Gunnar Jarl: Aukaleikarar sem ættu ekki að skipta sér af Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 14:31 Gunnar Jarl Jónsson er margreyndur og hefur fimm sinnum verið valinn dómari ársins. vísir/anton Gunnar Jarl Jónsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Þar ræddi hann meðal annars agaleysi á varamannabekkjum liða á Íslandi og spjaldveitingar í upphafi móts. Spjaldagleði dómara hefur vakið athygli og umtal í fyrstu umferðum Bestu deildarinnar. Formaður dómaranefndar KSÍ sagði „löngu tímabært að taka á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara.“ Alls fóru 52 gul og 2 rauð spjöld á loft í 1. umferð. Svo mikið var um spjöldin að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sektaði HK fyrir fjölda spjalda í leiknum fyrir norðan. Markvarðaþjálfari KA var einnig áminntur á meðan leik stóð. Rauðu spjöldin í fyrstu umferð fóru hins vegar bæði á loft í Árbænum þar sem Fylkir tapaði gegn KR. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis hlaut eitt þeirra og hitt hlaut Halldór Steinsson í liðsstjórn Árbæinga. Það þykir ansi óvenjulegt að þjálfarar og liðsstjórar, menn sem standa utan vallar meðan leikur fer fram, fái áminningu eða rautt spjald. Auk þeirra sem nefndir eru hér að ofan fékk markvarðaþjálfari Víkings rautt spjald og tók út leikbann í fyrstu umferð. Gunnar Jarl Jónsson, margreyndur dómari og meðlimur í dómaranefnd KSÍ, sagði þetta vandamál séríslenskt: „Það ættu engir aukaleikarar, ef við getum orðað það svo, að skipta sér af málum. Hér heima eru búningastjórar, liðsstjórar, markmannsþjálfarar, sjúkraþjálfarar, leikgreinendur, allir að skipta sér af dómgæslu. Þetta gerist ekki á Norðurlöndum.“ „Þú ert ráðinn í vinnu til að vera sjúkraþjálfari, þjálfa markverðina eða sjá um aðbúnað leikmanna. Þú ert ráðinn í vinnu til þess. Munurinn á bekkjunum hér og t.d. í Danmörku, þar er ákveðinn kúltúr og það er enginn leikgreinandi að skipta sér af hlutunum, það er séríslenskt.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um spjöldin hefst eftir tæpa klukkustund. Besta deild karla Tengdar fréttir Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31 Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Spjaldagleði dómara hefur vakið athygli og umtal í fyrstu umferðum Bestu deildarinnar. Formaður dómaranefndar KSÍ sagði „löngu tímabært að taka á þessum ofsafengnu mótmælum gagnvart ákvörðun dómara.“ Alls fóru 52 gul og 2 rauð spjöld á loft í 1. umferð. Svo mikið var um spjöldin að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ sektaði HK fyrir fjölda spjalda í leiknum fyrir norðan. Markvarðaþjálfari KA var einnig áminntur á meðan leik stóð. Rauðu spjöldin í fyrstu umferð fóru hins vegar bæði á loft í Árbænum þar sem Fylkir tapaði gegn KR. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis hlaut eitt þeirra og hitt hlaut Halldór Steinsson í liðsstjórn Árbæinga. Það þykir ansi óvenjulegt að þjálfarar og liðsstjórar, menn sem standa utan vallar meðan leikur fer fram, fái áminningu eða rautt spjald. Auk þeirra sem nefndir eru hér að ofan fékk markvarðaþjálfari Víkings rautt spjald og tók út leikbann í fyrstu umferð. Gunnar Jarl Jónsson, margreyndur dómari og meðlimur í dómaranefnd KSÍ, sagði þetta vandamál séríslenskt: „Það ættu engir aukaleikarar, ef við getum orðað það svo, að skipta sér af málum. Hér heima eru búningastjórar, liðsstjórar, markmannsþjálfarar, sjúkraþjálfarar, leikgreinendur, allir að skipta sér af dómgæslu. Þetta gerist ekki á Norðurlöndum.“ „Þú ert ráðinn í vinnu til að vera sjúkraþjálfari, þjálfa markverðina eða sjá um aðbúnað leikmanna. Þú ert ráðinn í vinnu til þess. Munurinn á bekkjunum hér og t.d. í Danmörku, þar er ákveðinn kúltúr og það er enginn leikgreinandi að skipta sér af hlutunum, það er séríslenskt.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um spjöldin hefst eftir tæpa klukkustund.
Besta deild karla Tengdar fréttir Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31 Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Heimir ósáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 8. apríl 2024 22:31
Óli Jóh: Við erum alltaf tilraunadýr Það vantaði ekki gulu spjöldin í fyrstu leikjum Íslandsmótsins í knattspyrnu en þau fóru mjög mörg á loft í sex leikjum Bestu deildar karla um helgina. 9. apríl 2024 09:31