þess að „starfsemin fer fram í viðtakanum“. Hugsið ykkur. Einsog annað búdýrahald á landi þarf landeldi á laxi að lúta öllum áðurnefndum lögum um meðferð skólps, en af því að sjókvíarnar hanga í plastflotholtum í sjónum þá mega þau láta skólpið flæða beint í hafið. Eðlilega er um 70 prósent þjóðarinnar á móti svona vitleysu. Furðuleg mótsögn Þetta er ein af (mörgum) ástæðum þess að óskiljanlegt er að SFS hafi kosið að taka að sér þessa grimmu hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi. Sú starfsemi er í mótsögn við flest allt það sem íslenskur sjávarútvegur stendur fyrir þegar kemur að umgengni við umhverfið enda skaðar sjókvíaeldi lífríkið. Þar á meðal vistkerfi í fjörðum sem þjóna mikilvægu hlutverki í uppvexti ungviðis þorsktegunda. Með sjókvíaeldið innaborðs eru heitstrengingar SFS um sterka umhverfisvitund hlægilegur grænþvottur eða grátleg hræsni. Bæði jafnvel. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar