Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Frost verður á bilinu núll til fimm stig, en frostlaust sunnanlands yfir daginn.
„Lægir í nótt og fyrramálið og birtir til fyrir norðan. Seinnipartinn á morgun nálgast næsta lægð úr vestri og það þykknar upp á sunnan- og vestanverðu landinu, suðaustan 5-15 m/s þar annað kvöld og snjókoma eða slydda með köflum.
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt á miðvikudag, dálitlar skúrir eða él og hlýnar heldur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Minnkandi norðanátt og bjart með köflum, en dálítil él á norðaustanverðu landinu fram að hádegi. Hiti um eða yfir frostmarki að deginum. Suðaustan 5-15 m/s um kvöldið og slydda eða snjókoma sunnan- og vestanlands.
Á miðvikudag: Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og dálitlar skúrir eða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 5-13. Snjókoma með köflum og vægt frost, en dálítil rigning eða slydda um landið sunnanvert og hiti 1 til 6 stig. Styttir allvíða upp eftir hádegi, fyrst vestanlands.
Á föstudag: Breytileg átt 3-10 og dálitlar skúrir eða él, en rigning suðvestanlands um kvöldið. Hlýnar heldur.
Á laugardag: Ákveðin sunnanátt og rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 3 til 10 stig.
Á sunnudag: Suðvestan- og vestanátt og skúrir, en þurrt á Austurlandi. Milt í veðri.