Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 14:48 Benny Gantz, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. Gantz sagði Ísraela þurfa að styrkja það bandalag sem gerði þeim kleift að standa af sér árás gærkvöldsins og byggja frekari bandalög gegn Íran. „Íran er alþjóðlegt vandamál, það er svæðisbundin áskorun en Íran ógnar einnig Ísrael og í gær, stóðu heimurinn með Ísrael gegn mikilli hættu. Ísrael gegn Íran, heimurinn gegn Íran. Það er afraksturinn,“ sagði Gantz í yfirlýsingunni, samkvæmt frétt Times of Israel. Hann sagði einnig að Ísraelar myndu byggja upp staðbundið bandalag gegn Íran og láta Íran gjalda fyrir árásina, þegar það hentar Ísrael. Eins og fram hefur komið í dag er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Allir drónarnir voru skotnir niður og allar stýriflaugarnar einnig, samkvæmt ráðamönnum í Ísrael. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Margir drónar og stýriflaugar voru skotnar niður af ísraelskum, breskum, bandarískum og frönskum orrustuþotum og margar þeirra yfir Sýrlandi. Ísraelski herinn birti í dag myndband sem klippt er saman úr myndefni frá orrustuþotum sem notaðar voru til að skjóta niður dróna og stýriflaugar. Ferð drónanna frá Íran til Ísrael tók nokkrar klukkustundir og það sama má segja um stýriflaugarnar. Skotflaugarnar eru hins vegar annars eðlis. Ferð þeirra tekur einungis um tíu mínútur og þar að auki er erfiðara að skjóta þær niður. Í mjög einföldu og stuttu máli sagt, þá er skotflaugum í raun skotið út í geim og falla þær aftur til jarðar og á skotmörk sín. Skotflaugarnar voru flestar skotnar niður hátt á himni yfir Ísrael og slasaðist sjö ára stúlka alvarlega þegar brak úr einni féll á heimili fjölskyldu hennar. Nokkrar skotflaugar eru sagðar hafa ratað í gegnum loftvarnir Ísraela en þær munu hafa valdið smávægilegu tjóni á herstöð. Sú herstöð sem kallast Nevatim virðist, samkvæmt Times of Israel, hafa verið helsta skotmark Írana í gærkvöldi. Hún er staðsett í suðurhluta landsins og þar eru hýstar margar F-35 orrustþotur, háþróuðustu þotur Ísrael sem keyptar eru frá Bandaríkjunum. Watch the F-35I Adir fighter jets return to Nevatim Airbase after successfully protecting Israel s airspace: pic.twitter.com/ap5gPLphPD— Israel Defense Forces (@IDF) April 14, 2024 Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Gantz sagði Ísraela þurfa að styrkja það bandalag sem gerði þeim kleift að standa af sér árás gærkvöldsins og byggja frekari bandalög gegn Íran. „Íran er alþjóðlegt vandamál, það er svæðisbundin áskorun en Íran ógnar einnig Ísrael og í gær, stóðu heimurinn með Ísrael gegn mikilli hættu. Ísrael gegn Íran, heimurinn gegn Íran. Það er afraksturinn,“ sagði Gantz í yfirlýsingunni, samkvæmt frétt Times of Israel. Hann sagði einnig að Ísraelar myndu byggja upp staðbundið bandalag gegn Íran og láta Íran gjalda fyrir árásina, þegar það hentar Ísrael. Eins og fram hefur komið í dag er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Allir drónarnir voru skotnir niður og allar stýriflaugarnar einnig, samkvæmt ráðamönnum í Ísrael. Sjá einnig: Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Margir drónar og stýriflaugar voru skotnar niður af ísraelskum, breskum, bandarískum og frönskum orrustuþotum og margar þeirra yfir Sýrlandi. Ísraelski herinn birti í dag myndband sem klippt er saman úr myndefni frá orrustuþotum sem notaðar voru til að skjóta niður dróna og stýriflaugar. Ferð drónanna frá Íran til Ísrael tók nokkrar klukkustundir og það sama má segja um stýriflaugarnar. Skotflaugarnar eru hins vegar annars eðlis. Ferð þeirra tekur einungis um tíu mínútur og þar að auki er erfiðara að skjóta þær niður. Í mjög einföldu og stuttu máli sagt, þá er skotflaugum í raun skotið út í geim og falla þær aftur til jarðar og á skotmörk sín. Skotflaugarnar voru flestar skotnar niður hátt á himni yfir Ísrael og slasaðist sjö ára stúlka alvarlega þegar brak úr einni féll á heimili fjölskyldu hennar. Nokkrar skotflaugar eru sagðar hafa ratað í gegnum loftvarnir Ísraela en þær munu hafa valdið smávægilegu tjóni á herstöð. Sú herstöð sem kallast Nevatim virðist, samkvæmt Times of Israel, hafa verið helsta skotmark Írana í gærkvöldi. Hún er staðsett í suðurhluta landsins og þar eru hýstar margar F-35 orrustþotur, háþróuðustu þotur Ísrael sem keyptar eru frá Bandaríkjunum. Watch the F-35I Adir fighter jets return to Nevatim Airbase after successfully protecting Israel s airspace: pic.twitter.com/ap5gPLphPD— Israel Defense Forces (@IDF) April 14, 2024
Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21 Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael. Fundurinn fer fram síðdegis. Þá mun þjóðstjórn í ríkisstjórn Netanjahús funda með morgninum. 14. apríl 2024 07:21
Útkoman sem allir óttuðust Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. 14. apríl 2024 01:00