Sló elsta heimsmetið í gær og náði pabba sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 09:31 Litháinn Mykolas Alekna náði ekki bara föður sínum heldur einnig elsta heimsmetinu með risakasti sínu í gær. AP/Ashley Landi Litháinn Mykolas Alekna sett í gær nýtt heimsmet í kringlukasti og sló um leið elsta heimsmet karla í frjálsum íþróttum. Honum tókst það sem föður hans tókst ekki en komst svo nálægt í upphafi aldarinnar. Þessi 21 árs strákur kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann er nemandi í University of California. Metkastið hjá Alekna mældist fyrst 74,41 metrar en sú tala var síðan leiðrétt í 74,35 samkvæmt frétt hjá World Athletics. Það á síðan eftir að staðfesta heimsmetið endanlega. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024 Kastsería Alekna var frábær en öll sex köstin hans voru yfir sjötíu metra. Hann byrjaði á persónulegu meti með því að kasta 72.21 metra. Hann náði síðan fjórða besta kasti sögunnar í fjórða kasti (72,89 metrar). Heimsmetið hans kom síðan í fimmta kastinu. Gamla heimsmetið í kringlukasti var frá árinu 1986 og var því orðið næstum því 38 ára gamalt. Það átti Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult í allan þennan tíma eftir að hann kastaði kringlunni 74,08 metra 6. júní 1986. Þetta var líka elsta heimsmet í karlaflokki þar til í gær. Nú er elsta metið í eigu Sovétmannsins Yuriy Sedykh sem kastaði sleggjunni 86,74 metra í ágúst 1986. Not only did Mykolas Alekna set the WR, but he finally bettered the family record held by his dad Virgilijus Alekna of 73.88m, now #3 All-time. pic.twitter.com/Lk7JGhldOU— Beau Throws (@beau_throws) April 14, 2024 Alekna gerði meira en að bæta heimsmetið því hann sendi einnig föður sinn niður í þriðja sætið yfir lengstu kringluköst sögunnar. Faðir hans, Virgilijus, hafði verið sá sem komst næst gamla heimsmetinu þegar hann kastaði kringlunni 73,88 metra árið 2000. Virgilijus varð tvisvar sinnum Ólympíumeistari og sonur hans er líklegur til að feta í fótspor hans á leikunum í París í sumar. Mykolas Alekna hefur þegar unnið tvenn verðlaun á heimsmeistaramótum. Hann vann silfur á HM í Eugene 2022 og brons á HM í Búdapest í fyrra. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Sjá meira
Þessi 21 árs strákur kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti í Oklahoma í Bandaríkjunum. Hann er nemandi í University of California. Metkastið hjá Alekna mældist fyrst 74,41 metrar en sú tala var síðan leiðrétt í 74,35 samkvæmt frétt hjá World Athletics. Það á síðan eftir að staðfesta heimsmetið endanlega. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024 Kastsería Alekna var frábær en öll sex köstin hans voru yfir sjötíu metra. Hann byrjaði á persónulegu meti með því að kasta 72.21 metra. Hann náði síðan fjórða besta kasti sögunnar í fjórða kasti (72,89 metrar). Heimsmetið hans kom síðan í fimmta kastinu. Gamla heimsmetið í kringlukasti var frá árinu 1986 og var því orðið næstum því 38 ára gamalt. Það átti Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult í allan þennan tíma eftir að hann kastaði kringlunni 74,08 metra 6. júní 1986. Þetta var líka elsta heimsmet í karlaflokki þar til í gær. Nú er elsta metið í eigu Sovétmannsins Yuriy Sedykh sem kastaði sleggjunni 86,74 metra í ágúst 1986. Not only did Mykolas Alekna set the WR, but he finally bettered the family record held by his dad Virgilijus Alekna of 73.88m, now #3 All-time. pic.twitter.com/Lk7JGhldOU— Beau Throws (@beau_throws) April 14, 2024 Alekna gerði meira en að bæta heimsmetið því hann sendi einnig föður sinn niður í þriðja sætið yfir lengstu kringluköst sögunnar. Faðir hans, Virgilijus, hafði verið sá sem komst næst gamla heimsmetinu þegar hann kastaði kringlunni 73,88 metra árið 2000. Virgilijus varð tvisvar sinnum Ólympíumeistari og sonur hans er líklegur til að feta í fótspor hans á leikunum í París í sumar. Mykolas Alekna hefur þegar unnið tvenn verðlaun á heimsmeistaramótum. Hann vann silfur á HM í Eugene 2022 og brons á HM í Búdapest í fyrra. WORLD RECORD s Mykolas Alekna breaks the oldest men s world record* as he produces a monster discus throw of 74.35m in Ramona. Jürgen Schult s record stood for almost 38 years *subject to the usual ratification procedures pic.twitter.com/ZtHqgRNtOU— World Athletics (@WorldAthletics) April 14, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn